Áhætta í boði Alþingis Gunnlaugur Stefánsson skrifar 15. mars 2019 07:15 Alþingi fjallar nú um frumvarp til laga um fiskeldi. Við fyrstu umræðu málsins varð nokkrum þingmönnum tíðrætt um að koma áhættumatinu þannig fyrir að trufli sem minnst útþenslu laxeldis í opnum sjókvíum í eigu norskra eldisrisa. Þess vegna fannst þeim betra að ráðherra ráði frekar matinu heldur en Hafrannsóknastofnun með vísindafólki sínu eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Svo lofuðu viðkomandi þingmenn vistvæna eldisframleiðslu, sögðu laxinn þyngjast um eitt kíló fyrir hvert sem hann æti, en gleymdu að til þess að framleiða fóðurkílóið þarf a.m.k. fjögur af villtum sjávarfiski. En hæst bar þó hugmyndir sömu þingmanna um að horft yrði til „mótvægisaðgerða“ við áhættumatið svo laxeldið fengi nú enn meira svigrúm til að vaxa. Mótvægisaðgerð var t.d. lýst þannig á Alþingi, að myndavélar yrðu settar ofan í árnar sem mynduðu alla göngulaxa og svo yrðu kafarar tilbúnir á bakkanum til að skella sér út í hylinn og tína upp óvelkomna fiska. Víst geta þingmenn hrifist af hugmyndum ævintýra, sérstaklega ef fjársterkir og útlenskir eldisrisar eiga hlut að máli og þrýsta á með afli sínu. En laxeldi í opnum sjókvíum með norskum stofni skaðar villta laxastofna. Engin tækni girðir fyrir það eins og reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir. Margar laxveiðiár eru hreinlega ónýtar vegna erfðablöndunar, lúsafárs og sjúkdóma í Noregi. Það er sú áhætta sem Alþingi stendur núna frammi fyrir vegna íslenskra laxveiðiáa, að þingmenn fórni villtum laxastofnum fyrir eldið. Það er engin tilviljun, að opið sjókvíaeldi hefur nýlega verið bannað af umhverfishæstarétti Svíþjóðar, einnig í Washington ríki og Alaska. Þá er óheimilt í Noregi að nota aðflutta stofna í eldinu, en hér á landi er leyft að nota frjóan norskan stofn í opnu sjókvíaeldi. Í ljósi dýrkeyptrar reynslu stríða Norðmenn við að endurskoða sína búskaparhætti í eldinu, færa upp á land eða í lokuð kerfi og jafnvel langt út á rúmsjó. En á Íslandi erum við á byrjunarreit og leyfum norskum eldisrisum að fara sínu fram og þróa eldi í opnum kvíum þar sem skammtímagróði ræður för. Frumvarpið ber þess vitni. Engin framtíðarsýn með hvötum til að fara í öruggara og umhverfisvænna eldi, eftirlitskerfið gatslitið, flókið og þungt í vöfum, enginn sætir ábyrgð gagnvart skaða sem eldið veldur og ekki er gert ráð fyrir neinum ábyrgum viðbrögðum t.d. fyrir fólkið í byggðunum, ef allt fer á versta veg – eins og alltaf hefur gerst í laxeldi á Íslandi. Vonarneisti er þó í áhættumatinu sem gæti hægt á óafturkræfum skaða fyrir lífríkið. Matið verður því að hvíla á vísindalegum forsendum þar sem villti laxinn njóti vafans með ýtrustu varkárni í fyrirrúmi á forræði Hafrannsóknastofnunar. Þar mega ævintýri „mótvægisaðgerða“ ekki rugla í ríminu – og þó að norskir eldisrisar heimti að græða meira. Áhættumatið má aldrei verða að bitbeini á pólitísku markaðstorgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Alþingi fjallar nú um frumvarp til laga um fiskeldi. Við fyrstu umræðu málsins varð nokkrum þingmönnum tíðrætt um að koma áhættumatinu þannig fyrir að trufli sem minnst útþenslu laxeldis í opnum sjókvíum í eigu norskra eldisrisa. Þess vegna fannst þeim betra að ráðherra ráði frekar matinu heldur en Hafrannsóknastofnun með vísindafólki sínu eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Svo lofuðu viðkomandi þingmenn vistvæna eldisframleiðslu, sögðu laxinn þyngjast um eitt kíló fyrir hvert sem hann æti, en gleymdu að til þess að framleiða fóðurkílóið þarf a.m.k. fjögur af villtum sjávarfiski. En hæst bar þó hugmyndir sömu þingmanna um að horft yrði til „mótvægisaðgerða“ við áhættumatið svo laxeldið fengi nú enn meira svigrúm til að vaxa. Mótvægisaðgerð var t.d. lýst þannig á Alþingi, að myndavélar yrðu settar ofan í árnar sem mynduðu alla göngulaxa og svo yrðu kafarar tilbúnir á bakkanum til að skella sér út í hylinn og tína upp óvelkomna fiska. Víst geta þingmenn hrifist af hugmyndum ævintýra, sérstaklega ef fjársterkir og útlenskir eldisrisar eiga hlut að máli og þrýsta á með afli sínu. En laxeldi í opnum sjókvíum með norskum stofni skaðar villta laxastofna. Engin tækni girðir fyrir það eins og reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir. Margar laxveiðiár eru hreinlega ónýtar vegna erfðablöndunar, lúsafárs og sjúkdóma í Noregi. Það er sú áhætta sem Alþingi stendur núna frammi fyrir vegna íslenskra laxveiðiáa, að þingmenn fórni villtum laxastofnum fyrir eldið. Það er engin tilviljun, að opið sjókvíaeldi hefur nýlega verið bannað af umhverfishæstarétti Svíþjóðar, einnig í Washington ríki og Alaska. Þá er óheimilt í Noregi að nota aðflutta stofna í eldinu, en hér á landi er leyft að nota frjóan norskan stofn í opnu sjókvíaeldi. Í ljósi dýrkeyptrar reynslu stríða Norðmenn við að endurskoða sína búskaparhætti í eldinu, færa upp á land eða í lokuð kerfi og jafnvel langt út á rúmsjó. En á Íslandi erum við á byrjunarreit og leyfum norskum eldisrisum að fara sínu fram og þróa eldi í opnum kvíum þar sem skammtímagróði ræður för. Frumvarpið ber þess vitni. Engin framtíðarsýn með hvötum til að fara í öruggara og umhverfisvænna eldi, eftirlitskerfið gatslitið, flókið og þungt í vöfum, enginn sætir ábyrgð gagnvart skaða sem eldið veldur og ekki er gert ráð fyrir neinum ábyrgum viðbrögðum t.d. fyrir fólkið í byggðunum, ef allt fer á versta veg – eins og alltaf hefur gerst í laxeldi á Íslandi. Vonarneisti er þó í áhættumatinu sem gæti hægt á óafturkræfum skaða fyrir lífríkið. Matið verður því að hvíla á vísindalegum forsendum þar sem villti laxinn njóti vafans með ýtrustu varkárni í fyrirrúmi á forræði Hafrannsóknastofnunar. Þar mega ævintýri „mótvægisaðgerða“ ekki rugla í ríminu – og þó að norskir eldisrisar heimti að græða meira. Áhættumatið má aldrei verða að bitbeini á pólitísku markaðstorgi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun