Hrossakaup í menntamálum Guðríður Arnardóttir skrifar 1. mars 2019 11:08 Nú liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda nýtt frumvarp til laga um menntun kennara. Þar er gert ráð fyrir einu leyfisbréfi vegna kennslu í leik- grunn- og framhaldsskólum. Þetta á meðal annars að auka sveigjanleika til kennslu á milli skólastiga og draga úr kennaraskorti. Framhaldsskólakennarar styðja ekki þessar breytingar og telja mikla afturför frá núgildandi lögum. Verulega er dregið úr kröfu um sérhæfingu í faggreinum sem er grundvallarforsenda faglegs skólastarfs í framhaldsskólum. Hafa verður í huga að menntun framhaldsskólakennara er ólík menntun leik- og grunnskólakennara. Í flestum tilfellum ákveða framhaldsskólakennarar að leggja fyrir sig kennslu á síðari stigum náms síns, jafnvel eftir að grunngráðu eða meistaragráðu í tilteknu fagi er lokið. Framhaldsskólakennari með meistaragráðu í tiltekinni grein þarf þannig að bæta við sig 60 einingum í uppeldis- og kennslufræði til að fá leyfisbréf sem framhaldsskólakennari. Inntak námsins er aðallega sérhæfing í kennslugrein og minni áhersla á kennslufræði. Eðlilega er ekki samanburðarhæft hvort um er að ræða kennslu 18 ára nemenda eða 8 ára. Verði nýtt frumvarp um menntun kennara að lögum er veruleg hætta á að það halli á sérgreinakennslu í framhaldsskólum. Vegna kennslu fyrsta þreps áfanga í framhaldsskólum þarf þannig einungis 90 einingar í kennslugrein í stað 180 eininga áður. Það eru allir sammála um að skilin á milli skólastiga eru ekki klippt og skorin. Sveiganleiki til að kenna á aðliggjandi skólastigum er nauðsynlegur enda gera núgildandi lög ráð fyrir slíku. Í 21. grein núgildandi laga um menntun kennara er t.d. fjallað um að framhaldsskólakennarar hafi full réttindi til að kenna sína sérgrein í efstu bekkjum grunnskólans. Grunnskólakennarar að sama skapi geta kennt grunnáfanga framhaldsskóla að því gefnu að þeir hafi að lágmarki 120 einingar í sérhæfðri kennslugrein. Í þeim tilfellum þarf ekki að sækja um leyfi til undanþágunefndar eins og reyndar Umboðsmaður Alþingis hefur þegar staðfest með áliti sínu. Þeir eiga því rétt á ótímabundinni ráðningu og ekkert lagalegt því til fyrirstöðu að launasetja þá með sama hætti og aðra kennara með leyfisbréf á viðkomandi skólastigi. Það er því engin ástæða til að breyta núgildandi lögum undir yfirskini sveigjanleika og starfsöryggis kennara. Þótt hrossum sé smalað í rétt og opnað milli hólfa fjölgar þeim ekki. Ef við ætlum að draga úr kennaraskorti verður einfaldlega að bæta starfsumhverfi kennara og gera laun þeirra samkeppnishæf. Flóknara er það nú ekki og mun eitt leyfisbréf á hópinn engu breyta þar um.Guðríður ArnardóttirHöfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda nýtt frumvarp til laga um menntun kennara. Þar er gert ráð fyrir einu leyfisbréfi vegna kennslu í leik- grunn- og framhaldsskólum. Þetta á meðal annars að auka sveigjanleika til kennslu á milli skólastiga og draga úr kennaraskorti. Framhaldsskólakennarar styðja ekki þessar breytingar og telja mikla afturför frá núgildandi lögum. Verulega er dregið úr kröfu um sérhæfingu í faggreinum sem er grundvallarforsenda faglegs skólastarfs í framhaldsskólum. Hafa verður í huga að menntun framhaldsskólakennara er ólík menntun leik- og grunnskólakennara. Í flestum tilfellum ákveða framhaldsskólakennarar að leggja fyrir sig kennslu á síðari stigum náms síns, jafnvel eftir að grunngráðu eða meistaragráðu í tilteknu fagi er lokið. Framhaldsskólakennari með meistaragráðu í tiltekinni grein þarf þannig að bæta við sig 60 einingum í uppeldis- og kennslufræði til að fá leyfisbréf sem framhaldsskólakennari. Inntak námsins er aðallega sérhæfing í kennslugrein og minni áhersla á kennslufræði. Eðlilega er ekki samanburðarhæft hvort um er að ræða kennslu 18 ára nemenda eða 8 ára. Verði nýtt frumvarp um menntun kennara að lögum er veruleg hætta á að það halli á sérgreinakennslu í framhaldsskólum. Vegna kennslu fyrsta þreps áfanga í framhaldsskólum þarf þannig einungis 90 einingar í kennslugrein í stað 180 eininga áður. Það eru allir sammála um að skilin á milli skólastiga eru ekki klippt og skorin. Sveiganleiki til að kenna á aðliggjandi skólastigum er nauðsynlegur enda gera núgildandi lög ráð fyrir slíku. Í 21. grein núgildandi laga um menntun kennara er t.d. fjallað um að framhaldsskólakennarar hafi full réttindi til að kenna sína sérgrein í efstu bekkjum grunnskólans. Grunnskólakennarar að sama skapi geta kennt grunnáfanga framhaldsskóla að því gefnu að þeir hafi að lágmarki 120 einingar í sérhæfðri kennslugrein. Í þeim tilfellum þarf ekki að sækja um leyfi til undanþágunefndar eins og reyndar Umboðsmaður Alþingis hefur þegar staðfest með áliti sínu. Þeir eiga því rétt á ótímabundinni ráðningu og ekkert lagalegt því til fyrirstöðu að launasetja þá með sama hætti og aðra kennara með leyfisbréf á viðkomandi skólastigi. Það er því engin ástæða til að breyta núgildandi lögum undir yfirskini sveigjanleika og starfsöryggis kennara. Þótt hrossum sé smalað í rétt og opnað milli hólfa fjölgar þeim ekki. Ef við ætlum að draga úr kennaraskorti verður einfaldlega að bæta starfsumhverfi kennara og gera laun þeirra samkeppnishæf. Flóknara er það nú ekki og mun eitt leyfisbréf á hópinn engu breyta þar um.Guðríður ArnardóttirHöfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun