Dýrkeypt fórn Gunnlaugur Stefánsson skrifar 27. febrúar 2019 07:45 Með því að leyfa opið sjókvíaeldi með norskum laxi er verið að fórna villtum íslenskum laxastofnum. Það er dýrkeypt fórn. Reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir það. Það er líka pólitísk ákvörðun og tekin á upplýstum grundvelli. Getgátur eldismanna um að laxeldi með norskum stofnum í opnum sjókvíum fari vel með verndum villtra laxastofna eru ekki aðeins léttvægar, heldur beinlínis rangar. En áhættan er mikil fyrir lífskjör fólksins í brotthættum byggðum sem byggir framtíð sína á opnu sjókvíaeldi. Svo er táknrænt fyrir norsku eldisfyrirtækin, að höfuðstöðvar þeirra á Íslandi eru ekki á eldissvæðunum, heldur á höfuðborgarsvæðinu. Samherji réðst í uppbyggingu í laxeldi á tíunda áratug síðustu aldar í Norðfirði og Mjóafirði, byggði m.a. fullkomið laxasláturhús í Neskaupstað og stór orð féllu um nýsköpun í atvinnulífinu og Grandi lét til sín taka í eldinu í Berufirði. Bæði þessi íslensku fyrirtæki gáfust upp. Í eldi Samherja var það marglyttan sem gerði útslagið. Hvað verður um byggðirnar og fólkið, sem treystir á norska laxeldið, þegar uppgjöfin blasir við og norsku auðrisarnir hverfa af braut ævintýra sinna á Íslandi? Eitt hafísár gæti valdið því, myndarleg hvalaganga sem engum netkvíum eirir eða samstaða neytenda í heiminum um að sniðganga afurðir úr svona eldi. Eftir stendur þá fólkið í byggðunum með enn eitt hrunið í fanginu og villtir laxastofnar í sárum. Opið sjókvíaeldi á Íslandi er þyrnum stráð. Norska bylgjan í eldinu hefur ekki farið varhluta af því. Fiskur sleppur og veldur erfðablöndun í íslenskum stofnum, mengun skaðar lífríkið, sjúkdómar og lúsin herja, ytri aðstæður með köldum sjó og vályndum veðrum ógna. En skammtímagróðinn er freistandi. Stofnkostnaður er lítill og einfalt að hætta og fara. Norsku auðrisarnir eru á flótta frá heimkynnum sínum vegna slæmrar reynslu þar fyrir umhverfið og leita logandi ljósi að nýjum svæðum með netin sín. Á Íslandi er þeim tekið opnum örmum, boðið upp á ókeypis eldissvæði, sem þarf að borga marga milljarða fyrir í Noregi, gatslitin eftirlitskerfi og stjórnmálamenn sem láta sig umhverfið litlu skipta. Þar gildir að lafir á meðan ég lifi. Við höfum einstakt tækifæri til að setja okkur metnaðarfull markmið í fiskeldi. Allt eldi upp á land eða í lokuð kerfi. Unnið er markvisst samkvæmt því víða í nágrannalöndum okkar í ljósi hrikalegrar reynslu af opna sjókvíaeldinu. Norsku auðrisarnir segja að það sé ekki nógu gróðavænlegt og hóta þá að hætta eldinu í brothættum byggðum á Íslandi. Samt á sér stað lokað fiskeldi hér á landi og myndarlega að verki staðið. Það er hagkvæmara en sjókvíaeldið þegar til lengri tíma er litið og alltaf umhverfis- og búsetuvænna. En norsku auðrisarnir horfa í skammtímagróða og ganga eins langt og þeir geta. Hvaða tryggingar hefur fólkið í eldisbyggðunum þegar allt fer á versta veg? Tímabært er að spyrja um það í ljósi reynslunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Með því að leyfa opið sjókvíaeldi með norskum laxi er verið að fórna villtum íslenskum laxastofnum. Það er dýrkeypt fórn. Reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir það. Það er líka pólitísk ákvörðun og tekin á upplýstum grundvelli. Getgátur eldismanna um að laxeldi með norskum stofnum í opnum sjókvíum fari vel með verndum villtra laxastofna eru ekki aðeins léttvægar, heldur beinlínis rangar. En áhættan er mikil fyrir lífskjör fólksins í brotthættum byggðum sem byggir framtíð sína á opnu sjókvíaeldi. Svo er táknrænt fyrir norsku eldisfyrirtækin, að höfuðstöðvar þeirra á Íslandi eru ekki á eldissvæðunum, heldur á höfuðborgarsvæðinu. Samherji réðst í uppbyggingu í laxeldi á tíunda áratug síðustu aldar í Norðfirði og Mjóafirði, byggði m.a. fullkomið laxasláturhús í Neskaupstað og stór orð féllu um nýsköpun í atvinnulífinu og Grandi lét til sín taka í eldinu í Berufirði. Bæði þessi íslensku fyrirtæki gáfust upp. Í eldi Samherja var það marglyttan sem gerði útslagið. Hvað verður um byggðirnar og fólkið, sem treystir á norska laxeldið, þegar uppgjöfin blasir við og norsku auðrisarnir hverfa af braut ævintýra sinna á Íslandi? Eitt hafísár gæti valdið því, myndarleg hvalaganga sem engum netkvíum eirir eða samstaða neytenda í heiminum um að sniðganga afurðir úr svona eldi. Eftir stendur þá fólkið í byggðunum með enn eitt hrunið í fanginu og villtir laxastofnar í sárum. Opið sjókvíaeldi á Íslandi er þyrnum stráð. Norska bylgjan í eldinu hefur ekki farið varhluta af því. Fiskur sleppur og veldur erfðablöndun í íslenskum stofnum, mengun skaðar lífríkið, sjúkdómar og lúsin herja, ytri aðstæður með köldum sjó og vályndum veðrum ógna. En skammtímagróðinn er freistandi. Stofnkostnaður er lítill og einfalt að hætta og fara. Norsku auðrisarnir eru á flótta frá heimkynnum sínum vegna slæmrar reynslu þar fyrir umhverfið og leita logandi ljósi að nýjum svæðum með netin sín. Á Íslandi er þeim tekið opnum örmum, boðið upp á ókeypis eldissvæði, sem þarf að borga marga milljarða fyrir í Noregi, gatslitin eftirlitskerfi og stjórnmálamenn sem láta sig umhverfið litlu skipta. Þar gildir að lafir á meðan ég lifi. Við höfum einstakt tækifæri til að setja okkur metnaðarfull markmið í fiskeldi. Allt eldi upp á land eða í lokuð kerfi. Unnið er markvisst samkvæmt því víða í nágrannalöndum okkar í ljósi hrikalegrar reynslu af opna sjókvíaeldinu. Norsku auðrisarnir segja að það sé ekki nógu gróðavænlegt og hóta þá að hætta eldinu í brothættum byggðum á Íslandi. Samt á sér stað lokað fiskeldi hér á landi og myndarlega að verki staðið. Það er hagkvæmara en sjókvíaeldið þegar til lengri tíma er litið og alltaf umhverfis- og búsetuvænna. En norsku auðrisarnir horfa í skammtímagróða og ganga eins langt og þeir geta. Hvaða tryggingar hefur fólkið í eldisbyggðunum þegar allt fer á versta veg? Tímabært er að spyrja um það í ljósi reynslunnar.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar