Leiðsögn erlendra ferðamanna er alvöru starfsgrein Sigríður Guðmundsdóttir og Helga Snævarr Kristjánsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 07:45 Þann 21. febrúar var alþjóðadagur leiðsögumanna. Félag leiðsögumanna var stofnað árið 1972 og frá upphafi hafa starfandi leiðsögumenn beitt sér fyrir því að gæða- og menntunarkröfur fylgdu starfi þeirra. Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna skipaði árið 2017 starfshóp, sem í sátu fulltrúar Leiðsagnar, SAF og Ferðamálastofu og vann hann vandaða úttekt á menntaframboði í leiðsögn hér á landi. Til grundvallar úttektinni lagði hópurinn Evrópustaðal um menntun leiðsögumanna, ÍST EN 15565:2008. Niðurstaðan var samræmd kortlagning fyrirliggjandi náms sem opnar möguleika á raunfærnimati þeirra sem ekki hafa lokið formlegu námi við þær menntastofnanir sem útskrifa leiðsögumenn samkvæmt Evrópustaðli en hyggja á eða starfa við leiðsögn. Því kemur það afar illa við okkur leiðsögumenn að heyra orð ráðherra ferðamála, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, í svörum við svohljóðandi fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns á Alþingi þann 7. febrúar sl.: „Hefur ráðherra uppi áform um lögverndun á starfsheiti leiðsögumanna? […]: Hefur ráðherra áform um að móta lágmarkskröfur varðandi nám í þessum fræðum sem yrðu þá undirstaða slíkrar lögverndunar?“ Í öllu svari ráðherra ber á hugtakaruglingi því þingmaður spyr um lögverndun starfsheitis sem ráðherra greinilega ruglar saman við löggildingu starfs.Helga Snævarr Kristjánsdóttir leiðsögumaðurRáðherra telur litla þörf á samræmdri menntun leiðsögumanna, betra sé að ábyrgð og ákvarðanir um slíkt hvíli á ferðaþjónustuaðila. Hún vísar í vettvangsferð sem farin var til Nýja-Sjálands á síðasta ári: „ekki einu sinni þar er gerð krafa um tiltekna menntun leiðsögumanna eftir því sem okkur var sagt í ferðinni. Krafan er fyrst og fremst á fyrirtækin, þ.e. að þau fái skráningu í sinni tegund ævintýraferðamennsku, hafi öryggisáætlanir og fylgi þeim eftir. Það er töluvert eftirlit með því.“ Ráðherra sér fleiri annmarka, s.s. að slíkar kvaðir gætu útilokað skemmtilegt og frótt fólk frá störfum: „En svo eru það einmitt líka, bara til að hnykkja aðeins á þessu varðandi löggildinguna [sic], stundum svona einstaklingar sem eru kannski með bestu þekkinguna á staðháttum, kunna söguna, jafnvel að margar kynslóðir hafi verið á þessu landi og þekki hlutina vel. Það er mikil upplifun fyrir erlenda ferðamenn að fá að fylgja þeim. Þeir eru kannski ekki faglærðir en samt sem áður eru gæðin mikil og þeir uppfylla þær kröfur sem fyrirtæki ættu almennt að setja sér.“ Ráðherra telur einnig EES-samninginn hafa áhrif: „ómögulegt væri fyrir okkur að banna einfaldlega leiðsögumönnum, hvort sem þeir eru menntaðir eða ekki, að koma hingað til lands og leiðsegja erlendum ferðamönnum.“ Fullyrðing sem stenst ekki, allur háttur er á þessu innan EES-svæðisins. Að síðustu nefnir ráðherra stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar: „sem er m.a. og aðallega til að auka gæði og þekkingu og það byggir á Vegvísi.“ Í Vegvísi þessum sem gefinn var út af Stjórnstöð ferðmála í október 2015 segir m.a.: „Ferðaþjo´nusta er þekkingargrein sem byggist a´ starfsfo´lki, hæfni þess og þekkingu […]. Þa´ þarf að laða hæft starfsfo´lk að greininni og tryggja aðgang að þekkingu, fræðslu og menntun. […] Stuðla þarf að eflingu styttri, hagny´tra na´msbrauta og byggja bry´r milli formlegs na´ms og o´formlegs, m.a. með þvi´ að auka svigru´m i´ na´mskra´ fyrir na´msmat og raunfærnimat sem byggist a´ reynslu og þekkingu einstaklinga.“ Það er erfitt að sjá hvernig opinber markmið Vegvísis og afstaða ráðherra til leiðsögumanna og menntunar þeirra fara saman. Vissulega skal tekið tillit til hugtakaruglings ráðherra, en engu að síður virðist skína í gegn mikil vanþekking á eðli ferðaþjónustunnar og starfi okkar leiðsögumanna. Íslenskir leiðsögumenn eru reynslumikið fólk á ferð um landið allt, á vegum, sjó, jöklum og fjöllum í öllum veðrum, að nóttu og degi, á öllum árstímum að leiðsegja hér útlendingum, að ógleymdu öryggishlutverkinu, en mega þola það að hver sem er má kalla sig leiðsögumann og ekkert gæðaeftirlit er með því hvað telst ferð með leiðsögn. Ofan í kaupið færist mjög í aukana að hingað sé sent erlent starfsfólk, án atvinnuleyfis eða launagreiðslna skv. íslenskum kjarasamningum. Fólk sem oft þekkir hvorki staðhætti né þjóðina sem byggir landið, en undirbýður vinnu okkar meðan ráðamenn vefa sér Pótemkíntjöld með skýrslum og Vegvísum. Við leiðsögumenn teljum okkur og gesti okkar einfaldlega eiga betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Þann 21. febrúar var alþjóðadagur leiðsögumanna. Félag leiðsögumanna var stofnað árið 1972 og frá upphafi hafa starfandi leiðsögumenn beitt sér fyrir því að gæða- og menntunarkröfur fylgdu starfi þeirra. Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna skipaði árið 2017 starfshóp, sem í sátu fulltrúar Leiðsagnar, SAF og Ferðamálastofu og vann hann vandaða úttekt á menntaframboði í leiðsögn hér á landi. Til grundvallar úttektinni lagði hópurinn Evrópustaðal um menntun leiðsögumanna, ÍST EN 15565:2008. Niðurstaðan var samræmd kortlagning fyrirliggjandi náms sem opnar möguleika á raunfærnimati þeirra sem ekki hafa lokið formlegu námi við þær menntastofnanir sem útskrifa leiðsögumenn samkvæmt Evrópustaðli en hyggja á eða starfa við leiðsögn. Því kemur það afar illa við okkur leiðsögumenn að heyra orð ráðherra ferðamála, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, í svörum við svohljóðandi fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns á Alþingi þann 7. febrúar sl.: „Hefur ráðherra uppi áform um lögverndun á starfsheiti leiðsögumanna? […]: Hefur ráðherra áform um að móta lágmarkskröfur varðandi nám í þessum fræðum sem yrðu þá undirstaða slíkrar lögverndunar?“ Í öllu svari ráðherra ber á hugtakaruglingi því þingmaður spyr um lögverndun starfsheitis sem ráðherra greinilega ruglar saman við löggildingu starfs.Helga Snævarr Kristjánsdóttir leiðsögumaðurRáðherra telur litla þörf á samræmdri menntun leiðsögumanna, betra sé að ábyrgð og ákvarðanir um slíkt hvíli á ferðaþjónustuaðila. Hún vísar í vettvangsferð sem farin var til Nýja-Sjálands á síðasta ári: „ekki einu sinni þar er gerð krafa um tiltekna menntun leiðsögumanna eftir því sem okkur var sagt í ferðinni. Krafan er fyrst og fremst á fyrirtækin, þ.e. að þau fái skráningu í sinni tegund ævintýraferðamennsku, hafi öryggisáætlanir og fylgi þeim eftir. Það er töluvert eftirlit með því.“ Ráðherra sér fleiri annmarka, s.s. að slíkar kvaðir gætu útilokað skemmtilegt og frótt fólk frá störfum: „En svo eru það einmitt líka, bara til að hnykkja aðeins á þessu varðandi löggildinguna [sic], stundum svona einstaklingar sem eru kannski með bestu þekkinguna á staðháttum, kunna söguna, jafnvel að margar kynslóðir hafi verið á þessu landi og þekki hlutina vel. Það er mikil upplifun fyrir erlenda ferðamenn að fá að fylgja þeim. Þeir eru kannski ekki faglærðir en samt sem áður eru gæðin mikil og þeir uppfylla þær kröfur sem fyrirtæki ættu almennt að setja sér.“ Ráðherra telur einnig EES-samninginn hafa áhrif: „ómögulegt væri fyrir okkur að banna einfaldlega leiðsögumönnum, hvort sem þeir eru menntaðir eða ekki, að koma hingað til lands og leiðsegja erlendum ferðamönnum.“ Fullyrðing sem stenst ekki, allur háttur er á þessu innan EES-svæðisins. Að síðustu nefnir ráðherra stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar: „sem er m.a. og aðallega til að auka gæði og þekkingu og það byggir á Vegvísi.“ Í Vegvísi þessum sem gefinn var út af Stjórnstöð ferðmála í október 2015 segir m.a.: „Ferðaþjo´nusta er þekkingargrein sem byggist a´ starfsfo´lki, hæfni þess og þekkingu […]. Þa´ þarf að laða hæft starfsfo´lk að greininni og tryggja aðgang að þekkingu, fræðslu og menntun. […] Stuðla þarf að eflingu styttri, hagny´tra na´msbrauta og byggja bry´r milli formlegs na´ms og o´formlegs, m.a. með þvi´ að auka svigru´m i´ na´mskra´ fyrir na´msmat og raunfærnimat sem byggist a´ reynslu og þekkingu einstaklinga.“ Það er erfitt að sjá hvernig opinber markmið Vegvísis og afstaða ráðherra til leiðsögumanna og menntunar þeirra fara saman. Vissulega skal tekið tillit til hugtakaruglings ráðherra, en engu að síður virðist skína í gegn mikil vanþekking á eðli ferðaþjónustunnar og starfi okkar leiðsögumanna. Íslenskir leiðsögumenn eru reynslumikið fólk á ferð um landið allt, á vegum, sjó, jöklum og fjöllum í öllum veðrum, að nóttu og degi, á öllum árstímum að leiðsegja hér útlendingum, að ógleymdu öryggishlutverkinu, en mega þola það að hver sem er má kalla sig leiðsögumann og ekkert gæðaeftirlit er með því hvað telst ferð með leiðsögn. Ofan í kaupið færist mjög í aukana að hingað sé sent erlent starfsfólk, án atvinnuleyfis eða launagreiðslna skv. íslenskum kjarasamningum. Fólk sem oft þekkir hvorki staðhætti né þjóðina sem byggir landið, en undirbýður vinnu okkar meðan ráðamenn vefa sér Pótemkíntjöld með skýrslum og Vegvísum. Við leiðsögumenn teljum okkur og gesti okkar einfaldlega eiga betra skilið.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun