Hver er besti vinur fjármálaráðherra? Þórir Garðarsson skrifar 15. febrúar 2019 14:18 Því er fljótsvarað. Það er erlendi ferðamaðurinn. Enginn annar skattgreiðandi skilar jafn miklum tekjum í ríkissjóð þann tíma sem hann dvelur hér. Enginn annar skattgreiðandi kostar ríkissjóð jafn lítið og erlendi ferðamaðurinn. Hvaða fjármálaráðherra kann ekki að meta slíkan gjaldanda? Erlendi ferðamaðurinn kemur hingað með fúlgur fjár. Þetta eru brakandi nýjar tekjur inn í þjóðarbúið. Fyrir aðeins 5 árum höfðum ekki nema brot af þessum tekjum.Virðisaukaskatturinn er kóngurinn Það er fyrst og fremst gegnum virðisaukaskattinn sem erlendi ferðamaðurinn sker sig úr sem skattgreiðandi. Virðisaukaskattur er neytendaskattur. Erlendi ferðamaðurinn er neytandi vöru og þjónustu hér á landi. Hann borgar alla upphæðina og fær lítið sem ekkert til baka. Fyrirtækin sem skila virðisaukaskattinum sjá bara um innheimtuna fyrir ríkissjóð. Þau borga hann ekki, það gerir erlendi ferðamaðurinn.Borga 20% af virðisaukaskattinum Hvernig er hægt að fullyrða að erlendi ferðamaðurinn skili meiri tekjum í ríkissjóð en við hin sem hér búum? Því er til að svara að erlendir ferðamenn eru að jafnaði um 10% af mannfjöldanum á degi hverjum. En þeir borga 20% af virðisaukaskattinum, sem er stærsti tekjustofn ríkissjóðs. Þeir eyða semsagt helmingi meiru á hverjum degi en við heimamenn. Ekkert ósvipað því sem við gerum sjálf á okkar ferðalögum erlendis. Í heildina borgum við íbúar landsins þó auðvitað meginþungann af sköttunum.Tekjurnar hækkuðu með fjölgun ferðamanna Árið 2017 innheimti ríkissjóður 230 milljarða króna í virðisaukaskatt. Af þeirri upphæð greiddu erlendir ferðamenn um 46 milljarða króna, eða 20%. Það skiptir ríkissjóð því afar miklu máli þegar nýir vel borgandi gjaldendur bætast við, eins og raunin er með erlenda ferðamenn. Þetta sést kannski best á því að frá 2013 til 2017 hækkuðu virðisaukaskattstekjur um 43% - á tímabili sem erlendum ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta milli ára.Ruglið í umræðunni Hvers vegna er ég að benda á þetta? Vita ekki allir hvað erlendir ferðamenn skipta þjóðarbúið miklu máli? Nei, því fer fjarri og erfiðast virðast margir stjórnmálamenn með að átta sig á því. Það sem virðist rugla þá í ríminu er hvernig ríkissjóður hagar uppgjöri sínu. Ríkið flokkar þessar tekjur eftir því hvað atvinnugreinar skila, en ekki eftir því hvað þær innheimta. Sú flokkun segir ekkert um það hvar neytendur borga virðisaukaskattinn eða hvort um innlenda eða erlenda neytendur er að ræða. Til að mynda borguðu neytendur 28 milljarða króna í virðisaukaskatt í stórmörkuðum og matvöruverslunum árið 2017. Þau fyrirtæki skiluðu 1,3 milljörðum króna í virðisaukaskatt. Segja skil verslananna eitthvað um virðisaukaskattinn sem neytendur greiddu við kassann? Að sjálfsögðu ekki. Það sama á við um ferðaþjónustuna. Virðisaukaskattsskil fyrirtækja í þeirri atvinnugrein (um 5 milljarðar króna árið 2017) segir ekkert um hvað ferðamennirnir sannanlega greiddu. Þar að auki eiga ferðamenn viðskipti við marga aðra en beint í ferðaþjónustunni, þar á meðal matvöruverslanir og olíufélög.Vanhugsaðar hugmyndir um aukagjöld Þegar stjórnmálamenn og aðrir fara enn einu sinni að tala um þörfina á því að ná meiri peningum af erlendum ferðamönnum með aukagjöldum þá virðist sem þeir hafi engan veginn áttað sig á því hvað ferðamennirnir eru nú þegar drjúg tekjulind fyrir hið opinbera. En um leið er kostnaður ríkis og sveitarfélaga vegna ferðamanna mjög lítið hlutfall af tekjunum. Þeir eru fyrst og fremst gróðalind. Það er mun mikilvægara að fjárfesta í áframhaldandi komu þessara gesta og tryggja þannig enn meiri tekjur af þeim. Það gerum við ekki með tilviljanakenndri aukagjaldtöku, einfaldlega vegna þess að skattkerfið dugar alveg ágætlega til þessÞórir GarðarssonStjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Því er fljótsvarað. Það er erlendi ferðamaðurinn. Enginn annar skattgreiðandi skilar jafn miklum tekjum í ríkissjóð þann tíma sem hann dvelur hér. Enginn annar skattgreiðandi kostar ríkissjóð jafn lítið og erlendi ferðamaðurinn. Hvaða fjármálaráðherra kann ekki að meta slíkan gjaldanda? Erlendi ferðamaðurinn kemur hingað með fúlgur fjár. Þetta eru brakandi nýjar tekjur inn í þjóðarbúið. Fyrir aðeins 5 árum höfðum ekki nema brot af þessum tekjum.Virðisaukaskatturinn er kóngurinn Það er fyrst og fremst gegnum virðisaukaskattinn sem erlendi ferðamaðurinn sker sig úr sem skattgreiðandi. Virðisaukaskattur er neytendaskattur. Erlendi ferðamaðurinn er neytandi vöru og þjónustu hér á landi. Hann borgar alla upphæðina og fær lítið sem ekkert til baka. Fyrirtækin sem skila virðisaukaskattinum sjá bara um innheimtuna fyrir ríkissjóð. Þau borga hann ekki, það gerir erlendi ferðamaðurinn.Borga 20% af virðisaukaskattinum Hvernig er hægt að fullyrða að erlendi ferðamaðurinn skili meiri tekjum í ríkissjóð en við hin sem hér búum? Því er til að svara að erlendir ferðamenn eru að jafnaði um 10% af mannfjöldanum á degi hverjum. En þeir borga 20% af virðisaukaskattinum, sem er stærsti tekjustofn ríkissjóðs. Þeir eyða semsagt helmingi meiru á hverjum degi en við heimamenn. Ekkert ósvipað því sem við gerum sjálf á okkar ferðalögum erlendis. Í heildina borgum við íbúar landsins þó auðvitað meginþungann af sköttunum.Tekjurnar hækkuðu með fjölgun ferðamanna Árið 2017 innheimti ríkissjóður 230 milljarða króna í virðisaukaskatt. Af þeirri upphæð greiddu erlendir ferðamenn um 46 milljarða króna, eða 20%. Það skiptir ríkissjóð því afar miklu máli þegar nýir vel borgandi gjaldendur bætast við, eins og raunin er með erlenda ferðamenn. Þetta sést kannski best á því að frá 2013 til 2017 hækkuðu virðisaukaskattstekjur um 43% - á tímabili sem erlendum ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta milli ára.Ruglið í umræðunni Hvers vegna er ég að benda á þetta? Vita ekki allir hvað erlendir ferðamenn skipta þjóðarbúið miklu máli? Nei, því fer fjarri og erfiðast virðast margir stjórnmálamenn með að átta sig á því. Það sem virðist rugla þá í ríminu er hvernig ríkissjóður hagar uppgjöri sínu. Ríkið flokkar þessar tekjur eftir því hvað atvinnugreinar skila, en ekki eftir því hvað þær innheimta. Sú flokkun segir ekkert um það hvar neytendur borga virðisaukaskattinn eða hvort um innlenda eða erlenda neytendur er að ræða. Til að mynda borguðu neytendur 28 milljarða króna í virðisaukaskatt í stórmörkuðum og matvöruverslunum árið 2017. Þau fyrirtæki skiluðu 1,3 milljörðum króna í virðisaukaskatt. Segja skil verslananna eitthvað um virðisaukaskattinn sem neytendur greiddu við kassann? Að sjálfsögðu ekki. Það sama á við um ferðaþjónustuna. Virðisaukaskattsskil fyrirtækja í þeirri atvinnugrein (um 5 milljarðar króna árið 2017) segir ekkert um hvað ferðamennirnir sannanlega greiddu. Þar að auki eiga ferðamenn viðskipti við marga aðra en beint í ferðaþjónustunni, þar á meðal matvöruverslanir og olíufélög.Vanhugsaðar hugmyndir um aukagjöld Þegar stjórnmálamenn og aðrir fara enn einu sinni að tala um þörfina á því að ná meiri peningum af erlendum ferðamönnum með aukagjöldum þá virðist sem þeir hafi engan veginn áttað sig á því hvað ferðamennirnir eru nú þegar drjúg tekjulind fyrir hið opinbera. En um leið er kostnaður ríkis og sveitarfélaga vegna ferðamanna mjög lítið hlutfall af tekjunum. Þeir eru fyrst og fremst gróðalind. Það er mun mikilvægara að fjárfesta í áframhaldandi komu þessara gesta og tryggja þannig enn meiri tekjur af þeim. Það gerum við ekki með tilviljanakenndri aukagjaldtöku, einfaldlega vegna þess að skattkerfið dugar alveg ágætlega til þessÞórir GarðarssonStjórnarformaður Gray Line
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun