Stúdentspróf í tölvuleikjagerð Lilja Alfreðsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 14:00 Menntadagur atvinnulífsins er í dag en þá gefst stjórnvöldum og fyrirtækjum tækifæri til að bera saman bækur sínar og líta til framtíðar. Góð samvinna þessara aðila gerir okkur betur kleift að auka samkeppnishæfni Íslands. Dæmi um árangursríka samvinnu af því tagi er nýlegt samkomulag menntamálaráðuneytisins við Keili um nýja námsleið til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð en þar komu Samtök iðnaðarins, Samtök leikjaframleiðenda og Samtök verslunar og þjónustu öll að borðinu. Námið er framfaraskref, þar sem það svarar áhuga ungs fólks á menntun í skapandi greinum og svarar ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki í þeim geira. Nýja námsleiðin er til marks um grósku í íslensku menntakerfi og er til þess fallin að styðja við hugverkadrifið hagkerfi framtíðarinnar. Tölvuleikjaiðnaðurinn hefur vaxið ört undanfarin ár en uppsöfnuð velta hans hér á landi nam um 68 milljörðum kr. á árunum 2009-2017. Innan iðnaðarins fyrirfinnast fjölbreytt, spennandi og verðmæt störf sem byggja á hugviti. Að undanförnu hafa bæst við ýmsir nýir námskostir á framhalds- og háskólastigi hér á landi, námsbrautir framhaldsskóla hafa verið endurskoðaðar og skipulag námsins tekið talsverðum breytingum. Það er okkar að tryggja að menntakerfið geti sem best mætt fjölbreyttum nemendahópum og þörfum samfélagsins á hverjum tíma en það er eitt af markmiðum í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030. Áherslur stjórnvalda á nýsköpun, starfs- og tæknimenntun má glöggt sjá í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fjármálaáætlun hennar. Það verður spennandi að sjá hvaða viðtökur þessi nýja námsleið fær þegar skráning hefst síðar í vetur. Ég hvet alla til þess að kynna sér þá fjölbreyttu námskosti sem bjóðast í íslenskum skólum og vera vakandi fyrir þeim tækifærum sem opnast með aukinni menntun og nýrri þekkingu.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Rafíþróttir Skóla - og menntamál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Menntadagur atvinnulífsins er í dag en þá gefst stjórnvöldum og fyrirtækjum tækifæri til að bera saman bækur sínar og líta til framtíðar. Góð samvinna þessara aðila gerir okkur betur kleift að auka samkeppnishæfni Íslands. Dæmi um árangursríka samvinnu af því tagi er nýlegt samkomulag menntamálaráðuneytisins við Keili um nýja námsleið til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð en þar komu Samtök iðnaðarins, Samtök leikjaframleiðenda og Samtök verslunar og þjónustu öll að borðinu. Námið er framfaraskref, þar sem það svarar áhuga ungs fólks á menntun í skapandi greinum og svarar ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki í þeim geira. Nýja námsleiðin er til marks um grósku í íslensku menntakerfi og er til þess fallin að styðja við hugverkadrifið hagkerfi framtíðarinnar. Tölvuleikjaiðnaðurinn hefur vaxið ört undanfarin ár en uppsöfnuð velta hans hér á landi nam um 68 milljörðum kr. á árunum 2009-2017. Innan iðnaðarins fyrirfinnast fjölbreytt, spennandi og verðmæt störf sem byggja á hugviti. Að undanförnu hafa bæst við ýmsir nýir námskostir á framhalds- og háskólastigi hér á landi, námsbrautir framhaldsskóla hafa verið endurskoðaðar og skipulag námsins tekið talsverðum breytingum. Það er okkar að tryggja að menntakerfið geti sem best mætt fjölbreyttum nemendahópum og þörfum samfélagsins á hverjum tíma en það er eitt af markmiðum í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030. Áherslur stjórnvalda á nýsköpun, starfs- og tæknimenntun má glöggt sjá í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fjármálaáætlun hennar. Það verður spennandi að sjá hvaða viðtökur þessi nýja námsleið fær þegar skráning hefst síðar í vetur. Ég hvet alla til þess að kynna sér þá fjölbreyttu námskosti sem bjóðast í íslenskum skólum og vera vakandi fyrir þeim tækifærum sem opnast með aukinni menntun og nýrri þekkingu.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar