Styrkurinn í breyttu hagkerfi Bjarni Benediktsson skrifar 11. febrúar 2019 07:00 Við Íslendingar höfum náð framúrskarandi árangri á undanförnum árum. Myndin er skýr þegar við horfum á skuldastöðu heimilanna, sem er betri en hún var á uppgangsárunum fyrir fjármálahrunið, landsframleiðslu sem er sömuleiðis meiri en eins og hún gerðist best fyrir rúmum áratug, fjármálakerfið sem er heilbrigðara og sterkara, skuldir ríkisins sem hafa snarlækkað og stöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum en við erum nú í fyrsta skipti á lýðveldistímanum með meiri eignir en skuldir í öðrum löndum. Sennilega hefur fáum dottið í hug að þetta yrði staðan áratug eftir að neyðarlögunum var komið á. Að við hefðum endurheimt allan beinan kostnað af hruninu, losað okkur við höftin og komist í þá stöðu með afnámi tolla og vörugjalda að vera eitt opnasta og frjálsasta hagkerfi heims. Við höfum notið stöðugleika í verðlagi og lægri raunvaxta húsnæðislána en áður hafa sést. Myndin af efnahagsmálum Íslands í dag sýnir einnig afgang af viðskiptajöfnuði. Í stuttu máli má segja að okkur hafi nær alla tíð gengið treglega að skapa gjaldeyristekjur fyrir því sem við höfum þurft að sækja til annarra landa. Til að tryggja jafnvægi í utanríkisviðskiptum voru því hér áður fyrr löng haftatímabil. Gerbreytt staða birtist okkur að þessu leyti í dag. Síðastliðinn áratug eigum við jafn mörg ár með afgang af viðskiptum við útlönd og samtals frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Með þessu hefur orðið til myndarlegur óskuldsettur gjaldeyrisforði. Auk þess að byggja gjaldeyrissköpunina á öflugum sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði hefur ferðaþjónustan nú bæst við sem afar öflug stoð í hagkerfinu og góður vöxtur er í margvíslegu rannsóknar- og þróunarstarfi, hugbúnaðargerð, lyfjaiðnaði og erfðarannsóknum svo dæmi séu nefnd. Myndin sem við sjáum er því af nýjum efnahagslegum veruleika. Við búum við breytt, sterkara og fjölbreyttara hagkerfi sem við verðum að gefa svigrúm til að halda áfram að vaxa og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Benediktsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum náð framúrskarandi árangri á undanförnum árum. Myndin er skýr þegar við horfum á skuldastöðu heimilanna, sem er betri en hún var á uppgangsárunum fyrir fjármálahrunið, landsframleiðslu sem er sömuleiðis meiri en eins og hún gerðist best fyrir rúmum áratug, fjármálakerfið sem er heilbrigðara og sterkara, skuldir ríkisins sem hafa snarlækkað og stöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum en við erum nú í fyrsta skipti á lýðveldistímanum með meiri eignir en skuldir í öðrum löndum. Sennilega hefur fáum dottið í hug að þetta yrði staðan áratug eftir að neyðarlögunum var komið á. Að við hefðum endurheimt allan beinan kostnað af hruninu, losað okkur við höftin og komist í þá stöðu með afnámi tolla og vörugjalda að vera eitt opnasta og frjálsasta hagkerfi heims. Við höfum notið stöðugleika í verðlagi og lægri raunvaxta húsnæðislána en áður hafa sést. Myndin af efnahagsmálum Íslands í dag sýnir einnig afgang af viðskiptajöfnuði. Í stuttu máli má segja að okkur hafi nær alla tíð gengið treglega að skapa gjaldeyristekjur fyrir því sem við höfum þurft að sækja til annarra landa. Til að tryggja jafnvægi í utanríkisviðskiptum voru því hér áður fyrr löng haftatímabil. Gerbreytt staða birtist okkur að þessu leyti í dag. Síðastliðinn áratug eigum við jafn mörg ár með afgang af viðskiptum við útlönd og samtals frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Með þessu hefur orðið til myndarlegur óskuldsettur gjaldeyrisforði. Auk þess að byggja gjaldeyrissköpunina á öflugum sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði hefur ferðaþjónustan nú bæst við sem afar öflug stoð í hagkerfinu og góður vöxtur er í margvíslegu rannsóknar- og þróunarstarfi, hugbúnaðargerð, lyfjaiðnaði og erfðarannsóknum svo dæmi séu nefnd. Myndin sem við sjáum er því af nýjum efnahagslegum veruleika. Við búum við breytt, sterkara og fjölbreyttara hagkerfi sem við verðum að gefa svigrúm til að halda áfram að vaxa og dafna.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar