Pólun samfélagsins Helgi Héðinsson skrifar 28. febrúar 2019 07:00 Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016 fór að bera aftur á fyrirbæri sem kallað hefur verið pólun samfélagsins (e. social polarization). Pólun má í grunninn skýra sem einhvers konar þörf til að skilja að svart og hvítt, hægri og vinstri pólitík, rétt og rangt, satt eða logið. Stærsti vandinn við þetta er að flest okkar hafa hugmyndir sem falla einhvers staðar pólanna á milli. Í ljósi átakanna sem nú ríkja á vinnumarkaði og þeirrar pólunar sem hún lýsir er fróðlegt að staldra við og velta fyrir sér hvað það er sem veldur. Tilhneiging til pólunar getur átt sér fjölmargar rætur. Misskipting, óréttlæti, óstöðugleiki eða annað sem kallar fram sterkar tilfinningar. Bál pólunar er knúið áfram af ýmsu, en tvennt kemur fyrst upp í hugann. Fyrir það fyrsta er eftirspurn fjölmiðla eftir frétta- og umfjöllunarefni yfirleitt þannig háttað að sóst er eftir þeim sjónarmiðum sem vekja mest viðbrögð og leiða af sér áhorf, deilingar á samfélagsmiðlum og harkaleg skoðanaskipti. Í öðru lagi virðist þörf einstaklinga til tjáningar aukast eftir því sem menn færast nær sínum pól og finna sig knúna til að sannfæra aðra um sinn eina sannleik. Í báðum tilfellum hafa þessar aðgerðir áhrif á skynjun okkur á samfélaginu og þeim aðstæðum sem við búum við. Alvarlegasta afleiðingin er að öll umræða umverpist um pólana og verður allt annað en málefnaleg. Byggð upp á tilfinningum og skoðunum umfram staðreyndir.Ábyrgð Við berum ábyrgð, enda er það fólk sem rekur fjölmiðla og það er fólk sem tekur ákvörðun um að beita sér á samfélagsmiðlum. Það er ekki hagur nokkurs manns að hér verði okkur skipt í tvö lið sem aldrei leita málamiðlana. Tvö lið sem bæði eru ófær um að hafa staðreyndir og sannleika að leiðarljósi. Þróun sem lítið hefur fram að færa annað en átök, deilur, vondar tilfinningar og óstöðugleika samfélagsins. Berum ábyrgð.Höfundur er oddviti Skútustaðahrepps Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016 fór að bera aftur á fyrirbæri sem kallað hefur verið pólun samfélagsins (e. social polarization). Pólun má í grunninn skýra sem einhvers konar þörf til að skilja að svart og hvítt, hægri og vinstri pólitík, rétt og rangt, satt eða logið. Stærsti vandinn við þetta er að flest okkar hafa hugmyndir sem falla einhvers staðar pólanna á milli. Í ljósi átakanna sem nú ríkja á vinnumarkaði og þeirrar pólunar sem hún lýsir er fróðlegt að staldra við og velta fyrir sér hvað það er sem veldur. Tilhneiging til pólunar getur átt sér fjölmargar rætur. Misskipting, óréttlæti, óstöðugleiki eða annað sem kallar fram sterkar tilfinningar. Bál pólunar er knúið áfram af ýmsu, en tvennt kemur fyrst upp í hugann. Fyrir það fyrsta er eftirspurn fjölmiðla eftir frétta- og umfjöllunarefni yfirleitt þannig háttað að sóst er eftir þeim sjónarmiðum sem vekja mest viðbrögð og leiða af sér áhorf, deilingar á samfélagsmiðlum og harkaleg skoðanaskipti. Í öðru lagi virðist þörf einstaklinga til tjáningar aukast eftir því sem menn færast nær sínum pól og finna sig knúna til að sannfæra aðra um sinn eina sannleik. Í báðum tilfellum hafa þessar aðgerðir áhrif á skynjun okkur á samfélaginu og þeim aðstæðum sem við búum við. Alvarlegasta afleiðingin er að öll umræða umverpist um pólana og verður allt annað en málefnaleg. Byggð upp á tilfinningum og skoðunum umfram staðreyndir.Ábyrgð Við berum ábyrgð, enda er það fólk sem rekur fjölmiðla og það er fólk sem tekur ákvörðun um að beita sér á samfélagsmiðlum. Það er ekki hagur nokkurs manns að hér verði okkur skipt í tvö lið sem aldrei leita málamiðlana. Tvö lið sem bæði eru ófær um að hafa staðreyndir og sannleika að leiðarljósi. Þróun sem lítið hefur fram að færa annað en átök, deilur, vondar tilfinningar og óstöðugleika samfélagsins. Berum ábyrgð.Höfundur er oddviti Skútustaðahrepps
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar