Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 81-72 | Njarðvík í úrslit í fyrsta skipti í fjórtán ár Guðlaugur Valgeirsson skrifar 14. febrúar 2019 22:45 Kristófer Acox, leikmaður KR, í leik gegn Njarðvík. vísir/bára Njarðvík sigraði KR í seinni undanúrslitaleik dagsins í Geysisbikarnum í kvöld. Leiknum lauk með 9 stiga sigri Njarðvíkur, 81-72. Það var gífurlega vel mætt í höllina en um 1500 manns voru mætt og mjög góð stemning hjá báðum hópum. KR-ingar ætluðu að selja sig dýrt í leiknum en þeir byrjuðu mjög grimmt, spiluðu hörkuvörn og leiddu að loknum fyrsta leikhluta, 13-18. Njarðvíkingar tóku hinsvegar frumkvæðið snemma í öðrum leikhluta, náðu smá forskoti og voru yfir í hálfleik, 39-32. KR-ingar reyndu sitt besta í minnka muninn en það gekk ekki vel og Njarðvík jók forystuna í 10 stig fyrir lokaleikhlutann. Það var mun meira skorað og leikurinn opnaðist töluvert. KR-ingar náðu að minnka muninn alveg niður í 4 stig en lengra komust þeir ekki. Í hvert sinn sem þeir voru að nálgast Njarðvík þá komu risa þristar frá leikmönnum Njarðvíkur og þeir unnu verðskuldaðan sigur að lokum, 81-72. Af hverju vann Njarðvík? Það má segja að breiddin og bekkurinn hafi skilað miklu fyrir Njarðvík í kvöld, þeir dreifðu stigaskorinu vel á milli sín og þeir leikmenn sem komu inn á hjá Njarðvík voru frábærir. Að auki settu þeir niður stór skot í hvert sinn sem KR nálgaðist þá og þriggja stiga nýting þeirra var til fyrirmyndar. Hverjir stóðu upp úr? Stigaskorið hjá Njarðvík var mjög jafnt en stigahæsti maður þeirra var Elvar Már Friðriksson en hann skoraði 18 stig, næstur á eftir honum kom gamli maðurinn af bekknum, Logi Gunnarsson en hann skoraði 16 stig og setti niður 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Eric Katenda var frábær af bekknum með 15 stig og 11 fráköst en KR-ingar réðu ekkert við hann undir körfunni. Hjá KR var Kristofer Acox bestir men 22 stig og 6 fráköst en Julian Boyd kom skammt á eftir með 18 stig og 10 fráköst. Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýting KR var alls ekki nógu góð. Þeir settu aðeins 4 skot af 24 sem gerir rétt rúmlega 16%. Það er erfitt að vinna leik með þannig nýtingu. Að auki voru of fáir menn hjá KR að skila sínu. Pavel Ermolinskij endaði stigalaus og Björn Kristjánsson hitti aðeins úr 2 af 9 skotum sínum. Hvað gerist næst? Njarðvík er að fara í risa úrslitaleik við Stjörnuna næstkomandi laugardag en KR-ingar fara í smá pásu en þeir fara til Grindavíkur þann 3.mars næstkomandi. Ingi Þór: Logi skildi á milli Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR var skiljanlega svekktur eftir tap sinna manna gegn Njarðvík í kvöld. „Ótrúlega svekktur eftir þetta tap. En við komum gífurlega grimmir til leiks og ætluðum okkur mjög stóra hluti en því miður náðum við ekki að fylgja því eftir.” „Njarðvík setti rosalega stór skot og Logi þar fremstur í fararbroddi og hann skildi á milli. Við áttum fullt af tækifærum til að gera þetta að leik í síðari hálfleik en þetta fellur því miður með þeim og þeir áttu þetta bara skilið.” Hann var mjög ánægður með grimmdina í byrjun en var ósáttur með villuvandræðin hjá Emil Barja sem var í töluverðum vandræðum allan leikinn og við það riðlaðist leikur KR. Hann tekur það þó út eftir leik að þeir sýndu töluverðar framfarir frá tapinu gegn Njarðvík fyrir 10 dögum síðan. „Ég tek það út úr þessum leik en við ætluðum okkur samt sem áður stærri hluti en við verðum að nýta okkur það sem gekk upp og finna ennþá betri lausnir fyrir framtíðina og pásan kemur á fínum tíma.” Ingi sagði að lokum að það sé að sjálfsögðu stefnt á titilinn í lok tímabils en þeir séu þó ekki eina liðið enda sé nánast hálf deildin að stefna á Íslandsmeistaratitilinn. Einar Árni: Lúxusvandamál að hafa Loga á bekknum Einar Árni Jóhannsson var mjög ánægður og stoltur eftir sigur sinna manna á liði KR í kvöld. „Frábær frammistaða hjá drengjunum í kvöld og ég er mjög stoltur af félaginu. Vorum í smá ströggli í fyrsta leikhluta en eftir það vorum við mjög flottir og virkilega sterkur varnarleikur.” Hann segir að það sé gott að hafa mann eins og Loga Gunnarsson á bekknum. „Við höfum oft talað um það að dýptin í okkar hóp sé mikil og það er ákveðið lúxusvandamál að vera með mann eins og Loga á bekknum. Hann var frábær og sýndi það hvað hann vildi fara í úrslit, eitthvað sem hann hefur ekki gert síðan 2002.” Hann er mjög spenntur fyrir laugardeginum og er sammála því að þarna sé tvö sterkustu lið landsins í dag að mætast. „Ég er mjög spenntur fyrir laugardeginum og ég er sammála því að á þessum tímapunkti eru þetta sterkustu liðin í dag þó það sé nú langt í úrslitakeppni.” „Þetta eru tvö frábær lið og við vitum að við þurfum að eiga A frammistöðu á laugardaginn til að vinna mjög öflugt Stjörnulið en ég er bjartsýnn.” Einar leið gífurlega vel í höllinni í kvöld og vildi sérstaklega þakka sínu fólki úr Njarðvík fyrir frábæra mætingu en um 2/3 stúkunnar var græn og stemningin hjá Njarðvíkingum var frábær. Logi: Svona leikir drífa mig áfram Logi Gunnarsson leikmaður Njarðvíkur var frábær í kvöld í sigri sinna manna gegn KR. Hann skoraði nokkrar stórar körfur og hann var mjög sáttur í leikslok. „Mjög ánægður að vinna sterkt KR lið. Við vissum að þeir yrðu brjálaðir eftir að hafa tapað tvisvar fyrir okkur í vetur nokkuð sannfærandi. En ég þekki þessa stráka og ég veit að þeir láta ekki vaða yfir sig á stóra sviðinu.” „Ég er mjög sáttur með það hvernig við svöruðum áhlaupinu frá þeim. Þeir eru góðir að skora fljótar körfur og allt í einu var munurinn ekki nema nokkur stig en við vorum fastir fyrir þegar við þurftum á því að halda.” Honum segist líða mjög vel í Laugardalshöllinni og má segja að þetta sé hans annar heimavöllur. „Ég las einhvers staðar í tölfræðigrein frá Óskar Ófeigi að ég er leikjahæsti leikmaður í sögunni í þessu íþróttahúsi og ég held að það hafi hjálpað mér í dag.” „Þetta hefur verið minn annar heimavöllur í 19 ár og ég þekki körfurnar vel og ég hafði mikla orku. Það eru svona leikir sem drífa mig áfram í þessu.” Logi sagðist að lokum hlakka mikið til að mæta Stjörnunni á laugardaginn. „Við þurfum að eiga toppleik til að vinna þá. Þeir hafa verið sterkastir eftir áramót og eru besta liðið í dag miðað við spilamennsku og ég held við getum það og við trúum því.” Dominos-deild karla
Njarðvík sigraði KR í seinni undanúrslitaleik dagsins í Geysisbikarnum í kvöld. Leiknum lauk með 9 stiga sigri Njarðvíkur, 81-72. Það var gífurlega vel mætt í höllina en um 1500 manns voru mætt og mjög góð stemning hjá báðum hópum. KR-ingar ætluðu að selja sig dýrt í leiknum en þeir byrjuðu mjög grimmt, spiluðu hörkuvörn og leiddu að loknum fyrsta leikhluta, 13-18. Njarðvíkingar tóku hinsvegar frumkvæðið snemma í öðrum leikhluta, náðu smá forskoti og voru yfir í hálfleik, 39-32. KR-ingar reyndu sitt besta í minnka muninn en það gekk ekki vel og Njarðvík jók forystuna í 10 stig fyrir lokaleikhlutann. Það var mun meira skorað og leikurinn opnaðist töluvert. KR-ingar náðu að minnka muninn alveg niður í 4 stig en lengra komust þeir ekki. Í hvert sinn sem þeir voru að nálgast Njarðvík þá komu risa þristar frá leikmönnum Njarðvíkur og þeir unnu verðskuldaðan sigur að lokum, 81-72. Af hverju vann Njarðvík? Það má segja að breiddin og bekkurinn hafi skilað miklu fyrir Njarðvík í kvöld, þeir dreifðu stigaskorinu vel á milli sín og þeir leikmenn sem komu inn á hjá Njarðvík voru frábærir. Að auki settu þeir niður stór skot í hvert sinn sem KR nálgaðist þá og þriggja stiga nýting þeirra var til fyrirmyndar. Hverjir stóðu upp úr? Stigaskorið hjá Njarðvík var mjög jafnt en stigahæsti maður þeirra var Elvar Már Friðriksson en hann skoraði 18 stig, næstur á eftir honum kom gamli maðurinn af bekknum, Logi Gunnarsson en hann skoraði 16 stig og setti niður 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Eric Katenda var frábær af bekknum með 15 stig og 11 fráköst en KR-ingar réðu ekkert við hann undir körfunni. Hjá KR var Kristofer Acox bestir men 22 stig og 6 fráköst en Julian Boyd kom skammt á eftir með 18 stig og 10 fráköst. Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýting KR var alls ekki nógu góð. Þeir settu aðeins 4 skot af 24 sem gerir rétt rúmlega 16%. Það er erfitt að vinna leik með þannig nýtingu. Að auki voru of fáir menn hjá KR að skila sínu. Pavel Ermolinskij endaði stigalaus og Björn Kristjánsson hitti aðeins úr 2 af 9 skotum sínum. Hvað gerist næst? Njarðvík er að fara í risa úrslitaleik við Stjörnuna næstkomandi laugardag en KR-ingar fara í smá pásu en þeir fara til Grindavíkur þann 3.mars næstkomandi. Ingi Þór: Logi skildi á milli Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR var skiljanlega svekktur eftir tap sinna manna gegn Njarðvík í kvöld. „Ótrúlega svekktur eftir þetta tap. En við komum gífurlega grimmir til leiks og ætluðum okkur mjög stóra hluti en því miður náðum við ekki að fylgja því eftir.” „Njarðvík setti rosalega stór skot og Logi þar fremstur í fararbroddi og hann skildi á milli. Við áttum fullt af tækifærum til að gera þetta að leik í síðari hálfleik en þetta fellur því miður með þeim og þeir áttu þetta bara skilið.” Hann var mjög ánægður með grimmdina í byrjun en var ósáttur með villuvandræðin hjá Emil Barja sem var í töluverðum vandræðum allan leikinn og við það riðlaðist leikur KR. Hann tekur það þó út eftir leik að þeir sýndu töluverðar framfarir frá tapinu gegn Njarðvík fyrir 10 dögum síðan. „Ég tek það út úr þessum leik en við ætluðum okkur samt sem áður stærri hluti en við verðum að nýta okkur það sem gekk upp og finna ennþá betri lausnir fyrir framtíðina og pásan kemur á fínum tíma.” Ingi sagði að lokum að það sé að sjálfsögðu stefnt á titilinn í lok tímabils en þeir séu þó ekki eina liðið enda sé nánast hálf deildin að stefna á Íslandsmeistaratitilinn. Einar Árni: Lúxusvandamál að hafa Loga á bekknum Einar Árni Jóhannsson var mjög ánægður og stoltur eftir sigur sinna manna á liði KR í kvöld. „Frábær frammistaða hjá drengjunum í kvöld og ég er mjög stoltur af félaginu. Vorum í smá ströggli í fyrsta leikhluta en eftir það vorum við mjög flottir og virkilega sterkur varnarleikur.” Hann segir að það sé gott að hafa mann eins og Loga Gunnarsson á bekknum. „Við höfum oft talað um það að dýptin í okkar hóp sé mikil og það er ákveðið lúxusvandamál að vera með mann eins og Loga á bekknum. Hann var frábær og sýndi það hvað hann vildi fara í úrslit, eitthvað sem hann hefur ekki gert síðan 2002.” Hann er mjög spenntur fyrir laugardeginum og er sammála því að þarna sé tvö sterkustu lið landsins í dag að mætast. „Ég er mjög spenntur fyrir laugardeginum og ég er sammála því að á þessum tímapunkti eru þetta sterkustu liðin í dag þó það sé nú langt í úrslitakeppni.” „Þetta eru tvö frábær lið og við vitum að við þurfum að eiga A frammistöðu á laugardaginn til að vinna mjög öflugt Stjörnulið en ég er bjartsýnn.” Einar leið gífurlega vel í höllinni í kvöld og vildi sérstaklega þakka sínu fólki úr Njarðvík fyrir frábæra mætingu en um 2/3 stúkunnar var græn og stemningin hjá Njarðvíkingum var frábær. Logi: Svona leikir drífa mig áfram Logi Gunnarsson leikmaður Njarðvíkur var frábær í kvöld í sigri sinna manna gegn KR. Hann skoraði nokkrar stórar körfur og hann var mjög sáttur í leikslok. „Mjög ánægður að vinna sterkt KR lið. Við vissum að þeir yrðu brjálaðir eftir að hafa tapað tvisvar fyrir okkur í vetur nokkuð sannfærandi. En ég þekki þessa stráka og ég veit að þeir láta ekki vaða yfir sig á stóra sviðinu.” „Ég er mjög sáttur með það hvernig við svöruðum áhlaupinu frá þeim. Þeir eru góðir að skora fljótar körfur og allt í einu var munurinn ekki nema nokkur stig en við vorum fastir fyrir þegar við þurftum á því að halda.” Honum segist líða mjög vel í Laugardalshöllinni og má segja að þetta sé hans annar heimavöllur. „Ég las einhvers staðar í tölfræðigrein frá Óskar Ófeigi að ég er leikjahæsti leikmaður í sögunni í þessu íþróttahúsi og ég held að það hafi hjálpað mér í dag.” „Þetta hefur verið minn annar heimavöllur í 19 ár og ég þekki körfurnar vel og ég hafði mikla orku. Það eru svona leikir sem drífa mig áfram í þessu.” Logi sagðist að lokum hlakka mikið til að mæta Stjörnunni á laugardaginn. „Við þurfum að eiga toppleik til að vinna þá. Þeir hafa verið sterkastir eftir áramót og eru besta liðið í dag miðað við spilamennsku og ég held við getum það og við trúum því.”
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti