Net, búð og bíll Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 08:30 Verslun á undir högg að sækja á rótgrónum verslunarstöðum í miðborginni, og víðar. Egill Helgason fjölmiðlamaður rölti á dögunum um sögufrægasta verslunarsvæði borgarinnar, við mót Laugavegar og Skólavörðustígs, og myndaði tóma búðarglugga á yfirgefnu verslunarhúsnæði. Hann sýndi okkur 9 galtóm rými sem flest hýstu áður tísku- eða hönnunarverslanir. Hann velti fyrir sér orsökunum án þess að komast að sérstakri niðurstöðu. Var það leiguverðið, skortur á viðskiptavinum, of margir ferðamenn eða einhæft mannlíf? Auðvitað er engin einhlít skýring. Leiguverð er greinilega of hátt, og opinber gjöld borgaryfirvalda sömuleiðis. Líklega er talsvert til í því að túristarnir, og varningurinn sem þeir vilja, fæli heimafólk, hinn hefðbundna viðskiptavin, frá. En meginskýringin hlýtur að vera breytingin sem er að verða á verslunarmynstri um allan heim. Netverslun verður sífellt stærri hluti af neyslumenningunni. Þeir sem tapa í nýjum veruleika eru auðvitað þeir sem reka hefðbundnar verslanir og finna ekki nýjar leiðir að viðskiptavinum sínum. Þetta er ekki séríslenskt. Á Manhattan stóð um 7% verslunarhúsnæðis autt að jafnaði fyrir örfáum árum. Nú er hlutfallið 25%. Í Bretlandi og Bandaríkjunum heyja hefðbundnir verslunarrisar dauðastríðið. Sears fór í gjaldþrot fyrir örfáum vikum, House of Fraser síðastliðið sumar. Teikn eru á lofti um að Debenhams muni ekki lifa af. Þessi rótgrónu verslunarveldi eiga það sameiginlegt að hafa dagað uppi. Þeim hefur ekki tekist að aðlaga sig netversluninni að neinu ráði, og sitja upp með leigusamninga sem eru fyrirtækjunum myllusteinn um háls. Á þeirra vegum eru hundruð stórverslana sem fólk á æ minna erindi við. Hér gildir það sama. Hagar ákváðu að draga saman seglin í rekstri fataverslana fyrir fáum árum – ekki að ástæðulausu. Stjórnendur stærsta smásölufyrirtækis landsins töldu það vonlausan slag við alþjóðlega netverslun og risafyrirtæki eins og H&M eða Lindex. Sumir halda því fram að verslun í miðbænum eigi undir högg að sækja vegna götulokana eða skorts á bílastæðum. Slíkar skýringar eru fjarstæðukenndar. Í borgum sem við viljum bera Reykjavík saman við er alls staðar verið að þrengja að einkabílnum og gera götur aðlaðandi fyrir gangandi. Þar fyrir utan er sennilega hvergi í miðborg viðlíka bílastæðaflæmi og í hjarta Reykjavíkur. Sú staðreynd að verslun í Reykjavík á undir högg að sækja hefur ekkert með bílastæði að gera. Þvert á móti er umferð um miðborgina margföld á við þann rósrauða tíma sem kaupmenn sem halda slíku fram vísa til. Það voru ekki götulokanir sem urðu hinni ágætu tónlistarbúð Hljómalind að aldurtila, heldur Spotify. Tómu gluggarnir í miðbænum eru hluti af alþjóðlegri þróun og það mun verða eitt helsta verkefni borgaryfirvalda, í Reykjavík og annars staðar, að stuðla að því að miðborgin dafni áfram í breyttri mynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Verslun á undir högg að sækja á rótgrónum verslunarstöðum í miðborginni, og víðar. Egill Helgason fjölmiðlamaður rölti á dögunum um sögufrægasta verslunarsvæði borgarinnar, við mót Laugavegar og Skólavörðustígs, og myndaði tóma búðarglugga á yfirgefnu verslunarhúsnæði. Hann sýndi okkur 9 galtóm rými sem flest hýstu áður tísku- eða hönnunarverslanir. Hann velti fyrir sér orsökunum án þess að komast að sérstakri niðurstöðu. Var það leiguverðið, skortur á viðskiptavinum, of margir ferðamenn eða einhæft mannlíf? Auðvitað er engin einhlít skýring. Leiguverð er greinilega of hátt, og opinber gjöld borgaryfirvalda sömuleiðis. Líklega er talsvert til í því að túristarnir, og varningurinn sem þeir vilja, fæli heimafólk, hinn hefðbundna viðskiptavin, frá. En meginskýringin hlýtur að vera breytingin sem er að verða á verslunarmynstri um allan heim. Netverslun verður sífellt stærri hluti af neyslumenningunni. Þeir sem tapa í nýjum veruleika eru auðvitað þeir sem reka hefðbundnar verslanir og finna ekki nýjar leiðir að viðskiptavinum sínum. Þetta er ekki séríslenskt. Á Manhattan stóð um 7% verslunarhúsnæðis autt að jafnaði fyrir örfáum árum. Nú er hlutfallið 25%. Í Bretlandi og Bandaríkjunum heyja hefðbundnir verslunarrisar dauðastríðið. Sears fór í gjaldþrot fyrir örfáum vikum, House of Fraser síðastliðið sumar. Teikn eru á lofti um að Debenhams muni ekki lifa af. Þessi rótgrónu verslunarveldi eiga það sameiginlegt að hafa dagað uppi. Þeim hefur ekki tekist að aðlaga sig netversluninni að neinu ráði, og sitja upp með leigusamninga sem eru fyrirtækjunum myllusteinn um háls. Á þeirra vegum eru hundruð stórverslana sem fólk á æ minna erindi við. Hér gildir það sama. Hagar ákváðu að draga saman seglin í rekstri fataverslana fyrir fáum árum – ekki að ástæðulausu. Stjórnendur stærsta smásölufyrirtækis landsins töldu það vonlausan slag við alþjóðlega netverslun og risafyrirtæki eins og H&M eða Lindex. Sumir halda því fram að verslun í miðbænum eigi undir högg að sækja vegna götulokana eða skorts á bílastæðum. Slíkar skýringar eru fjarstæðukenndar. Í borgum sem við viljum bera Reykjavík saman við er alls staðar verið að þrengja að einkabílnum og gera götur aðlaðandi fyrir gangandi. Þar fyrir utan er sennilega hvergi í miðborg viðlíka bílastæðaflæmi og í hjarta Reykjavíkur. Sú staðreynd að verslun í Reykjavík á undir högg að sækja hefur ekkert með bílastæði að gera. Þvert á móti er umferð um miðborgina margföld á við þann rósrauða tíma sem kaupmenn sem halda slíku fram vísa til. Það voru ekki götulokanir sem urðu hinni ágætu tónlistarbúð Hljómalind að aldurtila, heldur Spotify. Tómu gluggarnir í miðbænum eru hluti af alþjóðlegri þróun og það mun verða eitt helsta verkefni borgaryfirvalda, í Reykjavík og annars staðar, að stuðla að því að miðborgin dafni áfram í breyttri mynd.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun