Gætu stöðvað viðskipti með fasteignasjóði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. febrúar 2019 09:45 Fjárfestar hafa í auknum mæli tekið fjármagn úr fasteignasjóðum því þeir óttast að Brexit muni hafa slæm áhrif á starfsemi þeirra. Vísir/getty Fitch Rating varar við því að fasteignasjóðir í Bretlandi gætu stöðvað viðskipti með bréf sín á næstu vikum vegna óróleika í tengslum við Brexit. Fjárfestar munu þá ekki geta selt bréf sín í sjóðunum en það varð raunin þegar Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu í júní 2016. Þetta kemur fram í frétt Financial Times. Fram kemur í greiningu Fitch Rating að ólíklegt sé að fasteignasjóðir sem hægt er að eiga viðskipti með á hverjum degi geti mætt útflæði ef það vex verulega. Sjóðirnir mæta útflæði með því að selja atvinnuhúsnæði í sinni eigu en það tekur töluverðan tíma. Slíkir sjóðir gefa fjárfestum færi á að eiga viðskipti með fasteignir innan dags sem ella getur verið tímafrekt. Fitch Rating segir að fjárfestar gætu brugðist harðar við á næstu vikum en við kosningunum árið 2016, einkum ef niðurstaðan verður útganga úr Evrópusambandinu án samnings. Greinendurnir telja að sjóðirnir hafi ekki yfir nægu lausafé að ráða til að hægt sé að eiga viðskipti með bréf þeirra við þær kringumstæður. Fjárfestar hafa í auknum mæli tekið fjármagn úr fasteignasjóðum því þeir óttast að Brexit muni hafa slæm áhrif á starfsemi þeirra. Um er að ræða hundruð milljóna punda á undanförnum mánuðum. Í desember drógu fjárfestar 315 milljónir punda úr slíkum sjóðum sem er svipuð fjárhæð og tveimur mánuðum eftir atkvæðagreiðsluna um útgöngu úr Evrópusambandinu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fitch Rating varar við því að fasteignasjóðir í Bretlandi gætu stöðvað viðskipti með bréf sín á næstu vikum vegna óróleika í tengslum við Brexit. Fjárfestar munu þá ekki geta selt bréf sín í sjóðunum en það varð raunin þegar Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu í júní 2016. Þetta kemur fram í frétt Financial Times. Fram kemur í greiningu Fitch Rating að ólíklegt sé að fasteignasjóðir sem hægt er að eiga viðskipti með á hverjum degi geti mætt útflæði ef það vex verulega. Sjóðirnir mæta útflæði með því að selja atvinnuhúsnæði í sinni eigu en það tekur töluverðan tíma. Slíkir sjóðir gefa fjárfestum færi á að eiga viðskipti með fasteignir innan dags sem ella getur verið tímafrekt. Fitch Rating segir að fjárfestar gætu brugðist harðar við á næstu vikum en við kosningunum árið 2016, einkum ef niðurstaðan verður útganga úr Evrópusambandinu án samnings. Greinendurnir telja að sjóðirnir hafi ekki yfir nægu lausafé að ráða til að hægt sé að eiga viðskipti með bréf þeirra við þær kringumstæður. Fjárfestar hafa í auknum mæli tekið fjármagn úr fasteignasjóðum því þeir óttast að Brexit muni hafa slæm áhrif á starfsemi þeirra. Um er að ræða hundruð milljóna punda á undanförnum mánuðum. Í desember drógu fjárfestar 315 milljónir punda úr slíkum sjóðum sem er svipuð fjárhæð og tveimur mánuðum eftir atkvæðagreiðsluna um útgöngu úr Evrópusambandinu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent