Fær ekki lengur áfall við komu í heimabankann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. febrúar 2019 21:00 Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar veit líklega meira um íbúa eyjunnar en þeir vita um sjálfa sig. Reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár en bjartari tímar eru framundan að sögn verslunarstjórans.Hríseyjarbúðin hefur verið starfrækt í núverandi mynd frá árinu 2015 þegar eyjarskeggjar fengu nóg af því að engin verslun væri í eyjunni. Verslun var opnuð og skömmu síðar var Claudia Werdecker ráðinn sem verslunarstjóri. Claudia er frá Þýskalandi og er málfræðingur og því ef til vill ekki alveg augljóst hvernig hún endaði í Hrísey.„Mig langaði að prófa eitthvað allt annað og ég sá þessa stöðu auglýsta hérna og ég hugsaði, ég ætla bara að slá til. Ég ætla bara að gera það og þannig endaði ég í Hrísey,“ segir Claudia.Verslun í einhverri mynd hefur verið starfrækt í húsinu um árabil.Vísir/TryggviBara þrír Hríseyingar sem kaupa léttmjólk Claudia sækir sjálf vörurnar sem koma með ferjunni, raðar í hillur, sér um bókhaldið og afgreiðir auk þess sem hún er blaðberinn í eyjunni. Og líklega eru fáir sem þekkja Hríseyinga betur en verslunarstjórinn sjálfur. „Það er orðið þannig að þegar einhver kemur inn í búðina þá veit ég að hann mun sennilega kaupa þessa og þessa vöru og þegar hann vill borga með peningum þá vill hann ekki afrit en endilega fá aftrit þegar hann borgar með korti þannig að maður veit ýmislegt um fólkið hérna,“ segir Claudia. Helsta áskorunin er að mati Claudiu að stýra hvað sé selt í versluninni, enda er eftirspurnin mismunandi eftir árstíðum. „Birgðastjórnun er dálítið erfið hérna. Ég þarf eiginlega vita, okei, það er sumar, þá kemur fólk frá Reykjavík hingað. Það kaupir léttmjólk annars eru bara þrír aðilar í Hrísey sem kaupa léttmjólk þannig að yfir veturinn er lítil sala á léttmjólk en yfir sumarið er mun meiri sala á henni,“ segir Claudia.Sjá einnig:Grét þegar hún frétti að verslunin fengi milljóna styrk Og þjónustan er persónuleg. Viðskiptavinir geta lagt fram ýmsar beiðnir sem ekki eru í boði þegar verslað er við stórverslanir. „Já, ég sker gúrkur í tvennt. Ég sel einn fjórða haus af hvítkál. Þetta er allt hægt hérna. Þetta er kannski það sem þessi búð, þetta er þjónustan sem við viljum bjóða upp á. Það er hægt að kaupa ákveðnar vörur í litlum einingum,“ segir Claudia sem engu að síður mokar út rúsínum úr Costco í stórum pakkningum enda Hríseyingar vinir smáfuglanna.Hríseyingar líta gjarnan við í búðinni til þess að kaupa vörur, og spjalla.Vísir/TryggviErfitt en allt að koma Engu að síður er reksturinn erfiður en allt er þó á uppleið, tveggja milljóna króna styrkur á ári næstu þrjú árin frá hinu opinbera hjálpar þar mikið til. „Þetta hefur frá upphafi verið mjög erfiður rekstur. Þetta hefur undanfarið árið gengur betur myndi ég segja. Kannski ekkert hrikalega vel en ég fæ ekki lengur í hjartaáfall þegar ég lít inn í heimabanka en þetta er engu að síður gríðarlega erfiður rekstur og við höfum verið að leita allra leiða til þess að snúa þessum taprekstri við sem var alveg frá byrjun en þess vegna er líka kærkomið að fá þennan styrk,“ segir Claudia. Hrísey Neytendur Tengdar fréttir Grét þegar hún frétti að verslunin fengi milljóna styrk Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar grét af gleði er hún frétti af því að verslunin fengi tveggja milljón króna styrk á ári frá ríkinu til ársins 2021 til þess að renna styrkari stoðum undir reksturinn. 15. desember 2018 14:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar veit líklega meira um íbúa eyjunnar en þeir vita um sjálfa sig. Reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár en bjartari tímar eru framundan að sögn verslunarstjórans.Hríseyjarbúðin hefur verið starfrækt í núverandi mynd frá árinu 2015 þegar eyjarskeggjar fengu nóg af því að engin verslun væri í eyjunni. Verslun var opnuð og skömmu síðar var Claudia Werdecker ráðinn sem verslunarstjóri. Claudia er frá Þýskalandi og er málfræðingur og því ef til vill ekki alveg augljóst hvernig hún endaði í Hrísey.„Mig langaði að prófa eitthvað allt annað og ég sá þessa stöðu auglýsta hérna og ég hugsaði, ég ætla bara að slá til. Ég ætla bara að gera það og þannig endaði ég í Hrísey,“ segir Claudia.Verslun í einhverri mynd hefur verið starfrækt í húsinu um árabil.Vísir/TryggviBara þrír Hríseyingar sem kaupa léttmjólk Claudia sækir sjálf vörurnar sem koma með ferjunni, raðar í hillur, sér um bókhaldið og afgreiðir auk þess sem hún er blaðberinn í eyjunni. Og líklega eru fáir sem þekkja Hríseyinga betur en verslunarstjórinn sjálfur. „Það er orðið þannig að þegar einhver kemur inn í búðina þá veit ég að hann mun sennilega kaupa þessa og þessa vöru og þegar hann vill borga með peningum þá vill hann ekki afrit en endilega fá aftrit þegar hann borgar með korti þannig að maður veit ýmislegt um fólkið hérna,“ segir Claudia. Helsta áskorunin er að mati Claudiu að stýra hvað sé selt í versluninni, enda er eftirspurnin mismunandi eftir árstíðum. „Birgðastjórnun er dálítið erfið hérna. Ég þarf eiginlega vita, okei, það er sumar, þá kemur fólk frá Reykjavík hingað. Það kaupir léttmjólk annars eru bara þrír aðilar í Hrísey sem kaupa léttmjólk þannig að yfir veturinn er lítil sala á léttmjólk en yfir sumarið er mun meiri sala á henni,“ segir Claudia.Sjá einnig:Grét þegar hún frétti að verslunin fengi milljóna styrk Og þjónustan er persónuleg. Viðskiptavinir geta lagt fram ýmsar beiðnir sem ekki eru í boði þegar verslað er við stórverslanir. „Já, ég sker gúrkur í tvennt. Ég sel einn fjórða haus af hvítkál. Þetta er allt hægt hérna. Þetta er kannski það sem þessi búð, þetta er þjónustan sem við viljum bjóða upp á. Það er hægt að kaupa ákveðnar vörur í litlum einingum,“ segir Claudia sem engu að síður mokar út rúsínum úr Costco í stórum pakkningum enda Hríseyingar vinir smáfuglanna.Hríseyingar líta gjarnan við í búðinni til þess að kaupa vörur, og spjalla.Vísir/TryggviErfitt en allt að koma Engu að síður er reksturinn erfiður en allt er þó á uppleið, tveggja milljóna króna styrkur á ári næstu þrjú árin frá hinu opinbera hjálpar þar mikið til. „Þetta hefur frá upphafi verið mjög erfiður rekstur. Þetta hefur undanfarið árið gengur betur myndi ég segja. Kannski ekkert hrikalega vel en ég fæ ekki lengur í hjartaáfall þegar ég lít inn í heimabanka en þetta er engu að síður gríðarlega erfiður rekstur og við höfum verið að leita allra leiða til þess að snúa þessum taprekstri við sem var alveg frá byrjun en þess vegna er líka kærkomið að fá þennan styrk,“ segir Claudia.
Hrísey Neytendur Tengdar fréttir Grét þegar hún frétti að verslunin fengi milljóna styrk Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar grét af gleði er hún frétti af því að verslunin fengi tveggja milljón króna styrk á ári frá ríkinu til ársins 2021 til þess að renna styrkari stoðum undir reksturinn. 15. desember 2018 14:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Grét þegar hún frétti að verslunin fengi milljóna styrk Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar grét af gleði er hún frétti af því að verslunin fengi tveggja milljón króna styrk á ári frá ríkinu til ársins 2021 til þess að renna styrkari stoðum undir reksturinn. 15. desember 2018 14:00