Kjóll ársins 2019 Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 08:15 Fyrir okkur sem erum ekki að vinna til verðlauna alla daga er eitthvað við það að fylgjast með öðrum við þá iðju. Hvort sem það eru Ólympíuleikar, Óskar eða annað er sigurinn oftast sætur. Það er gaman að sjá fólk sigra salinn. Ég hef horft svo oft á listdans Torvill og Dean við Bolero að mér finnst ég eiga dálítið í Ólympíugullinu þeirra. Gullið sem þau unnu á Vetrarólympíuleikunum í Sarajevo 1984 eins og hvert mannsbarn þekkir. Og eins og við munum líka voru þau hreint ekkert síðri í Lillehammer 1994. Þetta snýst um einhverja kemistríu. Kannski segir það sögu um bíómyndirnar að Óskarinn virðist snúast meira um sýninguna en sigrana. Daginn eftir Óskarinn fjallar uppgjörið um kjól ársins. Lærðar greinar birtast um sigra, ósigra og feilnótur í klæðavali. Þetta hefur heimsbyggðin stúderað og mér finnst ég geta lesið að Helen Mirren hafi unnið í ár sem og skartið hennar Lady Gaga. En stóra málið eftir Óskarinn er vitaskuld kemistrían á milli Lady Gaga og Bradley Cooper. Var söngurinn sannur eða eru þau heimsins bestu leikarar? Getur blik í auga logið? Ég hef, eins og aðrir, myndað mér ígrundaða skoðun á málinu. Fyrir okkur sem erum ekki að vinna til verðlauna alla daga er sætt að fylgjast með sigri, hvort sem hann er lítill eða stór. Að aflokinni Óskarsumræðu um kjóla og kemistríu stígum við inn í annað tímabil söngvakeppni. Sem trúr stuðningsmaður Íslands kann ég núorðið ekki síður að meta undankeppnina en stóru keppnina. Þá erum við bæði með og vinnum. Íslenska lagið sigrar salinn og við vinnum öll lítinn sigur í lok kvölds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem erum ekki að vinna til verðlauna alla daga er eitthvað við það að fylgjast með öðrum við þá iðju. Hvort sem það eru Ólympíuleikar, Óskar eða annað er sigurinn oftast sætur. Það er gaman að sjá fólk sigra salinn. Ég hef horft svo oft á listdans Torvill og Dean við Bolero að mér finnst ég eiga dálítið í Ólympíugullinu þeirra. Gullið sem þau unnu á Vetrarólympíuleikunum í Sarajevo 1984 eins og hvert mannsbarn þekkir. Og eins og við munum líka voru þau hreint ekkert síðri í Lillehammer 1994. Þetta snýst um einhverja kemistríu. Kannski segir það sögu um bíómyndirnar að Óskarinn virðist snúast meira um sýninguna en sigrana. Daginn eftir Óskarinn fjallar uppgjörið um kjól ársins. Lærðar greinar birtast um sigra, ósigra og feilnótur í klæðavali. Þetta hefur heimsbyggðin stúderað og mér finnst ég geta lesið að Helen Mirren hafi unnið í ár sem og skartið hennar Lady Gaga. En stóra málið eftir Óskarinn er vitaskuld kemistrían á milli Lady Gaga og Bradley Cooper. Var söngurinn sannur eða eru þau heimsins bestu leikarar? Getur blik í auga logið? Ég hef, eins og aðrir, myndað mér ígrundaða skoðun á málinu. Fyrir okkur sem erum ekki að vinna til verðlauna alla daga er sætt að fylgjast með sigri, hvort sem hann er lítill eða stór. Að aflokinni Óskarsumræðu um kjóla og kemistríu stígum við inn í annað tímabil söngvakeppni. Sem trúr stuðningsmaður Íslands kann ég núorðið ekki síður að meta undankeppnina en stóru keppnina. Þá erum við bæði með og vinnum. Íslenska lagið sigrar salinn og við vinnum öll lítinn sigur í lok kvölds.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun