Áhætta í boði Alþingis Gunnlaugur Stefánsson skrifar 15. mars 2019 07:15 Alþingi fjallar nú um frumvarp til laga um fiskeldi. Við fyrstu umræðu málsins varð nokkrum þingmönnum tíðrætt um að koma áhættumatinu þannig fyrir að trufli sem minnst útþenslu laxeldis í opnum sjókvíum í eigu norskra eldisrisa. Þess vegna fannst þeim betra að ráðherra ráði frekar matinu heldur en Hafrannsóknastofnun með vísindafólki sínu eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Svo lofuðu viðkomandi þingmenn vistvæna eldisframleiðslu, sögðu laxinn þyngjast um eitt kíló fyrir hvert sem hann æti, en gleymdu að til þess að framleiða fóðurkílóið þarf a.m.k. fjögur af villtum sjávarfiski. En hæst bar þó hugmyndir sömu þingmanna um að horft yrði til „mótvægisaðgerða“ við áhættumatið svo laxeldið fengi nú enn meira svigrúm til að vaxa. Mótvægisaðgerð var t.d. lýst þannig á Alþingi, að myndavélar yrðu settar ofan í árnar sem mynduðu alla göngulaxa og svo yrðu kafarar tilbúnir á bakkanum til að skella sér út í hylinn og tína upp óvelkomna fiska. Víst geta þingmenn hrifist af hugmyndum ævintýra, sérstaklega ef fjársterkir og útlenskir eldisrisar eiga hlut að máli og þrýsta á með afli sínu. En laxeldi í opnum sjókvíum með norskum stofni skaðar villta laxastofna. Engin tækni girðir fyrir það eins og reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir. Margar laxveiðiár eru hreinlega ónýtar vegna erfðablöndunar, lúsafárs og sjúkdóma í Noregi. Það er sú áhætta sem Alþingi stendur núna frammi fyrir vegna íslenskra laxveiðiáa, að þingmenn fórni villtum laxastofnum fyrir eldið. Það er engin tilviljun, að opið sjókvíaeldi hefur nýlega verið bannað af umhverfishæstarétti Svíþjóðar, einnig í Washington ríki og Alaska. Þá er óheimilt í Noregi að nota aðflutta stofna í eldinu, en hér á landi er leyft að nota frjóan norskan stofn í opnu sjókvíaeldi. Í ljósi dýrkeyptrar reynslu stríða Norðmenn við að endurskoða sína búskaparhætti í eldinu, færa upp á land eða í lokuð kerfi og jafnvel langt út á rúmsjó. En á Íslandi erum við á byrjunarreit og leyfum norskum eldisrisum að fara sínu fram og þróa eldi í opnum kvíum þar sem skammtímagróði ræður för. Frumvarpið ber þess vitni. Engin framtíðarsýn með hvötum til að fara í öruggara og umhverfisvænna eldi, eftirlitskerfið gatslitið, flókið og þungt í vöfum, enginn sætir ábyrgð gagnvart skaða sem eldið veldur og ekki er gert ráð fyrir neinum ábyrgum viðbrögðum t.d. fyrir fólkið í byggðunum, ef allt fer á versta veg – eins og alltaf hefur gerst í laxeldi á Íslandi. Vonarneisti er þó í áhættumatinu sem gæti hægt á óafturkræfum skaða fyrir lífríkið. Matið verður því að hvíla á vísindalegum forsendum þar sem villti laxinn njóti vafans með ýtrustu varkárni í fyrirrúmi á forræði Hafrannsóknastofnunar. Þar mega ævintýri „mótvægisaðgerða“ ekki rugla í ríminu – og þó að norskir eldisrisar heimti að græða meira. Áhættumatið má aldrei verða að bitbeini á pólitísku markaðstorgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi fjallar nú um frumvarp til laga um fiskeldi. Við fyrstu umræðu málsins varð nokkrum þingmönnum tíðrætt um að koma áhættumatinu þannig fyrir að trufli sem minnst útþenslu laxeldis í opnum sjókvíum í eigu norskra eldisrisa. Þess vegna fannst þeim betra að ráðherra ráði frekar matinu heldur en Hafrannsóknastofnun með vísindafólki sínu eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Svo lofuðu viðkomandi þingmenn vistvæna eldisframleiðslu, sögðu laxinn þyngjast um eitt kíló fyrir hvert sem hann æti, en gleymdu að til þess að framleiða fóðurkílóið þarf a.m.k. fjögur af villtum sjávarfiski. En hæst bar þó hugmyndir sömu þingmanna um að horft yrði til „mótvægisaðgerða“ við áhættumatið svo laxeldið fengi nú enn meira svigrúm til að vaxa. Mótvægisaðgerð var t.d. lýst þannig á Alþingi, að myndavélar yrðu settar ofan í árnar sem mynduðu alla göngulaxa og svo yrðu kafarar tilbúnir á bakkanum til að skella sér út í hylinn og tína upp óvelkomna fiska. Víst geta þingmenn hrifist af hugmyndum ævintýra, sérstaklega ef fjársterkir og útlenskir eldisrisar eiga hlut að máli og þrýsta á með afli sínu. En laxeldi í opnum sjókvíum með norskum stofni skaðar villta laxastofna. Engin tækni girðir fyrir það eins og reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir. Margar laxveiðiár eru hreinlega ónýtar vegna erfðablöndunar, lúsafárs og sjúkdóma í Noregi. Það er sú áhætta sem Alþingi stendur núna frammi fyrir vegna íslenskra laxveiðiáa, að þingmenn fórni villtum laxastofnum fyrir eldið. Það er engin tilviljun, að opið sjókvíaeldi hefur nýlega verið bannað af umhverfishæstarétti Svíþjóðar, einnig í Washington ríki og Alaska. Þá er óheimilt í Noregi að nota aðflutta stofna í eldinu, en hér á landi er leyft að nota frjóan norskan stofn í opnu sjókvíaeldi. Í ljósi dýrkeyptrar reynslu stríða Norðmenn við að endurskoða sína búskaparhætti í eldinu, færa upp á land eða í lokuð kerfi og jafnvel langt út á rúmsjó. En á Íslandi erum við á byrjunarreit og leyfum norskum eldisrisum að fara sínu fram og þróa eldi í opnum kvíum þar sem skammtímagróði ræður för. Frumvarpið ber þess vitni. Engin framtíðarsýn með hvötum til að fara í öruggara og umhverfisvænna eldi, eftirlitskerfið gatslitið, flókið og þungt í vöfum, enginn sætir ábyrgð gagnvart skaða sem eldið veldur og ekki er gert ráð fyrir neinum ábyrgum viðbrögðum t.d. fyrir fólkið í byggðunum, ef allt fer á versta veg – eins og alltaf hefur gerst í laxeldi á Íslandi. Vonarneisti er þó í áhættumatinu sem gæti hægt á óafturkræfum skaða fyrir lífríkið. Matið verður því að hvíla á vísindalegum forsendum þar sem villti laxinn njóti vafans með ýtrustu varkárni í fyrirrúmi á forræði Hafrannsóknastofnunar. Þar mega ævintýri „mótvægisaðgerða“ ekki rugla í ríminu – og þó að norskir eldisrisar heimti að græða meira. Áhættumatið má aldrei verða að bitbeini á pólitísku markaðstorgi.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun