Eitrað umhverfi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 11:00 Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga furðu oft í erfiðleikum með að átta sig á því að þeir geta ekki hegðað sér hvernig sem er. Þeir eru fulltrúar þjóðarinnar, bæði á vinnustað og utan hans, og verða að lúta þeirri kröfu að hegða sér skikkanlega. Þetta vefst merkilega mikið fyrir þeim. Allavega ganga þeir iðulega fram af þjóðinni með háttalagi sínu. Rétt er að beina sjónum að framferði nokkurra borgarfulltrúa gagnvart starfsmönnum borgarinnar. Það getur ekki talist eðlilegt að um sjötíu starfsmenn hafi séð ástæðu til að kvarta undan framkomu borgarfulltrúa og að tveir einstaklingar hafi látið af störfum vegna þess að þeir þoldu ekki þessa framkomu. Þarna mun einungis um örfáa borgarfulltrúa að ræða en um leið er ljóst að þeir hafa hvergi dregið af sér í dónaskap og fautalegri framkomu fyrst tugir starfsmanna sjá ástæðu til að kvarta undan þeim. Starfsfólk borgarinnar á að geta unnið störf sín í friði en á ekki að þurfa að búa við það að geðvondur borgarfulltrúi ausi úr skálum reiði sinnar yfir það. Enginn á að þurfa að vinna í svo eitruðu umhverfi. Það eru því einkennileg viðbrögð að skjóta sendiboðann, það er að segja Stefán Eiríksson borgarritara sem á Facebook gagnrýndi nokkra borgarfulltrúa, án þess að nafngreina þá, og sagði þá ítrekað hafa vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið að starfsheiðri þeirra. Ljóst er að Stefán átti þarna við nokkra borgarfulltrúa minnihlutans. Einhverjir þeirra hafa einmitt svarað Stefáni fullum hálsi. Svo virðist sem þeir taki orð hans til sín. Þeim væri nær að líta í eigin barm og spyrja sig hvort þeir eigi einhverja sök í málinu. Það er allavega skrýtið að beina spjótum að Stefáni fyrir að vekja athygli á vanlíðan starfsmanna borgarinnar. Vanlíðan sem stafar af hegðun nokkurra borgarfulltrúa. Sú lítt friðelskandi manneskja, Vigdís Hauksdóttir, sagði að þessi Facebook-færsla hlyti að vera síðasta skítverkið sem Stefán ynni fyrir Dag B. Eggertsson, hann yrði að hverfa úr embætti eftir þessi orð sín. Umhyggja fyrir líðan starfsmanna borgarinnar virðist ekki ofarlega á blaði hjá þessum borgarfulltrúa minnihlutans. Ljóst er að ýmsum í minnihluta borgarstjórnar er mjög í mun að bregða fæti fyrir meirihlutann í borginni með hvaða ráðum sem er. Það er svo sem ekki hægt að álasa borgarfulltrúum minnihlutans fyrir að þrá að komast til áhrifa í borginni en þeir ættu að láta af ofstækisfullum málflutningi og reyna að stilla skap sitt í samskiptum við starfsmenn borgarinnar sem eiga að fá að vinna störf sín án þess að gólandi borgarfulltrúar séu að angra þá. Rétt er svo að halda því til haga að innan minnihlutans í borginni er sómafólk sem ekki grípur til gífuryrða við hvert tækifæri heldur stundar málefnalega gagnrýni og myndi aldrei gera sig sekt um að valda starfsmönnum borgarinnar sársauka með hegðan sinni. Hinir fáu sem láta pólitískt ofstæki stjórna sér valda miklum skaða, skapa sársauka og koma óorði á stjórnmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga furðu oft í erfiðleikum með að átta sig á því að þeir geta ekki hegðað sér hvernig sem er. Þeir eru fulltrúar þjóðarinnar, bæði á vinnustað og utan hans, og verða að lúta þeirri kröfu að hegða sér skikkanlega. Þetta vefst merkilega mikið fyrir þeim. Allavega ganga þeir iðulega fram af þjóðinni með háttalagi sínu. Rétt er að beina sjónum að framferði nokkurra borgarfulltrúa gagnvart starfsmönnum borgarinnar. Það getur ekki talist eðlilegt að um sjötíu starfsmenn hafi séð ástæðu til að kvarta undan framkomu borgarfulltrúa og að tveir einstaklingar hafi látið af störfum vegna þess að þeir þoldu ekki þessa framkomu. Þarna mun einungis um örfáa borgarfulltrúa að ræða en um leið er ljóst að þeir hafa hvergi dregið af sér í dónaskap og fautalegri framkomu fyrst tugir starfsmanna sjá ástæðu til að kvarta undan þeim. Starfsfólk borgarinnar á að geta unnið störf sín í friði en á ekki að þurfa að búa við það að geðvondur borgarfulltrúi ausi úr skálum reiði sinnar yfir það. Enginn á að þurfa að vinna í svo eitruðu umhverfi. Það eru því einkennileg viðbrögð að skjóta sendiboðann, það er að segja Stefán Eiríksson borgarritara sem á Facebook gagnrýndi nokkra borgarfulltrúa, án þess að nafngreina þá, og sagði þá ítrekað hafa vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið að starfsheiðri þeirra. Ljóst er að Stefán átti þarna við nokkra borgarfulltrúa minnihlutans. Einhverjir þeirra hafa einmitt svarað Stefáni fullum hálsi. Svo virðist sem þeir taki orð hans til sín. Þeim væri nær að líta í eigin barm og spyrja sig hvort þeir eigi einhverja sök í málinu. Það er allavega skrýtið að beina spjótum að Stefáni fyrir að vekja athygli á vanlíðan starfsmanna borgarinnar. Vanlíðan sem stafar af hegðun nokkurra borgarfulltrúa. Sú lítt friðelskandi manneskja, Vigdís Hauksdóttir, sagði að þessi Facebook-færsla hlyti að vera síðasta skítverkið sem Stefán ynni fyrir Dag B. Eggertsson, hann yrði að hverfa úr embætti eftir þessi orð sín. Umhyggja fyrir líðan starfsmanna borgarinnar virðist ekki ofarlega á blaði hjá þessum borgarfulltrúa minnihlutans. Ljóst er að ýmsum í minnihluta borgarstjórnar er mjög í mun að bregða fæti fyrir meirihlutann í borginni með hvaða ráðum sem er. Það er svo sem ekki hægt að álasa borgarfulltrúum minnihlutans fyrir að þrá að komast til áhrifa í borginni en þeir ættu að láta af ofstækisfullum málflutningi og reyna að stilla skap sitt í samskiptum við starfsmenn borgarinnar sem eiga að fá að vinna störf sín án þess að gólandi borgarfulltrúar séu að angra þá. Rétt er svo að halda því til haga að innan minnihlutans í borginni er sómafólk sem ekki grípur til gífuryrða við hvert tækifæri heldur stundar málefnalega gagnrýni og myndi aldrei gera sig sekt um að valda starfsmönnum borgarinnar sársauka með hegðan sinni. Hinir fáu sem láta pólitískt ofstæki stjórna sér valda miklum skaða, skapa sársauka og koma óorði á stjórnmálin.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun