Sigursælustu liðin mætast Hjörvar Ólafsson skrifar 14. febrúar 2019 15:00 Fulltrúar liðanna fjögurra í undanúrslitum Geysisbikars karla. Frá vinstri: Tómas Þórður Hilmarsson (Stjörnunni), Kristófer Acox (KR), Jeb Ivey (Njarðvík) og Sigurður Gunnar Þorsteinsson (ÍR). Mynd/KKÍ KR og Njarðvík eru sigursælustu félögin í bikarkeppninni, en KR-ingar hafa lyft bikarnum 12 sinnum, síðast árið 2017, og Njarðvík átta sinnum, síðast árið 2005. Stjarnan hefur hins vegar átt góðu gengi að fagna í keppninni undanfarinn áratug, en liðið hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum á síðustu tíu árum. Fyrst árið 2009, síðan árið 2012 og loks árið 2015. ÍR státar svo af tveimur bikarmeistaratitlum (2001 og 2007).Mynd/KKÍStjarnan mætir til leiks með gott gengi liðsins eftir síðustu þrjá mánuði tæpa í farteskinu. Síðan liðið tapaði fyrir Njarðvík um miðjan nóvember á síðasta ári hefur það farið með sigur af hólmi í tíu leikjum í röð. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, ítrekaði það hins vegar í samtali við Fréttablaðið að tölfræði, saga og fyrri afrek myndu ekki hjálpa liðinu á nokkurn hátt í leiknum gegn ÍR í dag. „Stjörnunni hefur vissulega gengið vel í bikarkeppni undanfarin ár og það hefur verið flottur bragur á okkar undanfarið. Það gefur okkur hins vegar ekkert forskot þegar út í þennan leik er komið. Við þurfum að eiga góðan dag til þess að fara í úrslitaleikinn sem er að sjálfsögðu stefnan. Við breytum engu í okkar rútínu frá hefðbundnum deildarleik sem er í mjög föstum skorðum. Það þarf andlegan og líkamlegan styrk til þess að vinna svona leik og ég tel okkur hafa það í okkar vopnabúri,“ segir Arnar. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, sem hefur háð nokkrar rimmur við Arnar og Stjörnumenn á leiktíðinni hefur hins vegar verið að glíma við það að þó nokkur meiðsli hafa verið í leikmannhópi liðsins í vetur. Af þeim sökum hefur ekki náðst mikill stöðugleiki í spilamennsku liðsins. „Leikmenn sem hafa verið meiddir í vetur eru að skríða saman og leikurinn við Val á dögunum er sá fyrsti þar sem við erum með alla þá leikmenn sem við viljum stilla upp heilum á sama tíma. Við erum með sterkt lið sem er til alls líklegt ef allir leikmenn hitta á góðan leik. Það verður að gerast ef við ætlum að leggja sterkt lið Stjörnunnar að velli,“ sagði Borche.Mynd/KKÍNjarðvík og KR hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og það eru margar fallegar sögur og tengingar á milli liðanna. Leikmenn liðanna, sem eru margir hverjir afar reynslumiklir, hafa mætt hvorir öðrum margoft á körfuboltavellinum og það verður líklega fátt sem mun koma á óvart í leik liðanna í kvöld. „Leikmenn og þjálfarar þessara liða þekkjast mjög vel og til dæmis hafa Logi Gunnarsson og Jón Arnór Stefánsson bæði mæst og leikið saman í landsliðinu í fjölda mörg ár. Jeb Ivey var leikmaðu Inga Þórs Steinþórssonar [þjálfara KR] þegar Snæfell varð Íslandsmeistari og fleira og fleira. Við erum með mjög sterkt lið á pappírnum og frammistaða liðsins hefur verið mjög góð heilt yfir í vetur. Mér finnst þetta lið jafn sterkt og mögulega sterkara en það sem var sigursælt undir minni stjórn síðast þegar liðið vann titla. Við þurfum hins vegar að standa okkur á ögurstundu til þess að geta borið okkur saman við það lið,“ segir Einar Árni Jóhannesson, þjálfari Njarðvíkur. Góðvinur hans Ingi Þór, sem er við stjórnvölinn hjá KR, hefur í þó nokkur skipti farið með lið í Laugardalshöllina í undanúrslit og úrslit í bikarkeppni. Hann segir þetta alltaf jafn skemmtilegt og hlakkar til . „Við erum staðráðnir í að fara alla leið og vinna bikarinn, en til þess þurfum við að byrja á að vinna sterkt lið Njarðvíkur. Þeir fóru illa með okkur í deildarleik á dögunum og ég er búinn að liggja yfir þeim leik til þess að átta mig á því hvað fór úrskeiðis. Við munum breyta nálgun okkar í kvöld frá þeim leik, en það kemur svo í ljós hvort sú áherslubreyting dugar til sigurs,“ segir Ingi Þór um kvöldið. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ Sjá meira
KR og Njarðvík eru sigursælustu félögin í bikarkeppninni, en KR-ingar hafa lyft bikarnum 12 sinnum, síðast árið 2017, og Njarðvík átta sinnum, síðast árið 2005. Stjarnan hefur hins vegar átt góðu gengi að fagna í keppninni undanfarinn áratug, en liðið hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum á síðustu tíu árum. Fyrst árið 2009, síðan árið 2012 og loks árið 2015. ÍR státar svo af tveimur bikarmeistaratitlum (2001 og 2007).Mynd/KKÍStjarnan mætir til leiks með gott gengi liðsins eftir síðustu þrjá mánuði tæpa í farteskinu. Síðan liðið tapaði fyrir Njarðvík um miðjan nóvember á síðasta ári hefur það farið með sigur af hólmi í tíu leikjum í röð. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, ítrekaði það hins vegar í samtali við Fréttablaðið að tölfræði, saga og fyrri afrek myndu ekki hjálpa liðinu á nokkurn hátt í leiknum gegn ÍR í dag. „Stjörnunni hefur vissulega gengið vel í bikarkeppni undanfarin ár og það hefur verið flottur bragur á okkar undanfarið. Það gefur okkur hins vegar ekkert forskot þegar út í þennan leik er komið. Við þurfum að eiga góðan dag til þess að fara í úrslitaleikinn sem er að sjálfsögðu stefnan. Við breytum engu í okkar rútínu frá hefðbundnum deildarleik sem er í mjög föstum skorðum. Það þarf andlegan og líkamlegan styrk til þess að vinna svona leik og ég tel okkur hafa það í okkar vopnabúri,“ segir Arnar. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, sem hefur háð nokkrar rimmur við Arnar og Stjörnumenn á leiktíðinni hefur hins vegar verið að glíma við það að þó nokkur meiðsli hafa verið í leikmannhópi liðsins í vetur. Af þeim sökum hefur ekki náðst mikill stöðugleiki í spilamennsku liðsins. „Leikmenn sem hafa verið meiddir í vetur eru að skríða saman og leikurinn við Val á dögunum er sá fyrsti þar sem við erum með alla þá leikmenn sem við viljum stilla upp heilum á sama tíma. Við erum með sterkt lið sem er til alls líklegt ef allir leikmenn hitta á góðan leik. Það verður að gerast ef við ætlum að leggja sterkt lið Stjörnunnar að velli,“ sagði Borche.Mynd/KKÍNjarðvík og KR hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og það eru margar fallegar sögur og tengingar á milli liðanna. Leikmenn liðanna, sem eru margir hverjir afar reynslumiklir, hafa mætt hvorir öðrum margoft á körfuboltavellinum og það verður líklega fátt sem mun koma á óvart í leik liðanna í kvöld. „Leikmenn og þjálfarar þessara liða þekkjast mjög vel og til dæmis hafa Logi Gunnarsson og Jón Arnór Stefánsson bæði mæst og leikið saman í landsliðinu í fjölda mörg ár. Jeb Ivey var leikmaðu Inga Þórs Steinþórssonar [þjálfara KR] þegar Snæfell varð Íslandsmeistari og fleira og fleira. Við erum með mjög sterkt lið á pappírnum og frammistaða liðsins hefur verið mjög góð heilt yfir í vetur. Mér finnst þetta lið jafn sterkt og mögulega sterkara en það sem var sigursælt undir minni stjórn síðast þegar liðið vann titla. Við þurfum hins vegar að standa okkur á ögurstundu til þess að geta borið okkur saman við það lið,“ segir Einar Árni Jóhannesson, þjálfari Njarðvíkur. Góðvinur hans Ingi Þór, sem er við stjórnvölinn hjá KR, hefur í þó nokkur skipti farið með lið í Laugardalshöllina í undanúrslit og úrslit í bikarkeppni. Hann segir þetta alltaf jafn skemmtilegt og hlakkar til . „Við erum staðráðnir í að fara alla leið og vinna bikarinn, en til þess þurfum við að byrja á að vinna sterkt lið Njarðvíkur. Þeir fóru illa með okkur í deildarleik á dögunum og ég er búinn að liggja yfir þeim leik til þess að átta mig á því hvað fór úrskeiðis. Við munum breyta nálgun okkar í kvöld frá þeim leik, en það kemur svo í ljós hvort sú áherslubreyting dugar til sigurs,“ segir Ingi Þór um kvöldið.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ Sjá meira