Fækkum öryrkjum! Þóra Kristín Þórsdóttir skrifar 13. mars 2019 15:30 Undanfarin ár og áratugi hefur stefna stjórnvalda verið í grunninn sú að gera það eins erfitt og ömurlegt og hægt er að vera öryrki á þeirri forsendu að það þurfi að „hvetja“ fólk til að fara út á vinnumarkaðinn, enda ekki hægt að hér sé fjöldi fólks að þiggja opinbert fé til framfærslu án þess „að leggja neitt“ til samfélagsins. Sama hugmyndafræði liggur að baki því að þrátt fyrir margtuggin loforð ýmissa stjórnmálaflokka um að afnám krónu á móti krónu sé rétt handan við hornið (þ.e. að fljótlega verði það aflagt að laun lífeyrisþega komi til skerðingar lífeyrisgreiðslunum krónu fyrir krónu) þá hefur það ekki enn komið til framkvæmda. Því ef einstaklingur getur sannarlega unnið, af hverju í ósköpunum ættu skattborgarar landsins að vera að halda henni uppi? Þá skiptir líka máli hvernig þessi hópur er samansettur og má jafnvel halda því fram að krónuskerðingin hefði aldrei komið til álita ef öryrkjar væru upp til hópa karlar (en ekki konur) og af stétt sem borin er virðing fyrir, t.d. sjómenn.Geta – ekki getuleysi! Nýjasta nýtt í þessari vegferð er svo starfsgetumatið, sem reynt er að fegra með orðræðu á borð við að það sé svo ljótt að einblína alltaf á skort og getuleysi (50% öryrkinn er jú með 50% starfsgetu) þegar auðvitað snýst hugmyndin fyrst og fremst um sparnað fyrir ríkið á kostnað fólks. Öryrki sem reynist samkvæmt téðu mati með starfsgetu yfir ákveðnum mörkum missir nefnilega réttinn, að hluta eða í heild, á lífeyrisgreiðslunum enda er opinberlega búið að úrskurða að viðkomandi geti unnið. Látum liggja á milli hluta í bili þá hressilegu ályktun sem liggur þarna á bak við, að það sé alltaf nóg að geta unnið til að fá vinnu, hvort sem í góðæri eða kreppu og hvernig sem menntun, kyni, uppruna, útliti og fleiri þáttum einstaklingsins sé háttað. Mikilvægari er nefnilega hin ályktunin sem þarna er byggt á: Trúin á að umrætt starfsgetumat verði hlutlaust og áreiðanlegt (jafnvel óskeikult) mælitæki sem sker ótvírætt á milli þeirra sem geta og þeirra sem geta ekki unnið. Þessi ályktun stenst auðvitað ekki fremur en sú fyrri, þar eð reynsla örorkulífeyrisþega í öðrum ríkjum sýnir ítrekað að starfsgetumat leiðir til þess að fólk sem ekki getur unnið er úrskurðað vinnufært. Og sértu úrskurðuð vinnufær missirðu greiðsluréttinn. Og ert þar með dæmd til enn meiri fátæktar. Enda er öryrkjum að fjölga! Einn af mikilvægari köflum í handbókinni um það hvernig passa skal framlög til örorkulífeyrisþega er kaflinn um fjölgunina. Ef öryrkjum er að fjölga þá hlýtur það að vera vegna þess að fólk, sem annars væri að vinna, sé að velja að vera á örorkubótum af því að það sé svo ágætt. Ekki satt? Nú er það vissulega staðreynd að öryrkjum hefur fjölgað. Í janúar 2008 voru örorkulífeyrisþegar 7% búsettra á Íslandi á aldrinum 18-66 ára en í janúar 2018 var þetta hlutfall komið upp í 7,9%, samkvæmt tölum frá TR. Þegar tölurnar eru greindar eftir kyni og aldri sést að þó það sé mjög mismunandi mikil fjölgun meðal hópa hefur konum á örorkulífeyri fjölgað mun meir en körlum, eða um 1,1 prósentustig á milli janúarmánaða 2008 og 2018, á meðan fjölgunin meðal karla var 0,7% á sama tíma (aldurshópurinn 18-66 ára, tölur frá TR). Er nú svo komið að 10% kvenna (ein af hverjum tíu konum!) á vinnualdri er á örorkulífeyri á meðan hlutfallið meðal karla er 6%. Sú ályktun sem eðlilegt er að draga af fjölgun öryrkja er ekki sú að greiðslur TR séu of háar, svo hér sé verið að letja fólk til vinnu í stórum mæli, enda duga greiðslurnar ekki fyrir eðlilegri framfærslu. Nei, upphæðirnar eru ekki vandamálið né aðgengið að lífeyrinum, heldur hitt að það er eitthvað í samfélagsgerðinni sem stuðlar að því í æ meiri mæli að fólk getur ekki séð fyrir sér. Við getum t.d. litið til þess að geðræn vandamál eru veigamesta orsök örorku hérlendis, sem skýrist að töluverðu leyti að því að hér er þjónusta sálfræðinga ekki inni í sjúkratryggingum og því snemmtæk íhlutun vegna sálrænna erfiðleika ekki í boði fyrir hinn almenna borgara. Við getum einnig litið til þess að um einn af hverjum fjórum öryrkjum eru á örorku vegna stoðkerfisvandamála og slík vandamál eru helsta ástæða örorku hjá konum. Skoðum samhengið Það er alveg ljóst að núverandi nálgun á „öryrkjavandamálið“ er ekki svarið. Til að fækka öryrkjum þarf nefnilega samtímis að skoða orsakir þess að fólk verður óvinnufært sem og það hvernig við gerum fólk vinnufært aftur. Fyrir það fyrsta þurfum við að sinna geðheilsunni betur og meðal nauðsynlegra aðgerða þar er að fella sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingakerfið og fara að meta geðheilsu til jafns við líkamlega heilsu í öllu tilliti. Annar hópur öryrkja sem mætti minnka með breyttu samfélagi er hópurinn sem er að kljást við stoðkerfisvandamál en þeim myndi fækka ef við minnkuðum álag í líkamlega erfiðum störfum, svo sem í umönnun, og hækkuðum laun láglaunastétta svo enginn þurfi að vera í tveimur eða fleiri störfum. Einnig þarf að taka til í félagslega kerfinu, hækka barnabætur og húsnæðisbætur, með sama markmið í huga – að lágmarki tengja þessar bætur vísitölu neysluverðs svo þær haldi virði sínu. Það að halda fólki sem ekki getur unnið í fátækt er eitt það vitlausasta sem hægt er að gera ef maður vill að sem flestir vinni fyrir sér. Fátækt vinnur nefnilega gegn heilsunni almennt og augljóslega enn meira hjá þeim sem eru heilsuveilir fyrir. Því það er einmitt hópurinn sem þarf að huga hvað mest að heilsunni og öll þau úrræði kosta peninga: Það eru lyf, læknisþjónusta, hreyfing, sálfræðiþjónusta, almennileg næring og svo framvegis og svo framvegis. Það er því sama hvort man sé almennt þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að þurfa að glíma við fátækt í einu ríkasta landi heimsins eða vill bara að fleiri vinni fyrir sér í stað þess að fá bætur frá ríkinu, niðurstaðan er alltaf sú að það þarf að hækka örorkugreiðslurnar svo öryrkjar geti lifað mannsæmandi lífi. Svo þarf að öllu leyti að tryggja það að fólk sem þarf að þiggja örorkulífeyri einhvern tímann geti farið á sínum hraða á vinnumarkaðinn ef það hefur tök á. Lykilatriði í því er að fella niður krónu á móti krónu skerðingarnar. Strax. Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Kristín Þórsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár og áratugi hefur stefna stjórnvalda verið í grunninn sú að gera það eins erfitt og ömurlegt og hægt er að vera öryrki á þeirri forsendu að það þurfi að „hvetja“ fólk til að fara út á vinnumarkaðinn, enda ekki hægt að hér sé fjöldi fólks að þiggja opinbert fé til framfærslu án þess „að leggja neitt“ til samfélagsins. Sama hugmyndafræði liggur að baki því að þrátt fyrir margtuggin loforð ýmissa stjórnmálaflokka um að afnám krónu á móti krónu sé rétt handan við hornið (þ.e. að fljótlega verði það aflagt að laun lífeyrisþega komi til skerðingar lífeyrisgreiðslunum krónu fyrir krónu) þá hefur það ekki enn komið til framkvæmda. Því ef einstaklingur getur sannarlega unnið, af hverju í ósköpunum ættu skattborgarar landsins að vera að halda henni uppi? Þá skiptir líka máli hvernig þessi hópur er samansettur og má jafnvel halda því fram að krónuskerðingin hefði aldrei komið til álita ef öryrkjar væru upp til hópa karlar (en ekki konur) og af stétt sem borin er virðing fyrir, t.d. sjómenn.Geta – ekki getuleysi! Nýjasta nýtt í þessari vegferð er svo starfsgetumatið, sem reynt er að fegra með orðræðu á borð við að það sé svo ljótt að einblína alltaf á skort og getuleysi (50% öryrkinn er jú með 50% starfsgetu) þegar auðvitað snýst hugmyndin fyrst og fremst um sparnað fyrir ríkið á kostnað fólks. Öryrki sem reynist samkvæmt téðu mati með starfsgetu yfir ákveðnum mörkum missir nefnilega réttinn, að hluta eða í heild, á lífeyrisgreiðslunum enda er opinberlega búið að úrskurða að viðkomandi geti unnið. Látum liggja á milli hluta í bili þá hressilegu ályktun sem liggur þarna á bak við, að það sé alltaf nóg að geta unnið til að fá vinnu, hvort sem í góðæri eða kreppu og hvernig sem menntun, kyni, uppruna, útliti og fleiri þáttum einstaklingsins sé háttað. Mikilvægari er nefnilega hin ályktunin sem þarna er byggt á: Trúin á að umrætt starfsgetumat verði hlutlaust og áreiðanlegt (jafnvel óskeikult) mælitæki sem sker ótvírætt á milli þeirra sem geta og þeirra sem geta ekki unnið. Þessi ályktun stenst auðvitað ekki fremur en sú fyrri, þar eð reynsla örorkulífeyrisþega í öðrum ríkjum sýnir ítrekað að starfsgetumat leiðir til þess að fólk sem ekki getur unnið er úrskurðað vinnufært. Og sértu úrskurðuð vinnufær missirðu greiðsluréttinn. Og ert þar með dæmd til enn meiri fátæktar. Enda er öryrkjum að fjölga! Einn af mikilvægari köflum í handbókinni um það hvernig passa skal framlög til örorkulífeyrisþega er kaflinn um fjölgunina. Ef öryrkjum er að fjölga þá hlýtur það að vera vegna þess að fólk, sem annars væri að vinna, sé að velja að vera á örorkubótum af því að það sé svo ágætt. Ekki satt? Nú er það vissulega staðreynd að öryrkjum hefur fjölgað. Í janúar 2008 voru örorkulífeyrisþegar 7% búsettra á Íslandi á aldrinum 18-66 ára en í janúar 2018 var þetta hlutfall komið upp í 7,9%, samkvæmt tölum frá TR. Þegar tölurnar eru greindar eftir kyni og aldri sést að þó það sé mjög mismunandi mikil fjölgun meðal hópa hefur konum á örorkulífeyri fjölgað mun meir en körlum, eða um 1,1 prósentustig á milli janúarmánaða 2008 og 2018, á meðan fjölgunin meðal karla var 0,7% á sama tíma (aldurshópurinn 18-66 ára, tölur frá TR). Er nú svo komið að 10% kvenna (ein af hverjum tíu konum!) á vinnualdri er á örorkulífeyri á meðan hlutfallið meðal karla er 6%. Sú ályktun sem eðlilegt er að draga af fjölgun öryrkja er ekki sú að greiðslur TR séu of háar, svo hér sé verið að letja fólk til vinnu í stórum mæli, enda duga greiðslurnar ekki fyrir eðlilegri framfærslu. Nei, upphæðirnar eru ekki vandamálið né aðgengið að lífeyrinum, heldur hitt að það er eitthvað í samfélagsgerðinni sem stuðlar að því í æ meiri mæli að fólk getur ekki séð fyrir sér. Við getum t.d. litið til þess að geðræn vandamál eru veigamesta orsök örorku hérlendis, sem skýrist að töluverðu leyti að því að hér er þjónusta sálfræðinga ekki inni í sjúkratryggingum og því snemmtæk íhlutun vegna sálrænna erfiðleika ekki í boði fyrir hinn almenna borgara. Við getum einnig litið til þess að um einn af hverjum fjórum öryrkjum eru á örorku vegna stoðkerfisvandamála og slík vandamál eru helsta ástæða örorku hjá konum. Skoðum samhengið Það er alveg ljóst að núverandi nálgun á „öryrkjavandamálið“ er ekki svarið. Til að fækka öryrkjum þarf nefnilega samtímis að skoða orsakir þess að fólk verður óvinnufært sem og það hvernig við gerum fólk vinnufært aftur. Fyrir það fyrsta þurfum við að sinna geðheilsunni betur og meðal nauðsynlegra aðgerða þar er að fella sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingakerfið og fara að meta geðheilsu til jafns við líkamlega heilsu í öllu tilliti. Annar hópur öryrkja sem mætti minnka með breyttu samfélagi er hópurinn sem er að kljást við stoðkerfisvandamál en þeim myndi fækka ef við minnkuðum álag í líkamlega erfiðum störfum, svo sem í umönnun, og hækkuðum laun láglaunastétta svo enginn þurfi að vera í tveimur eða fleiri störfum. Einnig þarf að taka til í félagslega kerfinu, hækka barnabætur og húsnæðisbætur, með sama markmið í huga – að lágmarki tengja þessar bætur vísitölu neysluverðs svo þær haldi virði sínu. Það að halda fólki sem ekki getur unnið í fátækt er eitt það vitlausasta sem hægt er að gera ef maður vill að sem flestir vinni fyrir sér. Fátækt vinnur nefnilega gegn heilsunni almennt og augljóslega enn meira hjá þeim sem eru heilsuveilir fyrir. Því það er einmitt hópurinn sem þarf að huga hvað mest að heilsunni og öll þau úrræði kosta peninga: Það eru lyf, læknisþjónusta, hreyfing, sálfræðiþjónusta, almennileg næring og svo framvegis og svo framvegis. Það er því sama hvort man sé almennt þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að þurfa að glíma við fátækt í einu ríkasta landi heimsins eða vill bara að fleiri vinni fyrir sér í stað þess að fá bætur frá ríkinu, niðurstaðan er alltaf sú að það þarf að hækka örorkugreiðslurnar svo öryrkjar geti lifað mannsæmandi lífi. Svo þarf að öllu leyti að tryggja það að fólk sem þarf að þiggja örorkulífeyri einhvern tímann geti farið á sínum hraða á vinnumarkaðinn ef það hefur tök á. Lykilatriði í því er að fella niður krónu á móti krónu skerðingarnar. Strax. Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar