Tækifæri Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. febrúar 2019 07:00 Fimmtán ára löngum leiðangri könnunarfarsins Opportunity á rauðu plánetunni Mars lauk með formlegum hætti á þriðjudaginn í síðustu viku. Vísindamenn á Jörðu niðri höfðu reynt mánuðum saman að vekja geimfarið litla úr dvala sínum, en án árangurs. Og nú, þegar harðneskjulegir vetrarmánuðir Mars eru á næsta leiti, er ljóst að Opportunity hefur valið sér sinn hinsta dvalarstað. Afrek Opportunity-verkefnisins eru slík að ómögulegt er að tíunda þau í stuttum pistli sem þessum. En, í stuttu máli má segja að þetta litla geimfar hefur á undanförnum árum bylt hugmyndum okkar um Mars og varpað nýju ljósi á aðstæður þar í dag og einnig hvernig þær voru eitt sinn. Þökk sé Opportunity vitum við til að mynda að vatn í vökvaformi var eitt sinn á Mars og að aðstæður voru lífvænlegar fyrir örverur. Opportunity og aðrir sambærilegir leiðangrar sem mannkyn hefur annað hvort farið sjálft eða útvistað til vélrænna framlenginga á sér eru án undantekninga vitnisburður um stórkostlega tæknilega getu tegundarinnar okkar. En um leið vekja þessi verkefni aðrar hugmyndir og tilfinningar sem eru okkur „nútímafólkinu“ að mörgu leyti framandi, enda aðeins rúm 50 ár síðan geimkönnun hófst í þeirri mynd sem við þekkjum hana í dag. Þó svo að Íslendingar hafi sannarlega átt sína fulltrúa í geimkönnun síðustu áratuga, þá er staðreyndin sú að Ísland hefur staðið á hliðarlínunni á meðan aðrar þjóðir hafa tekið höndum saman um könnun alheimsins. Þetta er synd og skömm, enda hafa íslenskir vísindamenn margsannað það að þeir eiga erindi í þá fylkingu er skipar framvarðarsveit vísindalegrar þekkingar. Auðvelt er að kveða niður raddir efasemdarmanna sem sjá lítinn tilgang í vísindavinnu sem þessari. Nægir að vísa í þann óumdeilda ávinning sem felst í geimkönnun og þeirri nýsköpun sem hún krefst. Annar ávinningur af geimkönnun og -vísindum snertir menningu okkar og það hvernig djörf vísindi eiga það til að blása okkur eldmóð í brjóst. Nægir að nefna Opportunity og aðra sambærilegra leiðangra. Þetta eru verkefni sem hjálpa okkur að fræðast um stað okkar í alheiminum og svara grundvallarspurningum um tilvist okkar, tilurð og framtíð. Verðmætin sem fólgin eru í slíkri þekkingu verða ekki metin til fjár. Auðvelt skref til að hjálpa íslenskum vísindamönnum að gera sig enn frekar gildandi í þessum fræðum er aðild að Geimferðastofnun Evrópu (ESA). Eftir skjóta afgreiðslu á Alþingi árið 2016 var þingsályktunartillaga þess efnis að sú aðild yrði könnuð samþykkt nær einróma. Lítið hefur heyrst af málinu síðan þá. Markviss skref í átt að frekari þátttöku Íslands í geimvísindum eru nauðsynleg. Geimkönnun er ekki sú draumahöll sem hún eitt sinn var, heldur málefni sem snerta með beinum hætti komandi kynslóðir og hagsmuni þeirra. Það væru mikil mistök að leggjast ekki á eitt með nágrönnum okkar um að virkja tækifærin sem leynast milli stjarnanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fimmtán ára löngum leiðangri könnunarfarsins Opportunity á rauðu plánetunni Mars lauk með formlegum hætti á þriðjudaginn í síðustu viku. Vísindamenn á Jörðu niðri höfðu reynt mánuðum saman að vekja geimfarið litla úr dvala sínum, en án árangurs. Og nú, þegar harðneskjulegir vetrarmánuðir Mars eru á næsta leiti, er ljóst að Opportunity hefur valið sér sinn hinsta dvalarstað. Afrek Opportunity-verkefnisins eru slík að ómögulegt er að tíunda þau í stuttum pistli sem þessum. En, í stuttu máli má segja að þetta litla geimfar hefur á undanförnum árum bylt hugmyndum okkar um Mars og varpað nýju ljósi á aðstæður þar í dag og einnig hvernig þær voru eitt sinn. Þökk sé Opportunity vitum við til að mynda að vatn í vökvaformi var eitt sinn á Mars og að aðstæður voru lífvænlegar fyrir örverur. Opportunity og aðrir sambærilegir leiðangrar sem mannkyn hefur annað hvort farið sjálft eða útvistað til vélrænna framlenginga á sér eru án undantekninga vitnisburður um stórkostlega tæknilega getu tegundarinnar okkar. En um leið vekja þessi verkefni aðrar hugmyndir og tilfinningar sem eru okkur „nútímafólkinu“ að mörgu leyti framandi, enda aðeins rúm 50 ár síðan geimkönnun hófst í þeirri mynd sem við þekkjum hana í dag. Þó svo að Íslendingar hafi sannarlega átt sína fulltrúa í geimkönnun síðustu áratuga, þá er staðreyndin sú að Ísland hefur staðið á hliðarlínunni á meðan aðrar þjóðir hafa tekið höndum saman um könnun alheimsins. Þetta er synd og skömm, enda hafa íslenskir vísindamenn margsannað það að þeir eiga erindi í þá fylkingu er skipar framvarðarsveit vísindalegrar þekkingar. Auðvelt er að kveða niður raddir efasemdarmanna sem sjá lítinn tilgang í vísindavinnu sem þessari. Nægir að vísa í þann óumdeilda ávinning sem felst í geimkönnun og þeirri nýsköpun sem hún krefst. Annar ávinningur af geimkönnun og -vísindum snertir menningu okkar og það hvernig djörf vísindi eiga það til að blása okkur eldmóð í brjóst. Nægir að nefna Opportunity og aðra sambærilegra leiðangra. Þetta eru verkefni sem hjálpa okkur að fræðast um stað okkar í alheiminum og svara grundvallarspurningum um tilvist okkar, tilurð og framtíð. Verðmætin sem fólgin eru í slíkri þekkingu verða ekki metin til fjár. Auðvelt skref til að hjálpa íslenskum vísindamönnum að gera sig enn frekar gildandi í þessum fræðum er aðild að Geimferðastofnun Evrópu (ESA). Eftir skjóta afgreiðslu á Alþingi árið 2016 var þingsályktunartillaga þess efnis að sú aðild yrði könnuð samþykkt nær einróma. Lítið hefur heyrst af málinu síðan þá. Markviss skref í átt að frekari þátttöku Íslands í geimvísindum eru nauðsynleg. Geimkönnun er ekki sú draumahöll sem hún eitt sinn var, heldur málefni sem snerta með beinum hætti komandi kynslóðir og hagsmuni þeirra. Það væru mikil mistök að leggjast ekki á eitt með nágrönnum okkar um að virkja tækifærin sem leynast milli stjarnanna.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun