Svikapóstar og fjársvik Hópur skrifar 27. febrúar 2019 08:15 Mikið hefur borið á því í fréttum nýlega að íslensk fyrirtæki eru að lenda í fjársvikum í formi svikapósta. Þessi tegund netglæpa felst í því að óprúttnir aðilar reyna að blekkja fólk með trúverðugum tölvupóstum (e. phishing). Slíkir aðilar stunda það að brjóta sér leið inn í tölvupóstkerfi fyrirtækja og vakta tölvupóstsamskipti með það fyrir augum að komast yfir fjármuni eða upplýsingar. Umfang þessara netglæpa er óþekkt þar sem glæpirnir eru í mörgum tilvikum ekki kærðir en ljóst er að fjöldi þeirra hefur aukist mikið síðustu ár. Með svolítilli rannsóknarvinnu og góðri vöktun getur hinn óprúttni aðili til dæmis fundið út hvaða einstaklingur innan fyrirtækisins hefur heimild til að senda út og greiða reikninga í nafni þess. Óprúttni aðilinn kemur sér inn í samskipti þess aðila og fer að svara í nafni fyrirtækisins. Í samskiptum sínum gefur hann upp falskt reikningsnúmer sem viðkomandi hefur aðgang að. Er þetta allt gert þannig að hvorki viðskiptamaðurinn né viðskiptavinurinn verða varir við eitthvað óvenjulegt. Þegar greiðslan hefur verið innt af hendi er viðskiptavinurinn búinn að tapa sínum pening og fyrirtækið fær ekki greitt fyrir vöru sína eða þjónustu. Önnur svik sem einnig eru algeng eru þau að fyrirtæki fá senda til sín reikninga sem átt hefur verið við. Reikningarnir eru þá gefnir út í nafni þess birgis sem fyrirtækið er vant að versla við eða í nafni falsks félags. Til þess að þessi svik gangi upp þarf gjaldkerinn að greiða reikninginn án þess að staðfesta hann eða hver greiðandinn er. Þriðja tegundin af svikapóstum sem borið hefur mikið á eru svokölluð „CEO svik“ sem á íslensku kallast stjórnendasvik. Hér kemst óprúttni aðilinn inn í tölvupóstkerfi fyrirtækisins og tekur yfir pósthólf þess stjórnanda sem er í samskiptum við gjaldkera og hefur heimild til að senda greiðslufyrirmæli fyrir hönd fyrirtækisins.Kristín Aðalheiður Birgisdóttir.Stundum býr hann til lén sem svipar mikið til þess léns sem fyrirtækið notar og sendir póstinn frá því netfangi. Í þessum tilfellum er óprúttni aðilinn búinn að leggja mikla vinnu í undirbúning og skipulagningu. Oft er hann búinn að kynna sér hvernig greiðslufyrirmæli eru gefin og reynir að líkja eftir fyrri samskiptum aðila. Í tölvupóstinum frá yfirmanninum til gjaldkerans, sem inniheldur greiðslufyrirmæli, er lögð áhersla á að gengið sé frá greiðslu sem fyrst. Jafnvel kemur fram neðst í póstinum að hann hafi verið sendur úr farsíma en þar með er auðveldara að fyrirgefa innsláttarvillur. Falli gjaldkerinn í gildruna nær óprúttni aðilinn að fá greiðslu inn á reikning sem hann hefur yfirráð yfir og er fyrirtækið þar með í flestum tilfellum búið að tapa þeim fjármunum. Að lokum hefur ný aðferð einnig verið að ryðja sér til rúms. Um er að ræða skilaboðasvik í gegnum snjallsíma og samfélagsmiðla. Markmiðið er að komast yfir upplýsingar eins og lykilorð, notendanöfn, bankaupplýsingar eða aðrar viðkvæmar upplýsingar. Upplýsingarnar eru síðan nýttar af óprúttnum aðilum til að villa á sér heimildir í samskiptum við ýmsa þjónustuaðila og fjármálastofnanir.Hvað er hægt að gera? Mikilvægur þáttur í að lágmarka líkurnar á svikum af þessu tagi er að auka vitundarvakningu innan fyrirtækisins. Einkum þarf að veita starfsfólki viðeigandi fræðslu, þjálfun og upplýsingar. Þá þurfa stjórnendur að gæta þess að netöryggismál fái sama vægi og önnur rekstrarmál innan fyrirtækisins. Einnig þarf að tryggja að boðleiðir og viðbrögð starfsmanna sem varir verða við netógnir séu einföld, skýr og markviss. Starfsfólkið þarf þannig að þekkja vel ferla fyrirtækisins og kunna að bregðast rétt við. Segja má að þjálfun starfsmanna, öflug öryggisvitund og aðgát séu í raun besta forvörnin. Stjórnendur fyrirtækja þurfa því að kynna sér málefnið vel. Starfsmenn þurfa að æfa viðbrögð við árásum og þekkja það verklag sem gildir undir slíkum kringumstæðum. Ásamt þessu er nauðsynlegt að huga vel að upplýsingaöryggi, yfirfara reglulega öryggisstillingar og framkvæma úttektir á netöryggismálum. Þetta á ekki síst við ef verið er að framkvæma breytingar á upplýsingatækniumhverfi félagsins. Einnig er þetta mikilvægt ef upplýsingatækniþjónustu er úthýst til þriðja aðila. Endanlegri ábyrgð á rekstri og innra eftirliti verður ekki útvistað og því er nauðsynlegt að viðhafa virkt eftirlit með útvistuðum þáttum. Tjónum af völdum þeirra netglæpa sem um ræðir fer hratt fjölgandi. Oft á tíðum er um töluverðar fjárhæðir að ræða fyrir íslensk fyrirtæki. Fjárhagstap það sem orsakast af svikunum getur því haft alvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtækið. Slík óhöpp geta þó ekki síður skaðað og jafnvel eyðilagt orðspor fyrirtækisins. KPMG aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að efla netvarnir, auka almenna þekkingu starfsmanna sem og að yfirfara og uppfæra innra verklag vegna netöryggis. KPMG hefur einnig veitt aðstoð við rannsóknir sviksemismála, til dæmis við frumrannsókn, með það að markmiði að greina hvað fór úrskeiðis hjá félaginu. Byggt á reynslu okkar hjá KPMG á þessu sviði er ljóst að ekki mun draga úr tíðni netglæpa og svikamála af því tagi sem hér um ræðir í fyrirsjáanlegri framtíð. Þvert á móti sjáum við nýjar aðferðir og tegundir fjársvika sífellt skjóta upp kollinum. Ógn vegna slíkra svikamála mun því halda áfram að vera áskorun í rekstri íslenskra fyrirtækja og aðferðir munu taka á sig enn fjölbreyttari myndir samhliða þróun á sviði upplýsingatækni.Höfundar Stella Thors, ráðgjafi hjá KPMGKristín Aðalheiður Birgisdóttir, ráðgjafi hjá KPMG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur borið á því í fréttum nýlega að íslensk fyrirtæki eru að lenda í fjársvikum í formi svikapósta. Þessi tegund netglæpa felst í því að óprúttnir aðilar reyna að blekkja fólk með trúverðugum tölvupóstum (e. phishing). Slíkir aðilar stunda það að brjóta sér leið inn í tölvupóstkerfi fyrirtækja og vakta tölvupóstsamskipti með það fyrir augum að komast yfir fjármuni eða upplýsingar. Umfang þessara netglæpa er óþekkt þar sem glæpirnir eru í mörgum tilvikum ekki kærðir en ljóst er að fjöldi þeirra hefur aukist mikið síðustu ár. Með svolítilli rannsóknarvinnu og góðri vöktun getur hinn óprúttni aðili til dæmis fundið út hvaða einstaklingur innan fyrirtækisins hefur heimild til að senda út og greiða reikninga í nafni þess. Óprúttni aðilinn kemur sér inn í samskipti þess aðila og fer að svara í nafni fyrirtækisins. Í samskiptum sínum gefur hann upp falskt reikningsnúmer sem viðkomandi hefur aðgang að. Er þetta allt gert þannig að hvorki viðskiptamaðurinn né viðskiptavinurinn verða varir við eitthvað óvenjulegt. Þegar greiðslan hefur verið innt af hendi er viðskiptavinurinn búinn að tapa sínum pening og fyrirtækið fær ekki greitt fyrir vöru sína eða þjónustu. Önnur svik sem einnig eru algeng eru þau að fyrirtæki fá senda til sín reikninga sem átt hefur verið við. Reikningarnir eru þá gefnir út í nafni þess birgis sem fyrirtækið er vant að versla við eða í nafni falsks félags. Til þess að þessi svik gangi upp þarf gjaldkerinn að greiða reikninginn án þess að staðfesta hann eða hver greiðandinn er. Þriðja tegundin af svikapóstum sem borið hefur mikið á eru svokölluð „CEO svik“ sem á íslensku kallast stjórnendasvik. Hér kemst óprúttni aðilinn inn í tölvupóstkerfi fyrirtækisins og tekur yfir pósthólf þess stjórnanda sem er í samskiptum við gjaldkera og hefur heimild til að senda greiðslufyrirmæli fyrir hönd fyrirtækisins.Kristín Aðalheiður Birgisdóttir.Stundum býr hann til lén sem svipar mikið til þess léns sem fyrirtækið notar og sendir póstinn frá því netfangi. Í þessum tilfellum er óprúttni aðilinn búinn að leggja mikla vinnu í undirbúning og skipulagningu. Oft er hann búinn að kynna sér hvernig greiðslufyrirmæli eru gefin og reynir að líkja eftir fyrri samskiptum aðila. Í tölvupóstinum frá yfirmanninum til gjaldkerans, sem inniheldur greiðslufyrirmæli, er lögð áhersla á að gengið sé frá greiðslu sem fyrst. Jafnvel kemur fram neðst í póstinum að hann hafi verið sendur úr farsíma en þar með er auðveldara að fyrirgefa innsláttarvillur. Falli gjaldkerinn í gildruna nær óprúttni aðilinn að fá greiðslu inn á reikning sem hann hefur yfirráð yfir og er fyrirtækið þar með í flestum tilfellum búið að tapa þeim fjármunum. Að lokum hefur ný aðferð einnig verið að ryðja sér til rúms. Um er að ræða skilaboðasvik í gegnum snjallsíma og samfélagsmiðla. Markmiðið er að komast yfir upplýsingar eins og lykilorð, notendanöfn, bankaupplýsingar eða aðrar viðkvæmar upplýsingar. Upplýsingarnar eru síðan nýttar af óprúttnum aðilum til að villa á sér heimildir í samskiptum við ýmsa þjónustuaðila og fjármálastofnanir.Hvað er hægt að gera? Mikilvægur þáttur í að lágmarka líkurnar á svikum af þessu tagi er að auka vitundarvakningu innan fyrirtækisins. Einkum þarf að veita starfsfólki viðeigandi fræðslu, þjálfun og upplýsingar. Þá þurfa stjórnendur að gæta þess að netöryggismál fái sama vægi og önnur rekstrarmál innan fyrirtækisins. Einnig þarf að tryggja að boðleiðir og viðbrögð starfsmanna sem varir verða við netógnir séu einföld, skýr og markviss. Starfsfólkið þarf þannig að þekkja vel ferla fyrirtækisins og kunna að bregðast rétt við. Segja má að þjálfun starfsmanna, öflug öryggisvitund og aðgát séu í raun besta forvörnin. Stjórnendur fyrirtækja þurfa því að kynna sér málefnið vel. Starfsmenn þurfa að æfa viðbrögð við árásum og þekkja það verklag sem gildir undir slíkum kringumstæðum. Ásamt þessu er nauðsynlegt að huga vel að upplýsingaöryggi, yfirfara reglulega öryggisstillingar og framkvæma úttektir á netöryggismálum. Þetta á ekki síst við ef verið er að framkvæma breytingar á upplýsingatækniumhverfi félagsins. Einnig er þetta mikilvægt ef upplýsingatækniþjónustu er úthýst til þriðja aðila. Endanlegri ábyrgð á rekstri og innra eftirliti verður ekki útvistað og því er nauðsynlegt að viðhafa virkt eftirlit með útvistuðum þáttum. Tjónum af völdum þeirra netglæpa sem um ræðir fer hratt fjölgandi. Oft á tíðum er um töluverðar fjárhæðir að ræða fyrir íslensk fyrirtæki. Fjárhagstap það sem orsakast af svikunum getur því haft alvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtækið. Slík óhöpp geta þó ekki síður skaðað og jafnvel eyðilagt orðspor fyrirtækisins. KPMG aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að efla netvarnir, auka almenna þekkingu starfsmanna sem og að yfirfara og uppfæra innra verklag vegna netöryggis. KPMG hefur einnig veitt aðstoð við rannsóknir sviksemismála, til dæmis við frumrannsókn, með það að markmiði að greina hvað fór úrskeiðis hjá félaginu. Byggt á reynslu okkar hjá KPMG á þessu sviði er ljóst að ekki mun draga úr tíðni netglæpa og svikamála af því tagi sem hér um ræðir í fyrirsjáanlegri framtíð. Þvert á móti sjáum við nýjar aðferðir og tegundir fjársvika sífellt skjóta upp kollinum. Ógn vegna slíkra svikamála mun því halda áfram að vera áskorun í rekstri íslenskra fyrirtækja og aðferðir munu taka á sig enn fjölbreyttari myndir samhliða þróun á sviði upplýsingatækni.Höfundar Stella Thors, ráðgjafi hjá KPMGKristín Aðalheiður Birgisdóttir, ráðgjafi hjá KPMG
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun