Kepa varð skúrkurinn Hjörvar Ólafsson skrifar 25. febrúar 2019 09:00 Kepa Arrizabalaga vísir/getty Það gerist ekki oft að markverðir verða blórabögglar þegar lið tapa leikjum í vítaspyrnukeppni. Þjálfarateymi Chelsea hugsar hins vegar Kepa Arrizabalaga, markverði liðsins, líklega þegjandi þörfina eftir tap liðsins fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins í gær. Leikur liðanna var markalaus í venjulegum leiktíma og það sama var uppi á teningnum í framlengingunni. Þegar framlengingunni var í þann mund að ljúka hugðist Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, skipta Kepa af velli og setja Willy Caballero í markið fyrir vítaspyrnukeppnina. Kepa var hins vegar ekki sammála þessari skiptingu og harðneitaði að fara af velli. Kepa og Ítalirnir Sarri og Gianfranco Zola skiptust á skoðunum um þessa ákvörðun markvarðarins í smá tíma og sveif suðrænn tilfinningahiti yfir vötnum þegar næstu skref í málinu voru rædd. Að lokum fékk Kepa sínu framgengt og stóð hann á milli stanganna í vítaspyrnukeppninni. Þar varði hann reyndar spyrnu Leroy Sané en hefði klárlega getað gert betur þegar Sergio Agüero kom boltanum fram hjá honum. Jorginho og David Luiz brenndu af sínum spyrnum fyrir Chelsea. Cesar Azpilicueta, Emerson og Eden Hazard skiluðu boltanum hins vegar rétta leið fyrir Chelesa. Ilkay Gundogan, Sergio Agüero, Bernardo Silva og Raheem Sterling skoruðu aftur á móti úr sínum spyrnum fyrir Manchester City og sáu til þess að liðið varði titil sinn í keppninni. Manchester City hefur nú unnið þessa keppni alls sex sinnum og fjórum sinnum á síðustu sex keppnistímabilum. Staða Sarri var ótrygg fyrir þennan leik en eftir brösugt gengi í undanförnum leikum er sæti hans afar heitt. Nú virðist sem hann njóti ekki skilyrðislausrar virðingar frá markverði sínum og spurning hvort stjórn félagsins sé á bandi leikmannsins eða knattspyrnustjórans. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Það gerist ekki oft að markverðir verða blórabögglar þegar lið tapa leikjum í vítaspyrnukeppni. Þjálfarateymi Chelsea hugsar hins vegar Kepa Arrizabalaga, markverði liðsins, líklega þegjandi þörfina eftir tap liðsins fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins í gær. Leikur liðanna var markalaus í venjulegum leiktíma og það sama var uppi á teningnum í framlengingunni. Þegar framlengingunni var í þann mund að ljúka hugðist Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, skipta Kepa af velli og setja Willy Caballero í markið fyrir vítaspyrnukeppnina. Kepa var hins vegar ekki sammála þessari skiptingu og harðneitaði að fara af velli. Kepa og Ítalirnir Sarri og Gianfranco Zola skiptust á skoðunum um þessa ákvörðun markvarðarins í smá tíma og sveif suðrænn tilfinningahiti yfir vötnum þegar næstu skref í málinu voru rædd. Að lokum fékk Kepa sínu framgengt og stóð hann á milli stanganna í vítaspyrnukeppninni. Þar varði hann reyndar spyrnu Leroy Sané en hefði klárlega getað gert betur þegar Sergio Agüero kom boltanum fram hjá honum. Jorginho og David Luiz brenndu af sínum spyrnum fyrir Chelsea. Cesar Azpilicueta, Emerson og Eden Hazard skiluðu boltanum hins vegar rétta leið fyrir Chelesa. Ilkay Gundogan, Sergio Agüero, Bernardo Silva og Raheem Sterling skoruðu aftur á móti úr sínum spyrnum fyrir Manchester City og sáu til þess að liðið varði titil sinn í keppninni. Manchester City hefur nú unnið þessa keppni alls sex sinnum og fjórum sinnum á síðustu sex keppnistímabilum. Staða Sarri var ótrygg fyrir þennan leik en eftir brösugt gengi í undanförnum leikum er sæti hans afar heitt. Nú virðist sem hann njóti ekki skilyrðislausrar virðingar frá markverði sínum og spurning hvort stjórn félagsins sé á bandi leikmannsins eða knattspyrnustjórans.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira