Gætu stöðvað viðskipti með fasteignasjóði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. febrúar 2019 09:45 Fjárfestar hafa í auknum mæli tekið fjármagn úr fasteignasjóðum því þeir óttast að Brexit muni hafa slæm áhrif á starfsemi þeirra. Vísir/getty Fitch Rating varar við því að fasteignasjóðir í Bretlandi gætu stöðvað viðskipti með bréf sín á næstu vikum vegna óróleika í tengslum við Brexit. Fjárfestar munu þá ekki geta selt bréf sín í sjóðunum en það varð raunin þegar Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu í júní 2016. Þetta kemur fram í frétt Financial Times. Fram kemur í greiningu Fitch Rating að ólíklegt sé að fasteignasjóðir sem hægt er að eiga viðskipti með á hverjum degi geti mætt útflæði ef það vex verulega. Sjóðirnir mæta útflæði með því að selja atvinnuhúsnæði í sinni eigu en það tekur töluverðan tíma. Slíkir sjóðir gefa fjárfestum færi á að eiga viðskipti með fasteignir innan dags sem ella getur verið tímafrekt. Fitch Rating segir að fjárfestar gætu brugðist harðar við á næstu vikum en við kosningunum árið 2016, einkum ef niðurstaðan verður útganga úr Evrópusambandinu án samnings. Greinendurnir telja að sjóðirnir hafi ekki yfir nægu lausafé að ráða til að hægt sé að eiga viðskipti með bréf þeirra við þær kringumstæður. Fjárfestar hafa í auknum mæli tekið fjármagn úr fasteignasjóðum því þeir óttast að Brexit muni hafa slæm áhrif á starfsemi þeirra. Um er að ræða hundruð milljóna punda á undanförnum mánuðum. Í desember drógu fjárfestar 315 milljónir punda úr slíkum sjóðum sem er svipuð fjárhæð og tveimur mánuðum eftir atkvæðagreiðsluna um útgöngu úr Evrópusambandinu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fitch Rating varar við því að fasteignasjóðir í Bretlandi gætu stöðvað viðskipti með bréf sín á næstu vikum vegna óróleika í tengslum við Brexit. Fjárfestar munu þá ekki geta selt bréf sín í sjóðunum en það varð raunin þegar Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu í júní 2016. Þetta kemur fram í frétt Financial Times. Fram kemur í greiningu Fitch Rating að ólíklegt sé að fasteignasjóðir sem hægt er að eiga viðskipti með á hverjum degi geti mætt útflæði ef það vex verulega. Sjóðirnir mæta útflæði með því að selja atvinnuhúsnæði í sinni eigu en það tekur töluverðan tíma. Slíkir sjóðir gefa fjárfestum færi á að eiga viðskipti með fasteignir innan dags sem ella getur verið tímafrekt. Fitch Rating segir að fjárfestar gætu brugðist harðar við á næstu vikum en við kosningunum árið 2016, einkum ef niðurstaðan verður útganga úr Evrópusambandinu án samnings. Greinendurnir telja að sjóðirnir hafi ekki yfir nægu lausafé að ráða til að hægt sé að eiga viðskipti með bréf þeirra við þær kringumstæður. Fjárfestar hafa í auknum mæli tekið fjármagn úr fasteignasjóðum því þeir óttast að Brexit muni hafa slæm áhrif á starfsemi þeirra. Um er að ræða hundruð milljóna punda á undanförnum mánuðum. Í desember drógu fjárfestar 315 milljónir punda úr slíkum sjóðum sem er svipuð fjárhæð og tveimur mánuðum eftir atkvæðagreiðsluna um útgöngu úr Evrópusambandinu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira