Fær ekki lengur áfall við komu í heimabankann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. febrúar 2019 21:00 Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar veit líklega meira um íbúa eyjunnar en þeir vita um sjálfa sig. Reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár en bjartari tímar eru framundan að sögn verslunarstjórans.Hríseyjarbúðin hefur verið starfrækt í núverandi mynd frá árinu 2015 þegar eyjarskeggjar fengu nóg af því að engin verslun væri í eyjunni. Verslun var opnuð og skömmu síðar var Claudia Werdecker ráðinn sem verslunarstjóri. Claudia er frá Þýskalandi og er málfræðingur og því ef til vill ekki alveg augljóst hvernig hún endaði í Hrísey.„Mig langaði að prófa eitthvað allt annað og ég sá þessa stöðu auglýsta hérna og ég hugsaði, ég ætla bara að slá til. Ég ætla bara að gera það og þannig endaði ég í Hrísey,“ segir Claudia.Verslun í einhverri mynd hefur verið starfrækt í húsinu um árabil.Vísir/TryggviBara þrír Hríseyingar sem kaupa léttmjólk Claudia sækir sjálf vörurnar sem koma með ferjunni, raðar í hillur, sér um bókhaldið og afgreiðir auk þess sem hún er blaðberinn í eyjunni. Og líklega eru fáir sem þekkja Hríseyinga betur en verslunarstjórinn sjálfur. „Það er orðið þannig að þegar einhver kemur inn í búðina þá veit ég að hann mun sennilega kaupa þessa og þessa vöru og þegar hann vill borga með peningum þá vill hann ekki afrit en endilega fá aftrit þegar hann borgar með korti þannig að maður veit ýmislegt um fólkið hérna,“ segir Claudia. Helsta áskorunin er að mati Claudiu að stýra hvað sé selt í versluninni, enda er eftirspurnin mismunandi eftir árstíðum. „Birgðastjórnun er dálítið erfið hérna. Ég þarf eiginlega vita, okei, það er sumar, þá kemur fólk frá Reykjavík hingað. Það kaupir léttmjólk annars eru bara þrír aðilar í Hrísey sem kaupa léttmjólk þannig að yfir veturinn er lítil sala á léttmjólk en yfir sumarið er mun meiri sala á henni,“ segir Claudia.Sjá einnig:Grét þegar hún frétti að verslunin fengi milljóna styrk Og þjónustan er persónuleg. Viðskiptavinir geta lagt fram ýmsar beiðnir sem ekki eru í boði þegar verslað er við stórverslanir. „Já, ég sker gúrkur í tvennt. Ég sel einn fjórða haus af hvítkál. Þetta er allt hægt hérna. Þetta er kannski það sem þessi búð, þetta er þjónustan sem við viljum bjóða upp á. Það er hægt að kaupa ákveðnar vörur í litlum einingum,“ segir Claudia sem engu að síður mokar út rúsínum úr Costco í stórum pakkningum enda Hríseyingar vinir smáfuglanna.Hríseyingar líta gjarnan við í búðinni til þess að kaupa vörur, og spjalla.Vísir/TryggviErfitt en allt að koma Engu að síður er reksturinn erfiður en allt er þó á uppleið, tveggja milljóna króna styrkur á ári næstu þrjú árin frá hinu opinbera hjálpar þar mikið til. „Þetta hefur frá upphafi verið mjög erfiður rekstur. Þetta hefur undanfarið árið gengur betur myndi ég segja. Kannski ekkert hrikalega vel en ég fæ ekki lengur í hjartaáfall þegar ég lít inn í heimabanka en þetta er engu að síður gríðarlega erfiður rekstur og við höfum verið að leita allra leiða til þess að snúa þessum taprekstri við sem var alveg frá byrjun en þess vegna er líka kærkomið að fá þennan styrk,“ segir Claudia. Hrísey Neytendur Tengdar fréttir Grét þegar hún frétti að verslunin fengi milljóna styrk Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar grét af gleði er hún frétti af því að verslunin fengi tveggja milljón króna styrk á ári frá ríkinu til ársins 2021 til þess að renna styrkari stoðum undir reksturinn. 15. desember 2018 14:00 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar veit líklega meira um íbúa eyjunnar en þeir vita um sjálfa sig. Reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár en bjartari tímar eru framundan að sögn verslunarstjórans.Hríseyjarbúðin hefur verið starfrækt í núverandi mynd frá árinu 2015 þegar eyjarskeggjar fengu nóg af því að engin verslun væri í eyjunni. Verslun var opnuð og skömmu síðar var Claudia Werdecker ráðinn sem verslunarstjóri. Claudia er frá Þýskalandi og er málfræðingur og því ef til vill ekki alveg augljóst hvernig hún endaði í Hrísey.„Mig langaði að prófa eitthvað allt annað og ég sá þessa stöðu auglýsta hérna og ég hugsaði, ég ætla bara að slá til. Ég ætla bara að gera það og þannig endaði ég í Hrísey,“ segir Claudia.Verslun í einhverri mynd hefur verið starfrækt í húsinu um árabil.Vísir/TryggviBara þrír Hríseyingar sem kaupa léttmjólk Claudia sækir sjálf vörurnar sem koma með ferjunni, raðar í hillur, sér um bókhaldið og afgreiðir auk þess sem hún er blaðberinn í eyjunni. Og líklega eru fáir sem þekkja Hríseyinga betur en verslunarstjórinn sjálfur. „Það er orðið þannig að þegar einhver kemur inn í búðina þá veit ég að hann mun sennilega kaupa þessa og þessa vöru og þegar hann vill borga með peningum þá vill hann ekki afrit en endilega fá aftrit þegar hann borgar með korti þannig að maður veit ýmislegt um fólkið hérna,“ segir Claudia. Helsta áskorunin er að mati Claudiu að stýra hvað sé selt í versluninni, enda er eftirspurnin mismunandi eftir árstíðum. „Birgðastjórnun er dálítið erfið hérna. Ég þarf eiginlega vita, okei, það er sumar, þá kemur fólk frá Reykjavík hingað. Það kaupir léttmjólk annars eru bara þrír aðilar í Hrísey sem kaupa léttmjólk þannig að yfir veturinn er lítil sala á léttmjólk en yfir sumarið er mun meiri sala á henni,“ segir Claudia.Sjá einnig:Grét þegar hún frétti að verslunin fengi milljóna styrk Og þjónustan er persónuleg. Viðskiptavinir geta lagt fram ýmsar beiðnir sem ekki eru í boði þegar verslað er við stórverslanir. „Já, ég sker gúrkur í tvennt. Ég sel einn fjórða haus af hvítkál. Þetta er allt hægt hérna. Þetta er kannski það sem þessi búð, þetta er þjónustan sem við viljum bjóða upp á. Það er hægt að kaupa ákveðnar vörur í litlum einingum,“ segir Claudia sem engu að síður mokar út rúsínum úr Costco í stórum pakkningum enda Hríseyingar vinir smáfuglanna.Hríseyingar líta gjarnan við í búðinni til þess að kaupa vörur, og spjalla.Vísir/TryggviErfitt en allt að koma Engu að síður er reksturinn erfiður en allt er þó á uppleið, tveggja milljóna króna styrkur á ári næstu þrjú árin frá hinu opinbera hjálpar þar mikið til. „Þetta hefur frá upphafi verið mjög erfiður rekstur. Þetta hefur undanfarið árið gengur betur myndi ég segja. Kannski ekkert hrikalega vel en ég fæ ekki lengur í hjartaáfall þegar ég lít inn í heimabanka en þetta er engu að síður gríðarlega erfiður rekstur og við höfum verið að leita allra leiða til þess að snúa þessum taprekstri við sem var alveg frá byrjun en þess vegna er líka kærkomið að fá þennan styrk,“ segir Claudia.
Hrísey Neytendur Tengdar fréttir Grét þegar hún frétti að verslunin fengi milljóna styrk Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar grét af gleði er hún frétti af því að verslunin fengi tveggja milljón króna styrk á ári frá ríkinu til ársins 2021 til þess að renna styrkari stoðum undir reksturinn. 15. desember 2018 14:00 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Grét þegar hún frétti að verslunin fengi milljóna styrk Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar grét af gleði er hún frétti af því að verslunin fengi tveggja milljón króna styrk á ári frá ríkinu til ársins 2021 til þess að renna styrkari stoðum undir reksturinn. 15. desember 2018 14:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent