Euronext hækkar tilboð sitt í kauphöllina í Ósló um 9 prósent Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 09:00 Kauphöllin í Osló. Nordicphotos/Getty Evrópska kauphallarsamstæðan Euronext hefur hækkað tilboð sitt í kauphöllina í Ósló og yfirboðið þannig bandaríska kauphallarrisann Nasdaq. Nýjasta tilboð Euronext hljóðar upp á 158 norskar krónur á hlut en samkvæmt tilboðinu er norska kauphöllin metin á um 700 milljónir evra, jafnvirði um 95,3 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar var fyrra tilboð Euronext, frá því í síðasta mánuði, 145 norskar krónur á hlut en stjórn kauphallarinnar í Ósló hafði áður samþykkt tilboð Nasdaq sem hljóðaði upp á 152 norskar krónur á hlut. Ríflega helmingur eigenda hlutabréfa í norsku kauphöllinni styður tilboð kauphallarsamstæðunnar en tilboð Nasdaq nýtur aðeins stuðnings hluthafa sem fara með samanlagt um 35 prósenta hlut í kauphöllinni. Hins vegar hefur stjórn kauphallarinnar í Ósló sagst styðja tilboð síðarnefnda kauphallarfyrirtækisins. Forsvarsmenn Euronext, sem rekur meðal annars kauphallir í París, Amsterdam, Brussel og Lissabon, hafa sagst ætla að halda sérkennum norsku kauphallarinnar og styrkja Ósló í sessi sem fjármálamiðstöð, verði tilboði þeirra tekið. Til viðbótar við kaupverðið hafi bæði Euronext og Nasdaq, sem rekur kauphallir á Norðurlöndunum, þar á meðal á Íslandi, lofað að greiða seljendum um sex prósenta árlega vexti þangað til viðskiptin ganga í gegn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Evrópska kauphallarsamstæðan Euronext hefur hækkað tilboð sitt í kauphöllina í Ósló og yfirboðið þannig bandaríska kauphallarrisann Nasdaq. Nýjasta tilboð Euronext hljóðar upp á 158 norskar krónur á hlut en samkvæmt tilboðinu er norska kauphöllin metin á um 700 milljónir evra, jafnvirði um 95,3 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar var fyrra tilboð Euronext, frá því í síðasta mánuði, 145 norskar krónur á hlut en stjórn kauphallarinnar í Ósló hafði áður samþykkt tilboð Nasdaq sem hljóðaði upp á 152 norskar krónur á hlut. Ríflega helmingur eigenda hlutabréfa í norsku kauphöllinni styður tilboð kauphallarsamstæðunnar en tilboð Nasdaq nýtur aðeins stuðnings hluthafa sem fara með samanlagt um 35 prósenta hlut í kauphöllinni. Hins vegar hefur stjórn kauphallarinnar í Ósló sagst styðja tilboð síðarnefnda kauphallarfyrirtækisins. Forsvarsmenn Euronext, sem rekur meðal annars kauphallir í París, Amsterdam, Brussel og Lissabon, hafa sagst ætla að halda sérkennum norsku kauphallarinnar og styrkja Ósló í sessi sem fjármálamiðstöð, verði tilboði þeirra tekið. Til viðbótar við kaupverðið hafi bæði Euronext og Nasdaq, sem rekur kauphallir á Norðurlöndunum, þar á meðal á Íslandi, lofað að greiða seljendum um sex prósenta árlega vexti þangað til viðskiptin ganga í gegn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira