Dýrkeypt fórn Gunnlaugur Stefánsson skrifar 27. febrúar 2019 07:45 Með því að leyfa opið sjókvíaeldi með norskum laxi er verið að fórna villtum íslenskum laxastofnum. Það er dýrkeypt fórn. Reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir það. Það er líka pólitísk ákvörðun og tekin á upplýstum grundvelli. Getgátur eldismanna um að laxeldi með norskum stofnum í opnum sjókvíum fari vel með verndum villtra laxastofna eru ekki aðeins léttvægar, heldur beinlínis rangar. En áhættan er mikil fyrir lífskjör fólksins í brotthættum byggðum sem byggir framtíð sína á opnu sjókvíaeldi. Svo er táknrænt fyrir norsku eldisfyrirtækin, að höfuðstöðvar þeirra á Íslandi eru ekki á eldissvæðunum, heldur á höfuðborgarsvæðinu. Samherji réðst í uppbyggingu í laxeldi á tíunda áratug síðustu aldar í Norðfirði og Mjóafirði, byggði m.a. fullkomið laxasláturhús í Neskaupstað og stór orð féllu um nýsköpun í atvinnulífinu og Grandi lét til sín taka í eldinu í Berufirði. Bæði þessi íslensku fyrirtæki gáfust upp. Í eldi Samherja var það marglyttan sem gerði útslagið. Hvað verður um byggðirnar og fólkið, sem treystir á norska laxeldið, þegar uppgjöfin blasir við og norsku auðrisarnir hverfa af braut ævintýra sinna á Íslandi? Eitt hafísár gæti valdið því, myndarleg hvalaganga sem engum netkvíum eirir eða samstaða neytenda í heiminum um að sniðganga afurðir úr svona eldi. Eftir stendur þá fólkið í byggðunum með enn eitt hrunið í fanginu og villtir laxastofnar í sárum. Opið sjókvíaeldi á Íslandi er þyrnum stráð. Norska bylgjan í eldinu hefur ekki farið varhluta af því. Fiskur sleppur og veldur erfðablöndun í íslenskum stofnum, mengun skaðar lífríkið, sjúkdómar og lúsin herja, ytri aðstæður með köldum sjó og vályndum veðrum ógna. En skammtímagróðinn er freistandi. Stofnkostnaður er lítill og einfalt að hætta og fara. Norsku auðrisarnir eru á flótta frá heimkynnum sínum vegna slæmrar reynslu þar fyrir umhverfið og leita logandi ljósi að nýjum svæðum með netin sín. Á Íslandi er þeim tekið opnum örmum, boðið upp á ókeypis eldissvæði, sem þarf að borga marga milljarða fyrir í Noregi, gatslitin eftirlitskerfi og stjórnmálamenn sem láta sig umhverfið litlu skipta. Þar gildir að lafir á meðan ég lifi. Við höfum einstakt tækifæri til að setja okkur metnaðarfull markmið í fiskeldi. Allt eldi upp á land eða í lokuð kerfi. Unnið er markvisst samkvæmt því víða í nágrannalöndum okkar í ljósi hrikalegrar reynslu af opna sjókvíaeldinu. Norsku auðrisarnir segja að það sé ekki nógu gróðavænlegt og hóta þá að hætta eldinu í brothættum byggðum á Íslandi. Samt á sér stað lokað fiskeldi hér á landi og myndarlega að verki staðið. Það er hagkvæmara en sjókvíaeldið þegar til lengri tíma er litið og alltaf umhverfis- og búsetuvænna. En norsku auðrisarnir horfa í skammtímagróða og ganga eins langt og þeir geta. Hvaða tryggingar hefur fólkið í eldisbyggðunum þegar allt fer á versta veg? Tímabært er að spyrja um það í ljósi reynslunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Með því að leyfa opið sjókvíaeldi með norskum laxi er verið að fórna villtum íslenskum laxastofnum. Það er dýrkeypt fórn. Reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir það. Það er líka pólitísk ákvörðun og tekin á upplýstum grundvelli. Getgátur eldismanna um að laxeldi með norskum stofnum í opnum sjókvíum fari vel með verndum villtra laxastofna eru ekki aðeins léttvægar, heldur beinlínis rangar. En áhættan er mikil fyrir lífskjör fólksins í brotthættum byggðum sem byggir framtíð sína á opnu sjókvíaeldi. Svo er táknrænt fyrir norsku eldisfyrirtækin, að höfuðstöðvar þeirra á Íslandi eru ekki á eldissvæðunum, heldur á höfuðborgarsvæðinu. Samherji réðst í uppbyggingu í laxeldi á tíunda áratug síðustu aldar í Norðfirði og Mjóafirði, byggði m.a. fullkomið laxasláturhús í Neskaupstað og stór orð féllu um nýsköpun í atvinnulífinu og Grandi lét til sín taka í eldinu í Berufirði. Bæði þessi íslensku fyrirtæki gáfust upp. Í eldi Samherja var það marglyttan sem gerði útslagið. Hvað verður um byggðirnar og fólkið, sem treystir á norska laxeldið, þegar uppgjöfin blasir við og norsku auðrisarnir hverfa af braut ævintýra sinna á Íslandi? Eitt hafísár gæti valdið því, myndarleg hvalaganga sem engum netkvíum eirir eða samstaða neytenda í heiminum um að sniðganga afurðir úr svona eldi. Eftir stendur þá fólkið í byggðunum með enn eitt hrunið í fanginu og villtir laxastofnar í sárum. Opið sjókvíaeldi á Íslandi er þyrnum stráð. Norska bylgjan í eldinu hefur ekki farið varhluta af því. Fiskur sleppur og veldur erfðablöndun í íslenskum stofnum, mengun skaðar lífríkið, sjúkdómar og lúsin herja, ytri aðstæður með köldum sjó og vályndum veðrum ógna. En skammtímagróðinn er freistandi. Stofnkostnaður er lítill og einfalt að hætta og fara. Norsku auðrisarnir eru á flótta frá heimkynnum sínum vegna slæmrar reynslu þar fyrir umhverfið og leita logandi ljósi að nýjum svæðum með netin sín. Á Íslandi er þeim tekið opnum örmum, boðið upp á ókeypis eldissvæði, sem þarf að borga marga milljarða fyrir í Noregi, gatslitin eftirlitskerfi og stjórnmálamenn sem láta sig umhverfið litlu skipta. Þar gildir að lafir á meðan ég lifi. Við höfum einstakt tækifæri til að setja okkur metnaðarfull markmið í fiskeldi. Allt eldi upp á land eða í lokuð kerfi. Unnið er markvisst samkvæmt því víða í nágrannalöndum okkar í ljósi hrikalegrar reynslu af opna sjókvíaeldinu. Norsku auðrisarnir segja að það sé ekki nógu gróðavænlegt og hóta þá að hætta eldinu í brothættum byggðum á Íslandi. Samt á sér stað lokað fiskeldi hér á landi og myndarlega að verki staðið. Það er hagkvæmara en sjókvíaeldið þegar til lengri tíma er litið og alltaf umhverfis- og búsetuvænna. En norsku auðrisarnir horfa í skammtímagróða og ganga eins langt og þeir geta. Hvaða tryggingar hefur fólkið í eldisbyggðunum þegar allt fer á versta veg? Tímabært er að spyrja um það í ljósi reynslunnar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar