Þrúgur gleðinnar Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. mars 2019 07:15 Sjálfsagt er dældum og ryðblettum á sál minni um að kenna að ég hef löngum heillast af átökum og illdeilum hvers konar. Helst samt þegar ég á ekki hlut að máli og get notið þess að fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð, nú eða skrifa um, þegar þeir einir eigast við að ég hirði aldrei þó að drepist. Ég hef upplifað nokkur verkföll á passlega langri ævi án þess þó að hafa þurft að leggja niður störf sjálfur. Líklega þess vegna sem mér finnst eitthvað ómótstæðilega heillandi við harðar vinnudeilur. Ég var þrettán ára þegar stóra BSRB-verkfallið skall á 1984 og á alveg sérstaklega hlýjar og rómantískar bernskuminningar frá þeim tíma. Eðlilega. Þetta var geggjað. Skólinn lokaður í mánuð og við krakkarnir nutum lífsins og frelsisins í botn. Ég varð helst var við neikvæðar afleiðingar verkfallsins þegar fór að bera á skorti á Winston-sígarettum. Þetta var í þá daga þegar börn gátu keypt sígarettur úti í sjoppu án þess að framvísa miða frá foreldrum. Í verkfallinu þurfti maður samt að hafa miða. Eða kannski frekar lista. Pabbi reykti Winston og ef þær voru ekki til þá átti ég fyrst að biðja um Gold Coast, síðan Royale en ekki kaupa Viceroy nema í algerri neyð. Sem betur fer minnir mig að verkfallinu hafi lokið áður en pabbi þurfti að reykja mikið af því ógeði. Þetta voru stórkostlegir umbrotatímar fyrir áhyggjulausa krakka en þegar maður sleppir bernskurómantíkinni þá eru verkföll helvítis fokkings fokk og að mér læðist sá illi grunur að ef allt fer hér í bál og brand á næstunni muni börnin mín ekki horfa til baka með glýju í augunum þegar þau nálgast fimmtugt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Sjálfsagt er dældum og ryðblettum á sál minni um að kenna að ég hef löngum heillast af átökum og illdeilum hvers konar. Helst samt þegar ég á ekki hlut að máli og get notið þess að fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð, nú eða skrifa um, þegar þeir einir eigast við að ég hirði aldrei þó að drepist. Ég hef upplifað nokkur verkföll á passlega langri ævi án þess þó að hafa þurft að leggja niður störf sjálfur. Líklega þess vegna sem mér finnst eitthvað ómótstæðilega heillandi við harðar vinnudeilur. Ég var þrettán ára þegar stóra BSRB-verkfallið skall á 1984 og á alveg sérstaklega hlýjar og rómantískar bernskuminningar frá þeim tíma. Eðlilega. Þetta var geggjað. Skólinn lokaður í mánuð og við krakkarnir nutum lífsins og frelsisins í botn. Ég varð helst var við neikvæðar afleiðingar verkfallsins þegar fór að bera á skorti á Winston-sígarettum. Þetta var í þá daga þegar börn gátu keypt sígarettur úti í sjoppu án þess að framvísa miða frá foreldrum. Í verkfallinu þurfti maður samt að hafa miða. Eða kannski frekar lista. Pabbi reykti Winston og ef þær voru ekki til þá átti ég fyrst að biðja um Gold Coast, síðan Royale en ekki kaupa Viceroy nema í algerri neyð. Sem betur fer minnir mig að verkfallinu hafi lokið áður en pabbi þurfti að reykja mikið af því ógeði. Þetta voru stórkostlegir umbrotatímar fyrir áhyggjulausa krakka en þegar maður sleppir bernskurómantíkinni þá eru verkföll helvítis fokkings fokk og að mér læðist sá illi grunur að ef allt fer hér í bál og brand á næstunni muni börnin mín ekki horfa til baka með glýju í augunum þegar þau nálgast fimmtugt.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar