Jöfnuður, traust og sátt Oddný G Harðardóttir skrifar 26. febrúar 2019 10:15 Innan norrænna samfélaga mælist ekki bara minni ójöfnuður en annars staðar heldur líka meira traust, meiri sátt, meiri samheldni, betri heilsa og færri glæpir. Allt fylgir þetta jöfnuðinum. Stjórnvöld ættu því að setja aukinn jöfnuð í algjöran forgang. Þróunin hefur hins vegar verið þveröfug hér á landi seinni árin og andrúmsloftið eftir því. Á árunum fyrir hrun jókst ójöfnuður þegar fjármagnstekjur jukust mikið hjá efstu tekjuhópunum og ekki síður vegna stefnu hægri sinnaðra ríkisstjórna í skatta- og bótamálum. Jöfnuður jókst aftur eftir hrun, vegna þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem starfaði frá 2009 til 2013, beitti skatta- og bótakerfinu markvisst til jöfnunar. Aftur hefur sigið á ógæfuhliðina eftir þann tíma og þróunin er nú hröð í átt til ójafnaðar. Til að bregðast við þurfum við nú að hækka fjármagnstekjuskattinn og leggja skatt á stóreignir og auðlegð. Auðlindagjöld verða að hækka og renna til þjóðarinnar eins og sanngjarnt er. Bætur og opinber stuðningur ættu að hækka í takti við laun og gjaldheimtu af veiku fólki þarf að linna. Vilji stjórnvöld auka jöfnuð, samfélagslegt traust og stuðla að raunverulegri þjóðarsátt, þarf að beita bæði skatta- og bótakerfinu og hætta gjaldtöku innan velferðarkerfisins. Tekjutengingar bóta eru mun meiri hér á landi en í hinum norrænu ríkjunum. Barnabætur byrja t.d. að skerðast, samkvæmt ákvörðun núverandi ríkisstjórnar, við lágmarkslaun og launafólk með meðaltekjur fær alls engar barnabætur sem í augum stjórnvalda eru fátækrastyrkur. Samfylkingin hefur margoft bent á að stjórnvöld hafi á undanförnum árum veikt helstu jöfnunartæki hins opinbera. Þetta hefur verið pólitísk stefna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í ríkisstjórn og er nú gert með stuðningi Vinstri grænna. Samfylkingin tekur heils hugar undir hugmyndir ASÍ um breytingar á gjaldtöku, sköttum og bótum. Með þeim munu kjör almennings batna en auk þess fengist meiri sátt í íslensku samfélagi. Það er til mikils að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Innan norrænna samfélaga mælist ekki bara minni ójöfnuður en annars staðar heldur líka meira traust, meiri sátt, meiri samheldni, betri heilsa og færri glæpir. Allt fylgir þetta jöfnuðinum. Stjórnvöld ættu því að setja aukinn jöfnuð í algjöran forgang. Þróunin hefur hins vegar verið þveröfug hér á landi seinni árin og andrúmsloftið eftir því. Á árunum fyrir hrun jókst ójöfnuður þegar fjármagnstekjur jukust mikið hjá efstu tekjuhópunum og ekki síður vegna stefnu hægri sinnaðra ríkisstjórna í skatta- og bótamálum. Jöfnuður jókst aftur eftir hrun, vegna þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem starfaði frá 2009 til 2013, beitti skatta- og bótakerfinu markvisst til jöfnunar. Aftur hefur sigið á ógæfuhliðina eftir þann tíma og þróunin er nú hröð í átt til ójafnaðar. Til að bregðast við þurfum við nú að hækka fjármagnstekjuskattinn og leggja skatt á stóreignir og auðlegð. Auðlindagjöld verða að hækka og renna til þjóðarinnar eins og sanngjarnt er. Bætur og opinber stuðningur ættu að hækka í takti við laun og gjaldheimtu af veiku fólki þarf að linna. Vilji stjórnvöld auka jöfnuð, samfélagslegt traust og stuðla að raunverulegri þjóðarsátt, þarf að beita bæði skatta- og bótakerfinu og hætta gjaldtöku innan velferðarkerfisins. Tekjutengingar bóta eru mun meiri hér á landi en í hinum norrænu ríkjunum. Barnabætur byrja t.d. að skerðast, samkvæmt ákvörðun núverandi ríkisstjórnar, við lágmarkslaun og launafólk með meðaltekjur fær alls engar barnabætur sem í augum stjórnvalda eru fátækrastyrkur. Samfylkingin hefur margoft bent á að stjórnvöld hafi á undanförnum árum veikt helstu jöfnunartæki hins opinbera. Þetta hefur verið pólitísk stefna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í ríkisstjórn og er nú gert með stuðningi Vinstri grænna. Samfylkingin tekur heils hugar undir hugmyndir ASÍ um breytingar á gjaldtöku, sköttum og bótum. Með þeim munu kjör almennings batna en auk þess fengist meiri sátt í íslensku samfélagi. Það er til mikils að vinna.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun