Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 21:00 Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum, þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. Forstöðumaður Minjastofnunar fagnar þeirri málamiðlun sem samstaða náðist um í gær en velunnarar Víkurgarðs eru ekki allir á sama máli. Framkvæmdir eru í fullum gangi við Landsímareitinn þar sem til stendur að reisa hótel en Minjastofnun dró í gær til baka tillögu sína um að friðlýsa til viðbótar hluta Víkurgarðs sem náð hefði inn á framkvæmdasvæðið. Mennta- og menningarmálaráðherra friðlýsti Víkurgarð þann 8.janúar en í gær rann út frestur ráðherra til að taka afstöðu til stækkunar friðlýsts svæðis um átta metra til austurs. Niðurstaðan varð sú að ráðuneytið, Minjastofnun, Reykjavíkurborg og félagið Lindarvatn, sem er framkvæmdaaðili á Landsímareitnum, komust að málamiðlun og er stefnt að því að auglýsa hugmyndasamkeppni umframtíðarskipulag Víkurgarðs.Víkurgarður verði skemmtilegur sögustaður fyrir fólkið í bænum „Niðurstaðan er sú að þeir breyta innganginum inn í garðinn og þeir taka tillit til verndarsjónarmiða. Það merkir samt ekki að við munum ekki fylgjast með því sem er í gangi hérna niður frá því að við eigum eftir að gera það á næstu árum og munum bregðast við ef að á þarf að halda,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar. Velunnarar Víkurgarðs, sem barist hafa fyrir friðlýsingu hans hafa aftur á móti lýst vonbrigðum með niðurstöðuna. Skyndifriðunin tafði framkvæmdir á svæðinu og hyggst Lindarvatn meta tjón sem hugsanlega af því hlaust og eftir atvikum sækja bætur. Kristín kveðst þó heilt yfir ánægð með niðurstöðuna. „Við höfum eiginlega þá framtíðarsýn að honum verði sýnd virðing sem einum merkasta minjastað landsins í sjálfu sér og auðvitað borgarinnar. En jafnframt að hann verði borgurunum til ánægju og þeir geti komið hingað og fræðst um sögu svæðisins og um fólkið líka sem að var grafið hérna í garðinum,“ segir Kristín. Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum, þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. Forstöðumaður Minjastofnunar fagnar þeirri málamiðlun sem samstaða náðist um í gær en velunnarar Víkurgarðs eru ekki allir á sama máli. Framkvæmdir eru í fullum gangi við Landsímareitinn þar sem til stendur að reisa hótel en Minjastofnun dró í gær til baka tillögu sína um að friðlýsa til viðbótar hluta Víkurgarðs sem náð hefði inn á framkvæmdasvæðið. Mennta- og menningarmálaráðherra friðlýsti Víkurgarð þann 8.janúar en í gær rann út frestur ráðherra til að taka afstöðu til stækkunar friðlýsts svæðis um átta metra til austurs. Niðurstaðan varð sú að ráðuneytið, Minjastofnun, Reykjavíkurborg og félagið Lindarvatn, sem er framkvæmdaaðili á Landsímareitnum, komust að málamiðlun og er stefnt að því að auglýsa hugmyndasamkeppni umframtíðarskipulag Víkurgarðs.Víkurgarður verði skemmtilegur sögustaður fyrir fólkið í bænum „Niðurstaðan er sú að þeir breyta innganginum inn í garðinn og þeir taka tillit til verndarsjónarmiða. Það merkir samt ekki að við munum ekki fylgjast með því sem er í gangi hérna niður frá því að við eigum eftir að gera það á næstu árum og munum bregðast við ef að á þarf að halda,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar. Velunnarar Víkurgarðs, sem barist hafa fyrir friðlýsingu hans hafa aftur á móti lýst vonbrigðum með niðurstöðuna. Skyndifriðunin tafði framkvæmdir á svæðinu og hyggst Lindarvatn meta tjón sem hugsanlega af því hlaust og eftir atvikum sækja bætur. Kristín kveðst þó heilt yfir ánægð með niðurstöðuna. „Við höfum eiginlega þá framtíðarsýn að honum verði sýnd virðing sem einum merkasta minjastað landsins í sjálfu sér og auðvitað borgarinnar. En jafnframt að hann verði borgurunum til ánægju og þeir geti komið hingað og fræðst um sögu svæðisins og um fólkið líka sem að var grafið hérna í garðinum,“ segir Kristín.
Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira