Euronext hækkar tilboð sitt í kauphöllina í Ósló um 9 prósent Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 09:00 Kauphöllin í Osló. Nordicphotos/Getty Evrópska kauphallarsamstæðan Euronext hefur hækkað tilboð sitt í kauphöllina í Ósló og yfirboðið þannig bandaríska kauphallarrisann Nasdaq. Nýjasta tilboð Euronext hljóðar upp á 158 norskar krónur á hlut en samkvæmt tilboðinu er norska kauphöllin metin á um 700 milljónir evra, jafnvirði um 95,3 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar var fyrra tilboð Euronext, frá því í síðasta mánuði, 145 norskar krónur á hlut en stjórn kauphallarinnar í Ósló hafði áður samþykkt tilboð Nasdaq sem hljóðaði upp á 152 norskar krónur á hlut. Ríflega helmingur eigenda hlutabréfa í norsku kauphöllinni styður tilboð kauphallarsamstæðunnar en tilboð Nasdaq nýtur aðeins stuðnings hluthafa sem fara með samanlagt um 35 prósenta hlut í kauphöllinni. Hins vegar hefur stjórn kauphallarinnar í Ósló sagst styðja tilboð síðarnefnda kauphallarfyrirtækisins. Forsvarsmenn Euronext, sem rekur meðal annars kauphallir í París, Amsterdam, Brussel og Lissabon, hafa sagst ætla að halda sérkennum norsku kauphallarinnar og styrkja Ósló í sessi sem fjármálamiðstöð, verði tilboði þeirra tekið. Til viðbótar við kaupverðið hafi bæði Euronext og Nasdaq, sem rekur kauphallir á Norðurlöndunum, þar á meðal á Íslandi, lofað að greiða seljendum um sex prósenta árlega vexti þangað til viðskiptin ganga í gegn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evrópska kauphallarsamstæðan Euronext hefur hækkað tilboð sitt í kauphöllina í Ósló og yfirboðið þannig bandaríska kauphallarrisann Nasdaq. Nýjasta tilboð Euronext hljóðar upp á 158 norskar krónur á hlut en samkvæmt tilboðinu er norska kauphöllin metin á um 700 milljónir evra, jafnvirði um 95,3 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar var fyrra tilboð Euronext, frá því í síðasta mánuði, 145 norskar krónur á hlut en stjórn kauphallarinnar í Ósló hafði áður samþykkt tilboð Nasdaq sem hljóðaði upp á 152 norskar krónur á hlut. Ríflega helmingur eigenda hlutabréfa í norsku kauphöllinni styður tilboð kauphallarsamstæðunnar en tilboð Nasdaq nýtur aðeins stuðnings hluthafa sem fara með samanlagt um 35 prósenta hlut í kauphöllinni. Hins vegar hefur stjórn kauphallarinnar í Ósló sagst styðja tilboð síðarnefnda kauphallarfyrirtækisins. Forsvarsmenn Euronext, sem rekur meðal annars kauphallir í París, Amsterdam, Brussel og Lissabon, hafa sagst ætla að halda sérkennum norsku kauphallarinnar og styrkja Ósló í sessi sem fjármálamiðstöð, verði tilboði þeirra tekið. Til viðbótar við kaupverðið hafi bæði Euronext og Nasdaq, sem rekur kauphallir á Norðurlöndunum, þar á meðal á Íslandi, lofað að greiða seljendum um sex prósenta árlega vexti þangað til viðskiptin ganga í gegn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent