Tækifæri Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. febrúar 2019 07:00 Fimmtán ára löngum leiðangri könnunarfarsins Opportunity á rauðu plánetunni Mars lauk með formlegum hætti á þriðjudaginn í síðustu viku. Vísindamenn á Jörðu niðri höfðu reynt mánuðum saman að vekja geimfarið litla úr dvala sínum, en án árangurs. Og nú, þegar harðneskjulegir vetrarmánuðir Mars eru á næsta leiti, er ljóst að Opportunity hefur valið sér sinn hinsta dvalarstað. Afrek Opportunity-verkefnisins eru slík að ómögulegt er að tíunda þau í stuttum pistli sem þessum. En, í stuttu máli má segja að þetta litla geimfar hefur á undanförnum árum bylt hugmyndum okkar um Mars og varpað nýju ljósi á aðstæður þar í dag og einnig hvernig þær voru eitt sinn. Þökk sé Opportunity vitum við til að mynda að vatn í vökvaformi var eitt sinn á Mars og að aðstæður voru lífvænlegar fyrir örverur. Opportunity og aðrir sambærilegir leiðangrar sem mannkyn hefur annað hvort farið sjálft eða útvistað til vélrænna framlenginga á sér eru án undantekninga vitnisburður um stórkostlega tæknilega getu tegundarinnar okkar. En um leið vekja þessi verkefni aðrar hugmyndir og tilfinningar sem eru okkur „nútímafólkinu“ að mörgu leyti framandi, enda aðeins rúm 50 ár síðan geimkönnun hófst í þeirri mynd sem við þekkjum hana í dag. Þó svo að Íslendingar hafi sannarlega átt sína fulltrúa í geimkönnun síðustu áratuga, þá er staðreyndin sú að Ísland hefur staðið á hliðarlínunni á meðan aðrar þjóðir hafa tekið höndum saman um könnun alheimsins. Þetta er synd og skömm, enda hafa íslenskir vísindamenn margsannað það að þeir eiga erindi í þá fylkingu er skipar framvarðarsveit vísindalegrar þekkingar. Auðvelt er að kveða niður raddir efasemdarmanna sem sjá lítinn tilgang í vísindavinnu sem þessari. Nægir að vísa í þann óumdeilda ávinning sem felst í geimkönnun og þeirri nýsköpun sem hún krefst. Annar ávinningur af geimkönnun og -vísindum snertir menningu okkar og það hvernig djörf vísindi eiga það til að blása okkur eldmóð í brjóst. Nægir að nefna Opportunity og aðra sambærilegra leiðangra. Þetta eru verkefni sem hjálpa okkur að fræðast um stað okkar í alheiminum og svara grundvallarspurningum um tilvist okkar, tilurð og framtíð. Verðmætin sem fólgin eru í slíkri þekkingu verða ekki metin til fjár. Auðvelt skref til að hjálpa íslenskum vísindamönnum að gera sig enn frekar gildandi í þessum fræðum er aðild að Geimferðastofnun Evrópu (ESA). Eftir skjóta afgreiðslu á Alþingi árið 2016 var þingsályktunartillaga þess efnis að sú aðild yrði könnuð samþykkt nær einróma. Lítið hefur heyrst af málinu síðan þá. Markviss skref í átt að frekari þátttöku Íslands í geimvísindum eru nauðsynleg. Geimkönnun er ekki sú draumahöll sem hún eitt sinn var, heldur málefni sem snerta með beinum hætti komandi kynslóðir og hagsmuni þeirra. Það væru mikil mistök að leggjast ekki á eitt með nágrönnum okkar um að virkja tækifærin sem leynast milli stjarnanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fimmtán ára löngum leiðangri könnunarfarsins Opportunity á rauðu plánetunni Mars lauk með formlegum hætti á þriðjudaginn í síðustu viku. Vísindamenn á Jörðu niðri höfðu reynt mánuðum saman að vekja geimfarið litla úr dvala sínum, en án árangurs. Og nú, þegar harðneskjulegir vetrarmánuðir Mars eru á næsta leiti, er ljóst að Opportunity hefur valið sér sinn hinsta dvalarstað. Afrek Opportunity-verkefnisins eru slík að ómögulegt er að tíunda þau í stuttum pistli sem þessum. En, í stuttu máli má segja að þetta litla geimfar hefur á undanförnum árum bylt hugmyndum okkar um Mars og varpað nýju ljósi á aðstæður þar í dag og einnig hvernig þær voru eitt sinn. Þökk sé Opportunity vitum við til að mynda að vatn í vökvaformi var eitt sinn á Mars og að aðstæður voru lífvænlegar fyrir örverur. Opportunity og aðrir sambærilegir leiðangrar sem mannkyn hefur annað hvort farið sjálft eða útvistað til vélrænna framlenginga á sér eru án undantekninga vitnisburður um stórkostlega tæknilega getu tegundarinnar okkar. En um leið vekja þessi verkefni aðrar hugmyndir og tilfinningar sem eru okkur „nútímafólkinu“ að mörgu leyti framandi, enda aðeins rúm 50 ár síðan geimkönnun hófst í þeirri mynd sem við þekkjum hana í dag. Þó svo að Íslendingar hafi sannarlega átt sína fulltrúa í geimkönnun síðustu áratuga, þá er staðreyndin sú að Ísland hefur staðið á hliðarlínunni á meðan aðrar þjóðir hafa tekið höndum saman um könnun alheimsins. Þetta er synd og skömm, enda hafa íslenskir vísindamenn margsannað það að þeir eiga erindi í þá fylkingu er skipar framvarðarsveit vísindalegrar þekkingar. Auðvelt er að kveða niður raddir efasemdarmanna sem sjá lítinn tilgang í vísindavinnu sem þessari. Nægir að vísa í þann óumdeilda ávinning sem felst í geimkönnun og þeirri nýsköpun sem hún krefst. Annar ávinningur af geimkönnun og -vísindum snertir menningu okkar og það hvernig djörf vísindi eiga það til að blása okkur eldmóð í brjóst. Nægir að nefna Opportunity og aðra sambærilegra leiðangra. Þetta eru verkefni sem hjálpa okkur að fræðast um stað okkar í alheiminum og svara grundvallarspurningum um tilvist okkar, tilurð og framtíð. Verðmætin sem fólgin eru í slíkri þekkingu verða ekki metin til fjár. Auðvelt skref til að hjálpa íslenskum vísindamönnum að gera sig enn frekar gildandi í þessum fræðum er aðild að Geimferðastofnun Evrópu (ESA). Eftir skjóta afgreiðslu á Alþingi árið 2016 var þingsályktunartillaga þess efnis að sú aðild yrði könnuð samþykkt nær einróma. Lítið hefur heyrst af málinu síðan þá. Markviss skref í átt að frekari þátttöku Íslands í geimvísindum eru nauðsynleg. Geimkönnun er ekki sú draumahöll sem hún eitt sinn var, heldur málefni sem snerta með beinum hætti komandi kynslóðir og hagsmuni þeirra. Það væru mikil mistök að leggjast ekki á eitt með nágrönnum okkar um að virkja tækifærin sem leynast milli stjarnanna.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun