Stöðugleikaskattur, sáttamöguleiki í kjaradeilu? Þórólfur Matthíasson skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar tillögur í skattamálum þriðjudaginn nítjánda febrúar. Í tillögunum felst stefnubreyting hvað varðar uppbyggingu tekjuskattskerfisins: Skattþrepum er fjölgað og stefnt að nokkurri lækkun persónuafsláttar. Þeim fjármunum er varið til frekari lækkunar lægsta skattþrepsins en ella hefði orðið. Jafnframt er dregið úr umfangi samsköttunar hjóna/sambýlisfólks þar sem ekki er lengur hægt að samnýta skattþrep. Persónuafsláttur er þó áfram 100% yfirfæranlegur sem getur dregið mjög úr ávinningi tekjulágs maka að fara út á vinnumarkaðinn. Síðast en ekki síst eru ætlunin að lögfesta að viðmiðunartölur hækki í takt við verðlag og framleiðniþróun. Öll þessi atriði flytja tekjuskattskerfið íslenska í átt að tekjuskattskerfum nágranna okkar á Norðurlöndum. Breytingarnar eru því „ágætis byrjun“. Kostnaður ríkissjóðs vegna aðgerðanna er í samræmi við áform sem kynnt voru í fjárlagaáætlun og fjárlögum fyrir alllöngu síðan. Tillögunum var mætt með hurðaskellum og ókvæðisorðum af hálfu róttækasta hluta verkalýðshreyfingarinnar. Svo virðist sem aðiljar hafi átt von á að frásagnir í sjónvarpsauglýsingum af bágum kjörum láglaunafólks myndu fá ríkisstjórnina til að sprengja 2ja mánaða gamlan fjárlagaramma í tætlur án frekari umræðu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að ríkisbankastjórar, forstjórar oháeffa og háeffa auk alþingismanna og ráðherra hafa notið drjúgra hækkana á gildistíma þeirra kjarasamninga sem nú eru útrunnir. Fyrir utanaðkomandi virðist sem þessar launahækkanir forstjóranna lúti lögmálum bræðranna Einbjörns, Tvíbjörns og Þríbjörns. Oháeff forstjóri situr kannski í stjórn háeffs og hækkar laun kollega síns sem síðan launar greiðann á næsta stjórnarfundi oháeffsins. Síðan eru laun alþingismanna hækkuð með vísan til hækkunar hinna. Hugtök eins og stöðugleiki eða framleiðni eða framleiðniaukning koma hvergi við sögu í þessari hringekju ástarinnar í stjórnarherbergjum atvinnulífsins. Fyrrverandi fjármálaráðherra reyndi að hægja á hringekjunni með eindregnum tilmælum. Það hafði svipuð áhrif og að biðja íþróttaálfinn að hætta að borða grænmeti. Sé ásetningur hins opinbera sá að hafa áhrif á launasetningu toppanna í atvinnulífinu duga bænarbréfin skammt. Því vakti það undirrituðum nokkra undrun að í skattatillögunum frá því á þriðjudag skyldi ekki settur á einhvers konar stöðugleikaskattur, til dæmis í því formi að á launatekjur umfram 30 milljónir króna á ári (2,5 milljónir á mánuði) legðist sérstakt stöðugleikaþrep á bilinu 55-70%. Þá kæmi einnig til álita að fara í smiðju til skattayfirvalda í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þar er reglan sú að launakostnaður umfram 1 milljón dollara á ári hjá helstu stjórnendum fyrirtækja er ekki frádráttarbær frá skatti fyrirtækjanna (sjá https://www.stanfordlawreview.org/online/hidden-tax-cost-executive-compensation/). Slík regla, sem mætti kalla stöðugleikaframlag stórfyrirtækja, aðlöguð að íslenskum aðstæðum með lækkun viðmiðunarfjárhæða, ætti að geta minnkað vilja eigenda fyrirtækja til að greiða forstjórum ofurlaun og gæti þannig dregið úr hraðanum á launahringekjunni í stjórnarherbergjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skattar og tollar Þórólfur Matthíasson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar tillögur í skattamálum þriðjudaginn nítjánda febrúar. Í tillögunum felst stefnubreyting hvað varðar uppbyggingu tekjuskattskerfisins: Skattþrepum er fjölgað og stefnt að nokkurri lækkun persónuafsláttar. Þeim fjármunum er varið til frekari lækkunar lægsta skattþrepsins en ella hefði orðið. Jafnframt er dregið úr umfangi samsköttunar hjóna/sambýlisfólks þar sem ekki er lengur hægt að samnýta skattþrep. Persónuafsláttur er þó áfram 100% yfirfæranlegur sem getur dregið mjög úr ávinningi tekjulágs maka að fara út á vinnumarkaðinn. Síðast en ekki síst eru ætlunin að lögfesta að viðmiðunartölur hækki í takt við verðlag og framleiðniþróun. Öll þessi atriði flytja tekjuskattskerfið íslenska í átt að tekjuskattskerfum nágranna okkar á Norðurlöndum. Breytingarnar eru því „ágætis byrjun“. Kostnaður ríkissjóðs vegna aðgerðanna er í samræmi við áform sem kynnt voru í fjárlagaáætlun og fjárlögum fyrir alllöngu síðan. Tillögunum var mætt með hurðaskellum og ókvæðisorðum af hálfu róttækasta hluta verkalýðshreyfingarinnar. Svo virðist sem aðiljar hafi átt von á að frásagnir í sjónvarpsauglýsingum af bágum kjörum láglaunafólks myndu fá ríkisstjórnina til að sprengja 2ja mánaða gamlan fjárlagaramma í tætlur án frekari umræðu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að ríkisbankastjórar, forstjórar oháeffa og háeffa auk alþingismanna og ráðherra hafa notið drjúgra hækkana á gildistíma þeirra kjarasamninga sem nú eru útrunnir. Fyrir utanaðkomandi virðist sem þessar launahækkanir forstjóranna lúti lögmálum bræðranna Einbjörns, Tvíbjörns og Þríbjörns. Oháeff forstjóri situr kannski í stjórn háeffs og hækkar laun kollega síns sem síðan launar greiðann á næsta stjórnarfundi oháeffsins. Síðan eru laun alþingismanna hækkuð með vísan til hækkunar hinna. Hugtök eins og stöðugleiki eða framleiðni eða framleiðniaukning koma hvergi við sögu í þessari hringekju ástarinnar í stjórnarherbergjum atvinnulífsins. Fyrrverandi fjármálaráðherra reyndi að hægja á hringekjunni með eindregnum tilmælum. Það hafði svipuð áhrif og að biðja íþróttaálfinn að hætta að borða grænmeti. Sé ásetningur hins opinbera sá að hafa áhrif á launasetningu toppanna í atvinnulífinu duga bænarbréfin skammt. Því vakti það undirrituðum nokkra undrun að í skattatillögunum frá því á þriðjudag skyldi ekki settur á einhvers konar stöðugleikaskattur, til dæmis í því formi að á launatekjur umfram 30 milljónir króna á ári (2,5 milljónir á mánuði) legðist sérstakt stöðugleikaþrep á bilinu 55-70%. Þá kæmi einnig til álita að fara í smiðju til skattayfirvalda í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þar er reglan sú að launakostnaður umfram 1 milljón dollara á ári hjá helstu stjórnendum fyrirtækja er ekki frádráttarbær frá skatti fyrirtækjanna (sjá https://www.stanfordlawreview.org/online/hidden-tax-cost-executive-compensation/). Slík regla, sem mætti kalla stöðugleikaframlag stórfyrirtækja, aðlöguð að íslenskum aðstæðum með lækkun viðmiðunarfjárhæða, ætti að geta minnkað vilja eigenda fyrirtækja til að greiða forstjórum ofurlaun og gæti þannig dregið úr hraðanum á launahringekjunni í stjórnarherbergjunum.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun