Euronext hækkar tilboð sitt í kauphöllina í Ósló um 9 prósent Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 09:00 Kauphöllin í Osló. Nordicphotos/Getty Evrópska kauphallarsamstæðan Euronext hefur hækkað tilboð sitt í kauphöllina í Ósló og yfirboðið þannig bandaríska kauphallarrisann Nasdaq. Nýjasta tilboð Euronext hljóðar upp á 158 norskar krónur á hlut en samkvæmt tilboðinu er norska kauphöllin metin á um 700 milljónir evra, jafnvirði um 95,3 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar var fyrra tilboð Euronext, frá því í síðasta mánuði, 145 norskar krónur á hlut en stjórn kauphallarinnar í Ósló hafði áður samþykkt tilboð Nasdaq sem hljóðaði upp á 152 norskar krónur á hlut. Ríflega helmingur eigenda hlutabréfa í norsku kauphöllinni styður tilboð kauphallarsamstæðunnar en tilboð Nasdaq nýtur aðeins stuðnings hluthafa sem fara með samanlagt um 35 prósenta hlut í kauphöllinni. Hins vegar hefur stjórn kauphallarinnar í Ósló sagst styðja tilboð síðarnefnda kauphallarfyrirtækisins. Forsvarsmenn Euronext, sem rekur meðal annars kauphallir í París, Amsterdam, Brussel og Lissabon, hafa sagst ætla að halda sérkennum norsku kauphallarinnar og styrkja Ósló í sessi sem fjármálamiðstöð, verði tilboði þeirra tekið. Til viðbótar við kaupverðið hafi bæði Euronext og Nasdaq, sem rekur kauphallir á Norðurlöndunum, þar á meðal á Íslandi, lofað að greiða seljendum um sex prósenta árlega vexti þangað til viðskiptin ganga í gegn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Evrópska kauphallarsamstæðan Euronext hefur hækkað tilboð sitt í kauphöllina í Ósló og yfirboðið þannig bandaríska kauphallarrisann Nasdaq. Nýjasta tilboð Euronext hljóðar upp á 158 norskar krónur á hlut en samkvæmt tilboðinu er norska kauphöllin metin á um 700 milljónir evra, jafnvirði um 95,3 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar var fyrra tilboð Euronext, frá því í síðasta mánuði, 145 norskar krónur á hlut en stjórn kauphallarinnar í Ósló hafði áður samþykkt tilboð Nasdaq sem hljóðaði upp á 152 norskar krónur á hlut. Ríflega helmingur eigenda hlutabréfa í norsku kauphöllinni styður tilboð kauphallarsamstæðunnar en tilboð Nasdaq nýtur aðeins stuðnings hluthafa sem fara með samanlagt um 35 prósenta hlut í kauphöllinni. Hins vegar hefur stjórn kauphallarinnar í Ósló sagst styðja tilboð síðarnefnda kauphallarfyrirtækisins. Forsvarsmenn Euronext, sem rekur meðal annars kauphallir í París, Amsterdam, Brussel og Lissabon, hafa sagst ætla að halda sérkennum norsku kauphallarinnar og styrkja Ósló í sessi sem fjármálamiðstöð, verði tilboði þeirra tekið. Til viðbótar við kaupverðið hafi bæði Euronext og Nasdaq, sem rekur kauphallir á Norðurlöndunum, þar á meðal á Íslandi, lofað að greiða seljendum um sex prósenta árlega vexti þangað til viðskiptin ganga í gegn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira