Frelsi til að grilla Katrín Atladóttir skrifar 5. mars 2019 07:00 Með bættum lífskjörum verða Íslendingar veraldarvanari. Algengt er að fólk ferðist víða um heim, verji tíma í stórborgum og jafnvel afli sér menntunar eða starfi erlendis. Það er vant fjölbreyttu borgarlífi sem og úrvali vöru og þjónustu. Það nýtur þess að heimsækja matarmarkaði og sælkerabúðir með fjölbreyttu úrvali ferskvöru, sem finna má í stórborgum. Það vill velja um jarðarber frá Spáni eða Íslandi og það hvort ferska steikin komi frá Hollandi eða Íslandi. Ég fagna frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem heimilar innflutning á ófrosnum landbúnaðarvörum í auknum mæli. Takmarkanir á innflutningi ferskvöru eru óheimilar samkvæmt EES-samningnum auk þess sem það er neytendum alltaf til hagsbóta að hafa val. Ábati neytenda af frumvarpinu er metinn á 900 milljónir króna en kostnaður af því að hlíta ekki EES-samningnum næmi milljörðum. Fryst nautakjöt hefur verið flutt til landsins í fjölda ára og er markaðshlutdeild þess um 23%. Þá hefur frysting lítil sem engin áhrif á veiru- og bakteríusjúkdóma í dýrum að mati yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis. Hér starfa öflugar stofnanir sem sinna eftirliti með innflutningi og þær munu, hér eftir sem hingað til, leggjast á eitt við að tryggja lýðheilsu og vernd búfjár. Ísland á í harðri samkeppni við önnur lönd um fólk. Það er allra hagur að ungt fólk velji að búa hér. Landið þarf að vera samkeppnishæft þegar kemur að hinum ýmsu lífsgæðum. Þá skapast hvati fyrir íslenskan landbúnað að gera sínar afurðir að fyrsta kosti. Það mun óhjákvæmilega ýta undir nýsköpun í greininni. Síðan tollar voru felldir niður af tómötum, gúrkum og papriku hefur framleiðsla hérlendis aukist hressilega auk þess sem neytendur höfðu mikinn ábata af breytingunni. Fyrst og fremst eigum við að treysta fólki. Við eigum að treysta íslenskum landbúnaði til að standast erlendum snúning, eftirlitsstofnunum til að sinna sínu eftirliti af myndugleika og ekki síst að treysta neytendum til að kjósa hvað þeir láta ofan í sig.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Með bættum lífskjörum verða Íslendingar veraldarvanari. Algengt er að fólk ferðist víða um heim, verji tíma í stórborgum og jafnvel afli sér menntunar eða starfi erlendis. Það er vant fjölbreyttu borgarlífi sem og úrvali vöru og þjónustu. Það nýtur þess að heimsækja matarmarkaði og sælkerabúðir með fjölbreyttu úrvali ferskvöru, sem finna má í stórborgum. Það vill velja um jarðarber frá Spáni eða Íslandi og það hvort ferska steikin komi frá Hollandi eða Íslandi. Ég fagna frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem heimilar innflutning á ófrosnum landbúnaðarvörum í auknum mæli. Takmarkanir á innflutningi ferskvöru eru óheimilar samkvæmt EES-samningnum auk þess sem það er neytendum alltaf til hagsbóta að hafa val. Ábati neytenda af frumvarpinu er metinn á 900 milljónir króna en kostnaður af því að hlíta ekki EES-samningnum næmi milljörðum. Fryst nautakjöt hefur verið flutt til landsins í fjölda ára og er markaðshlutdeild þess um 23%. Þá hefur frysting lítil sem engin áhrif á veiru- og bakteríusjúkdóma í dýrum að mati yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis. Hér starfa öflugar stofnanir sem sinna eftirliti með innflutningi og þær munu, hér eftir sem hingað til, leggjast á eitt við að tryggja lýðheilsu og vernd búfjár. Ísland á í harðri samkeppni við önnur lönd um fólk. Það er allra hagur að ungt fólk velji að búa hér. Landið þarf að vera samkeppnishæft þegar kemur að hinum ýmsu lífsgæðum. Þá skapast hvati fyrir íslenskan landbúnað að gera sínar afurðir að fyrsta kosti. Það mun óhjákvæmilega ýta undir nýsköpun í greininni. Síðan tollar voru felldir niður af tómötum, gúrkum og papriku hefur framleiðsla hérlendis aukist hressilega auk þess sem neytendur höfðu mikinn ábata af breytingunni. Fyrst og fremst eigum við að treysta fólki. Við eigum að treysta íslenskum landbúnaði til að standast erlendum snúning, eftirlitsstofnunum til að sinna sínu eftirliti af myndugleika og ekki síst að treysta neytendum til að kjósa hvað þeir láta ofan í sig.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun