Reykjandi bakarinn á Hróarskeldu rekur vinsælasta bakarí landsins Andri Eysteinsson skrifar 17. febrúar 2019 07:45 Ágúst Einþórsson opnaði Brauð&Co á Frakkastíg vorið 2016. Skjáskot/YouTube Vísir/stefán Ætla má að flestir höfuðborgarbúar hafi á einhverjum tímapunkti bragðað vörur bakarísins Brauð & Co. Ágúst Einþórsson stofnandi Brauð & Co sagði í fyrirlestri sínum á opnum fundi Félags atvinnurekenda að staðnaður markaður hérlendis hafi orðið til þess að hann sneri heim til að breyta leiknum. Bakaraferill Ágústs hófst í Fellabakarí á Egilsstöðum þegar hann var yngri. Eftir að hafa starfað víða í Danmörku sá hann færi á íslenskum brauðmarkaði. Ágúst fékk mikla umfjöllun áður en að reksturinn hófst en hann hafði vakið athygli fyrir bakstur á Hróarskeldu-hátíðinni í Danmörku. Ágúst sýndi fundargestum mynd sem birtist í fjölmiðlum þar sem hann sést baka, ber að ofan með sígarettu í munnvikinu. „Margir voru búnir að ákveða að þeir ætluðu ekki að borða brauðið mitt því ég var að reykja og baka á Hróarskeldu,“ sagði Ágúst áður en hann bætti því hlæjandi við að hann hafi líka verið að drekka.Ágúst sýnir hér myndina frægu frá Hróarskeldu.Skjáskot/YouTube„Við fengum ekkert „instant success“ á því að ég væri að baka súrdeigsbrauð, ber að ofan með hatt í blöðunum“, sagði Ágúst. Heppni hafi spilað stórt hlutverk. „Við vorum heppnir að fá þetta húsnæði. Ég átti ekki pening fyrir stærri ofni, sem gerði það að verkum að ég varð að baka allan daginn svo það var alltaf heitt á hillunum“. Yfirlýst markmið Ágústs í upphafi var að nota lífræn hráefni með undantekningu ef um er að ræða íslensk hráefni. „Ég hef lagt gríðarlega áherslu á að baka úr fallegum hráefnum, sama hvort það sé lífrænt hráefni sem er búið að flytja yfir hafið eða heiðarleg íslensk hráefni,“ segir Ágúst og gerir orð Guðjóns Þórðarsonar knattspyrnuþjálfara því næst að sínum og segir: „Þú gerir ekki kjúklingasalat úr kjúklingaskít.“ Fyrsta útibú bakarísins opnaði Ágúst á Frakkastíg á vormánuðum ársins 2016 og síðan hefur leiðin legið beint upp á við. Vegna vinsælda sá Ágúst færi á að stækka við sig og opnaði Brauð & Co á tveimur stöðum sumarið 2017, annars vegar í Fákafeni 17. júní 2017 og í Mathöllinni á Hlemmi á Menningarnótt nokkru síðar. Fjórða útibúið var opnað á Melhaga í vesturbæ Reykjavíkur í mars 2018 og enn bættist við í júní þegar opnaði á Akrabraut í Garðabæ.Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands sem Ágúst sótti vissan innblástur í.Vísir/AntonHöfðu ekki undan við baksturinn á Frakkastíg Mikið álag var á starfsfólki Brauð & Co á Frakkastíg, oft á tíðum hafa bakarar ekki undan við að baka og skilti í glugga þar sem stóð „Allt uppselt“ var algeng sjón, sama gilti um raðir út á götu. „Það var skelfilegt á köflum að standa á gólfinu í Brauð & Co, með fulla búð af fólki og eiga ekki vörur. Allir að horfa á mann og spyrja, er ekkert til hérna?.“ Ágúst segist hafa lært af þessum tíma hvernig ætti að skipuleggja sig og gera betur. Árangurinn sem náðst hefur væri vegna viljans til að betrumbæta allt í kringum fyrirtækið. Sigurður Guðmundsson úr reggae-sveitinni Hjálmum er einn starfsmanna Brauð & Co og segir Ágúst fyrirtækið heppið að hafa fengið hann til starfa. Hann hafi mætt á svæðið og beðið um að fá að læra að baka, að lokum hafi hann byrjað að vinna með honum. Ágúst, sem segist hafa alist upp við gott vinnusiðferði, segir samstarfið með Sigurði hafa reynt á köflum á. „Reggae-djöfullinn“ Sigurður hafi hins vegar minnt samstarfsmenn sína á að halda „fílingnum“ góðum þegar álagið var mikið. „Siggi kenndi mér ekki að vinna en hann kenndi mér margt annað,“ sagði Ágúst.Sigurður Guðmundsson, tónlistarmaður og bakari, er alltaf skælbrosandi í bakaríinu.Vísir/VilhelmGaman að opna en flókið að reka Ágúst segir að á meðan að fyrirtækið stækkaði hafi það farið úr því að selja alltaf allt, á hverjum einasta degi, yfir í að það sé ekki alltaf allt að seljast. Ákvörðun um að opna nýtt bakarí lá fyrir þegar að undirbúningur að annarri opnum stóð yfir. „Á meðan ég aðlaga mig að nýju bakaríi er ég að búa til vandamálið aftur. Þegar ég er að ná smá stjórn á hlutunum þá opna ég nýtt bakarí. Það er gaman að opna bakaríin en það er aðeins flóknara að reka þau.“ „Ég trúði því aldrei að það yrði ekki röð út úr dyrum, allan daginn, alla daga í Fákafeni. Sem er galið. Þá fara að koma upp ný vandamál, útkeyrsla, bílstjóri, fjármálastjóri og allskonar sem maður er ekkert allt of hrifinn af. Við opnum þriðja bakaríið, Hlemm. Þegar ég er að opna Hlemm er ég búinn að ákveða að opna fjórða bakaríið,“ segir Ágúst um hinn mikla vöxt fyrirtækisins á þeim 32 mánuðum sem það hefur verið til.„Markaðurinn vill heiðarleika, fjör og góða vöru“ Starfsmenn Brauð & Co eru í dag áttatíu en voru í upphafi fimm. „Á einhvern óskiljanlegan hátt erum við búin að fara úr núlli í 700 milljónir, ég vil meina að það sem við höfum gert er að vera heiðarleg í viðskiptum og gerum ekki kjúklingasalat úr kjúklingaskít,“ sagði Ágúst. „Ég trúi því að markaðurinn vilji heiðarleika, fjör og góða vöru. Það er það sem við stöndum fyrir,“ sagði Ágúst í lok tölu sinnar en lokaorð hans voru efni fyrirlestursins ótengt. „Áfram Höttur!“ Sjá má fyrirlestur Ágústs í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Fljótsdalshérað Garðabær Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Með hendurnar í alls kyns deigi Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður stendur þessa dagana vaktina í Brauð&Co., nýopnuðu bakaríi á Frakkastíg sem hefur vakið mikla athygli allt síðan það var opnað um miðjan mars. 2. apríl 2016 09:00 Stefnt að opnun Brauðs & Co við hlið Kaffi Vest Viðræður eru milli eigenda Brauðs & Co og Kaffihúss Vesturbæjar um opnun á bakaríi við Melhaga. Stefnt að opnun í haust en samkomulagið er ekki frágengið. 22. mars 2017 08:00 Brauð & co opnar á fleiri stöðum Bakaríið Brauð & co sem starfrækt hefur verið á Frakkastíg frá því vorið 2016 hyggst á næstu vikum opna tvö ný bakarí, annars vegar í húsnæði Gló í Fákafeni og hins vegar í Mathöllinni á Hlemmi. 2. mars 2017 09:05 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ætla má að flestir höfuðborgarbúar hafi á einhverjum tímapunkti bragðað vörur bakarísins Brauð & Co. Ágúst Einþórsson stofnandi Brauð & Co sagði í fyrirlestri sínum á opnum fundi Félags atvinnurekenda að staðnaður markaður hérlendis hafi orðið til þess að hann sneri heim til að breyta leiknum. Bakaraferill Ágústs hófst í Fellabakarí á Egilsstöðum þegar hann var yngri. Eftir að hafa starfað víða í Danmörku sá hann færi á íslenskum brauðmarkaði. Ágúst fékk mikla umfjöllun áður en að reksturinn hófst en hann hafði vakið athygli fyrir bakstur á Hróarskeldu-hátíðinni í Danmörku. Ágúst sýndi fundargestum mynd sem birtist í fjölmiðlum þar sem hann sést baka, ber að ofan með sígarettu í munnvikinu. „Margir voru búnir að ákveða að þeir ætluðu ekki að borða brauðið mitt því ég var að reykja og baka á Hróarskeldu,“ sagði Ágúst áður en hann bætti því hlæjandi við að hann hafi líka verið að drekka.Ágúst sýnir hér myndina frægu frá Hróarskeldu.Skjáskot/YouTube„Við fengum ekkert „instant success“ á því að ég væri að baka súrdeigsbrauð, ber að ofan með hatt í blöðunum“, sagði Ágúst. Heppni hafi spilað stórt hlutverk. „Við vorum heppnir að fá þetta húsnæði. Ég átti ekki pening fyrir stærri ofni, sem gerði það að verkum að ég varð að baka allan daginn svo það var alltaf heitt á hillunum“. Yfirlýst markmið Ágústs í upphafi var að nota lífræn hráefni með undantekningu ef um er að ræða íslensk hráefni. „Ég hef lagt gríðarlega áherslu á að baka úr fallegum hráefnum, sama hvort það sé lífrænt hráefni sem er búið að flytja yfir hafið eða heiðarleg íslensk hráefni,“ segir Ágúst og gerir orð Guðjóns Þórðarsonar knattspyrnuþjálfara því næst að sínum og segir: „Þú gerir ekki kjúklingasalat úr kjúklingaskít.“ Fyrsta útibú bakarísins opnaði Ágúst á Frakkastíg á vormánuðum ársins 2016 og síðan hefur leiðin legið beint upp á við. Vegna vinsælda sá Ágúst færi á að stækka við sig og opnaði Brauð & Co á tveimur stöðum sumarið 2017, annars vegar í Fákafeni 17. júní 2017 og í Mathöllinni á Hlemmi á Menningarnótt nokkru síðar. Fjórða útibúið var opnað á Melhaga í vesturbæ Reykjavíkur í mars 2018 og enn bættist við í júní þegar opnaði á Akrabraut í Garðabæ.Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands sem Ágúst sótti vissan innblástur í.Vísir/AntonHöfðu ekki undan við baksturinn á Frakkastíg Mikið álag var á starfsfólki Brauð & Co á Frakkastíg, oft á tíðum hafa bakarar ekki undan við að baka og skilti í glugga þar sem stóð „Allt uppselt“ var algeng sjón, sama gilti um raðir út á götu. „Það var skelfilegt á köflum að standa á gólfinu í Brauð & Co, með fulla búð af fólki og eiga ekki vörur. Allir að horfa á mann og spyrja, er ekkert til hérna?.“ Ágúst segist hafa lært af þessum tíma hvernig ætti að skipuleggja sig og gera betur. Árangurinn sem náðst hefur væri vegna viljans til að betrumbæta allt í kringum fyrirtækið. Sigurður Guðmundsson úr reggae-sveitinni Hjálmum er einn starfsmanna Brauð & Co og segir Ágúst fyrirtækið heppið að hafa fengið hann til starfa. Hann hafi mætt á svæðið og beðið um að fá að læra að baka, að lokum hafi hann byrjað að vinna með honum. Ágúst, sem segist hafa alist upp við gott vinnusiðferði, segir samstarfið með Sigurði hafa reynt á köflum á. „Reggae-djöfullinn“ Sigurður hafi hins vegar minnt samstarfsmenn sína á að halda „fílingnum“ góðum þegar álagið var mikið. „Siggi kenndi mér ekki að vinna en hann kenndi mér margt annað,“ sagði Ágúst.Sigurður Guðmundsson, tónlistarmaður og bakari, er alltaf skælbrosandi í bakaríinu.Vísir/VilhelmGaman að opna en flókið að reka Ágúst segir að á meðan að fyrirtækið stækkaði hafi það farið úr því að selja alltaf allt, á hverjum einasta degi, yfir í að það sé ekki alltaf allt að seljast. Ákvörðun um að opna nýtt bakarí lá fyrir þegar að undirbúningur að annarri opnum stóð yfir. „Á meðan ég aðlaga mig að nýju bakaríi er ég að búa til vandamálið aftur. Þegar ég er að ná smá stjórn á hlutunum þá opna ég nýtt bakarí. Það er gaman að opna bakaríin en það er aðeins flóknara að reka þau.“ „Ég trúði því aldrei að það yrði ekki röð út úr dyrum, allan daginn, alla daga í Fákafeni. Sem er galið. Þá fara að koma upp ný vandamál, útkeyrsla, bílstjóri, fjármálastjóri og allskonar sem maður er ekkert allt of hrifinn af. Við opnum þriðja bakaríið, Hlemm. Þegar ég er að opna Hlemm er ég búinn að ákveða að opna fjórða bakaríið,“ segir Ágúst um hinn mikla vöxt fyrirtækisins á þeim 32 mánuðum sem það hefur verið til.„Markaðurinn vill heiðarleika, fjör og góða vöru“ Starfsmenn Brauð & Co eru í dag áttatíu en voru í upphafi fimm. „Á einhvern óskiljanlegan hátt erum við búin að fara úr núlli í 700 milljónir, ég vil meina að það sem við höfum gert er að vera heiðarleg í viðskiptum og gerum ekki kjúklingasalat úr kjúklingaskít,“ sagði Ágúst. „Ég trúi því að markaðurinn vilji heiðarleika, fjör og góða vöru. Það er það sem við stöndum fyrir,“ sagði Ágúst í lok tölu sinnar en lokaorð hans voru efni fyrirlestursins ótengt. „Áfram Höttur!“ Sjá má fyrirlestur Ágústs í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Fljótsdalshérað Garðabær Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Með hendurnar í alls kyns deigi Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður stendur þessa dagana vaktina í Brauð&Co., nýopnuðu bakaríi á Frakkastíg sem hefur vakið mikla athygli allt síðan það var opnað um miðjan mars. 2. apríl 2016 09:00 Stefnt að opnun Brauðs & Co við hlið Kaffi Vest Viðræður eru milli eigenda Brauðs & Co og Kaffihúss Vesturbæjar um opnun á bakaríi við Melhaga. Stefnt að opnun í haust en samkomulagið er ekki frágengið. 22. mars 2017 08:00 Brauð & co opnar á fleiri stöðum Bakaríið Brauð & co sem starfrækt hefur verið á Frakkastíg frá því vorið 2016 hyggst á næstu vikum opna tvö ný bakarí, annars vegar í húsnæði Gló í Fákafeni og hins vegar í Mathöllinni á Hlemmi. 2. mars 2017 09:05 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Með hendurnar í alls kyns deigi Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður stendur þessa dagana vaktina í Brauð&Co., nýopnuðu bakaríi á Frakkastíg sem hefur vakið mikla athygli allt síðan það var opnað um miðjan mars. 2. apríl 2016 09:00
Stefnt að opnun Brauðs & Co við hlið Kaffi Vest Viðræður eru milli eigenda Brauðs & Co og Kaffihúss Vesturbæjar um opnun á bakaríi við Melhaga. Stefnt að opnun í haust en samkomulagið er ekki frágengið. 22. mars 2017 08:00
Brauð & co opnar á fleiri stöðum Bakaríið Brauð & co sem starfrækt hefur verið á Frakkastíg frá því vorið 2016 hyggst á næstu vikum opna tvö ný bakarí, annars vegar í húsnæði Gló í Fákafeni og hins vegar í Mathöllinni á Hlemmi. 2. mars 2017 09:05