Grét þegar hún frétti að verslunin fengi milljóna styrk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2018 14:00 Hríseyjarbúðin er ein af sex verslunum á landsbyggðinni sem hljóta munu styrki frá samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu sem ætlað er að styðja verslun í skilgreindu strjábýli, Aðsend Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar grét af gleði er hún frétti af því að verslunin fengi tveggja milljón króna styrk á ári frá ríkinu til ársins 2021 til þess að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Hríseyjarbúðin er ein af sex verslunum á landsbyggðinni sem hljóta munu styrki frá samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu sem ætlað er að styðja verslun í skilgreindu strjábýli, fjarri stórum þjónustukjörnum þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar. Verslunin fær alls 6,3 milljónir í styrk, 300 þúsund krónur vegna ársins í ár og tvær milljónir næstu þrjú árin. Claudia Werdecker, verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar, er afar ánægð með styrkveitinguna og grét að eigin sögn af gleði þegar hún fékk fréttirnar. „Þetta er gríðarlega erfiður rekstur og þessi búð hefur ekki staðið undir sér því miður. Við höfum reynt það og erum að reyna að reka þessa búð á núlli en það hefur bara ekki gengið upp. Það er alveg mjög gott að fá líka pening til lengri tíma þá er maður ekki alltaf að hugsa um vorið er þetta að fara í gjaldþrot núna eða ekki?“ Lang mest er að gera í versluninni á sumrin og byggir reksturinn á því að nóg komi í kassann yfir sumartímann svo hægt sé að sinna íbúum eyjunnar yfir veturinn en það gengur hins vegar ekki alltaf eftir. „Það þarf eiginlega nefnilega ekki hærri upphæð en þetta til að halda þessari búð gangandi þegar það er enginn utanaðkomandi peningur er þetta varla hægt.“ Engin verslun var í eyjunni um skeið eftir að júllabúð lagði upp laupana árið 2015 vegna erfiðra rekstrarskilyrða. Félag um nýja verslun var stofnað skömmu síðar og um fimmtíu hluthafar eiga hlut í versluninni, mestmegnis eyjaskeggjar. Þeim finnst að sögn Claudiu afar mikilvægt að geta verslað í heimabyggð. „Þetta félag var náttúrulega stofnað til að komast til móts við þessa þörf hérna. Það vantaði búð þess vegna er náttúrulega eðlilega líka opið yfir veturinn.“ Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar grét af gleði er hún frétti af því að verslunin fengi tveggja milljón króna styrk á ári frá ríkinu til ársins 2021 til þess að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Hríseyjarbúðin er ein af sex verslunum á landsbyggðinni sem hljóta munu styrki frá samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu sem ætlað er að styðja verslun í skilgreindu strjábýli, fjarri stórum þjónustukjörnum þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar. Verslunin fær alls 6,3 milljónir í styrk, 300 þúsund krónur vegna ársins í ár og tvær milljónir næstu þrjú árin. Claudia Werdecker, verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar, er afar ánægð með styrkveitinguna og grét að eigin sögn af gleði þegar hún fékk fréttirnar. „Þetta er gríðarlega erfiður rekstur og þessi búð hefur ekki staðið undir sér því miður. Við höfum reynt það og erum að reyna að reka þessa búð á núlli en það hefur bara ekki gengið upp. Það er alveg mjög gott að fá líka pening til lengri tíma þá er maður ekki alltaf að hugsa um vorið er þetta að fara í gjaldþrot núna eða ekki?“ Lang mest er að gera í versluninni á sumrin og byggir reksturinn á því að nóg komi í kassann yfir sumartímann svo hægt sé að sinna íbúum eyjunnar yfir veturinn en það gengur hins vegar ekki alltaf eftir. „Það þarf eiginlega nefnilega ekki hærri upphæð en þetta til að halda þessari búð gangandi þegar það er enginn utanaðkomandi peningur er þetta varla hægt.“ Engin verslun var í eyjunni um skeið eftir að júllabúð lagði upp laupana árið 2015 vegna erfiðra rekstrarskilyrða. Félag um nýja verslun var stofnað skömmu síðar og um fimmtíu hluthafar eiga hlut í versluninni, mestmegnis eyjaskeggjar. Þeim finnst að sögn Claudiu afar mikilvægt að geta verslað í heimabyggð. „Þetta félag var náttúrulega stofnað til að komast til móts við þessa þörf hérna. Það vantaði búð þess vegna er náttúrulega eðlilega líka opið yfir veturinn.“
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun