Stöðugleikaskattur, sáttamöguleiki í kjaradeilu? Þórólfur Matthíasson skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar tillögur í skattamálum þriðjudaginn nítjánda febrúar. Í tillögunum felst stefnubreyting hvað varðar uppbyggingu tekjuskattskerfisins: Skattþrepum er fjölgað og stefnt að nokkurri lækkun persónuafsláttar. Þeim fjármunum er varið til frekari lækkunar lægsta skattþrepsins en ella hefði orðið. Jafnframt er dregið úr umfangi samsköttunar hjóna/sambýlisfólks þar sem ekki er lengur hægt að samnýta skattþrep. Persónuafsláttur er þó áfram 100% yfirfæranlegur sem getur dregið mjög úr ávinningi tekjulágs maka að fara út á vinnumarkaðinn. Síðast en ekki síst eru ætlunin að lögfesta að viðmiðunartölur hækki í takt við verðlag og framleiðniþróun. Öll þessi atriði flytja tekjuskattskerfið íslenska í átt að tekjuskattskerfum nágranna okkar á Norðurlöndum. Breytingarnar eru því „ágætis byrjun“. Kostnaður ríkissjóðs vegna aðgerðanna er í samræmi við áform sem kynnt voru í fjárlagaáætlun og fjárlögum fyrir alllöngu síðan. Tillögunum var mætt með hurðaskellum og ókvæðisorðum af hálfu róttækasta hluta verkalýðshreyfingarinnar. Svo virðist sem aðiljar hafi átt von á að frásagnir í sjónvarpsauglýsingum af bágum kjörum láglaunafólks myndu fá ríkisstjórnina til að sprengja 2ja mánaða gamlan fjárlagaramma í tætlur án frekari umræðu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að ríkisbankastjórar, forstjórar oháeffa og háeffa auk alþingismanna og ráðherra hafa notið drjúgra hækkana á gildistíma þeirra kjarasamninga sem nú eru útrunnir. Fyrir utanaðkomandi virðist sem þessar launahækkanir forstjóranna lúti lögmálum bræðranna Einbjörns, Tvíbjörns og Þríbjörns. Oháeff forstjóri situr kannski í stjórn háeffs og hækkar laun kollega síns sem síðan launar greiðann á næsta stjórnarfundi oháeffsins. Síðan eru laun alþingismanna hækkuð með vísan til hækkunar hinna. Hugtök eins og stöðugleiki eða framleiðni eða framleiðniaukning koma hvergi við sögu í þessari hringekju ástarinnar í stjórnarherbergjum atvinnulífsins. Fyrrverandi fjármálaráðherra reyndi að hægja á hringekjunni með eindregnum tilmælum. Það hafði svipuð áhrif og að biðja íþróttaálfinn að hætta að borða grænmeti. Sé ásetningur hins opinbera sá að hafa áhrif á launasetningu toppanna í atvinnulífinu duga bænarbréfin skammt. Því vakti það undirrituðum nokkra undrun að í skattatillögunum frá því á þriðjudag skyldi ekki settur á einhvers konar stöðugleikaskattur, til dæmis í því formi að á launatekjur umfram 30 milljónir króna á ári (2,5 milljónir á mánuði) legðist sérstakt stöðugleikaþrep á bilinu 55-70%. Þá kæmi einnig til álita að fara í smiðju til skattayfirvalda í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þar er reglan sú að launakostnaður umfram 1 milljón dollara á ári hjá helstu stjórnendum fyrirtækja er ekki frádráttarbær frá skatti fyrirtækjanna (sjá https://www.stanfordlawreview.org/online/hidden-tax-cost-executive-compensation/). Slík regla, sem mætti kalla stöðugleikaframlag stórfyrirtækja, aðlöguð að íslenskum aðstæðum með lækkun viðmiðunarfjárhæða, ætti að geta minnkað vilja eigenda fyrirtækja til að greiða forstjórum ofurlaun og gæti þannig dregið úr hraðanum á launahringekjunni í stjórnarherbergjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skattar og tollar Þórólfur Matthíasson Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar tillögur í skattamálum þriðjudaginn nítjánda febrúar. Í tillögunum felst stefnubreyting hvað varðar uppbyggingu tekjuskattskerfisins: Skattþrepum er fjölgað og stefnt að nokkurri lækkun persónuafsláttar. Þeim fjármunum er varið til frekari lækkunar lægsta skattþrepsins en ella hefði orðið. Jafnframt er dregið úr umfangi samsköttunar hjóna/sambýlisfólks þar sem ekki er lengur hægt að samnýta skattþrep. Persónuafsláttur er þó áfram 100% yfirfæranlegur sem getur dregið mjög úr ávinningi tekjulágs maka að fara út á vinnumarkaðinn. Síðast en ekki síst eru ætlunin að lögfesta að viðmiðunartölur hækki í takt við verðlag og framleiðniþróun. Öll þessi atriði flytja tekjuskattskerfið íslenska í átt að tekjuskattskerfum nágranna okkar á Norðurlöndum. Breytingarnar eru því „ágætis byrjun“. Kostnaður ríkissjóðs vegna aðgerðanna er í samræmi við áform sem kynnt voru í fjárlagaáætlun og fjárlögum fyrir alllöngu síðan. Tillögunum var mætt með hurðaskellum og ókvæðisorðum af hálfu róttækasta hluta verkalýðshreyfingarinnar. Svo virðist sem aðiljar hafi átt von á að frásagnir í sjónvarpsauglýsingum af bágum kjörum láglaunafólks myndu fá ríkisstjórnina til að sprengja 2ja mánaða gamlan fjárlagaramma í tætlur án frekari umræðu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að ríkisbankastjórar, forstjórar oháeffa og háeffa auk alþingismanna og ráðherra hafa notið drjúgra hækkana á gildistíma þeirra kjarasamninga sem nú eru útrunnir. Fyrir utanaðkomandi virðist sem þessar launahækkanir forstjóranna lúti lögmálum bræðranna Einbjörns, Tvíbjörns og Þríbjörns. Oháeff forstjóri situr kannski í stjórn háeffs og hækkar laun kollega síns sem síðan launar greiðann á næsta stjórnarfundi oháeffsins. Síðan eru laun alþingismanna hækkuð með vísan til hækkunar hinna. Hugtök eins og stöðugleiki eða framleiðni eða framleiðniaukning koma hvergi við sögu í þessari hringekju ástarinnar í stjórnarherbergjum atvinnulífsins. Fyrrverandi fjármálaráðherra reyndi að hægja á hringekjunni með eindregnum tilmælum. Það hafði svipuð áhrif og að biðja íþróttaálfinn að hætta að borða grænmeti. Sé ásetningur hins opinbera sá að hafa áhrif á launasetningu toppanna í atvinnulífinu duga bænarbréfin skammt. Því vakti það undirrituðum nokkra undrun að í skattatillögunum frá því á þriðjudag skyldi ekki settur á einhvers konar stöðugleikaskattur, til dæmis í því formi að á launatekjur umfram 30 milljónir króna á ári (2,5 milljónir á mánuði) legðist sérstakt stöðugleikaþrep á bilinu 55-70%. Þá kæmi einnig til álita að fara í smiðju til skattayfirvalda í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þar er reglan sú að launakostnaður umfram 1 milljón dollara á ári hjá helstu stjórnendum fyrirtækja er ekki frádráttarbær frá skatti fyrirtækjanna (sjá https://www.stanfordlawreview.org/online/hidden-tax-cost-executive-compensation/). Slík regla, sem mætti kalla stöðugleikaframlag stórfyrirtækja, aðlöguð að íslenskum aðstæðum með lækkun viðmiðunarfjárhæða, ætti að geta minnkað vilja eigenda fyrirtækja til að greiða forstjórum ofurlaun og gæti þannig dregið úr hraðanum á launahringekjunni í stjórnarherbergjunum.
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun