Kalt Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. febrúar 2019 07:00 Andstyggilegar frosthörkurnar sem herja þessi dægrin á okkur viðkvæmu stofublómin fyrir sunnan. Skammdegisþunglynd kuldaskræfa eins og ég treystir sér varla undan tvöföldu sængurlaginu á morgnana á meðan ég heyri beinlínis frostið mála sínar dauðarósir á gluggarúðurnar. Þetta er niðurdrepandi og leiðinlegt en verst af öllu er þó hversu fast kuldaboli bítur mann í hégómann. Hún nístir þversögnin að það er aldrei erfiðara að halda „kúlinu“ en einmitt í kulda. Íslendingar vita það af biturri reynslu að eina vörnin gegn kuldanum er að klæða hann af sér en það er ekki svalt að vera dúðaður. Þvert á móti er það bara óbærilega hallærislegt. Hárið á manni kemur til dæmis alltaf úfið og tætt undan húfunni, jafnvel þótt maður hafi steingert það með þverhandarþykku lagi af öflugu hárgeli. Þetta eru þó smámunir miðað við þá niðurlægingu að þurfa að smeygja sér í síðar nærbuxur. Þær hafa þó ótvírætt sér til ágætis að þær halda manni heitum og eru ekki sýnilegar á almannafæri. En þar sem karlmaður sem gengur í síðum er vitaskuld aumingi þá rýrnar sjálfstraustið við það eitt að finna fyrir ullinni undir gallabuxunum. Manni finnst einhvern veginn eins og allir viti af þessu og séu að glápa á mann eins og maður væri með unglingabólu á nefinu. Allra verst er að nærbrækur sem ná niður á ökkla eru gersneyddar öllum kynþokka og ástalífið er því jafn botnfrosið og sálartetrið þannig að fari þessum andskota ekki að linna neyðist ég til þess að rifja upp gamla takta frá sokkabandsárunum þegar ég var orðinn býsna flinkur að kippa föðurlandinu niður með gallabuxunum svo lítið bæri á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Andstyggilegar frosthörkurnar sem herja þessi dægrin á okkur viðkvæmu stofublómin fyrir sunnan. Skammdegisþunglynd kuldaskræfa eins og ég treystir sér varla undan tvöföldu sængurlaginu á morgnana á meðan ég heyri beinlínis frostið mála sínar dauðarósir á gluggarúðurnar. Þetta er niðurdrepandi og leiðinlegt en verst af öllu er þó hversu fast kuldaboli bítur mann í hégómann. Hún nístir þversögnin að það er aldrei erfiðara að halda „kúlinu“ en einmitt í kulda. Íslendingar vita það af biturri reynslu að eina vörnin gegn kuldanum er að klæða hann af sér en það er ekki svalt að vera dúðaður. Þvert á móti er það bara óbærilega hallærislegt. Hárið á manni kemur til dæmis alltaf úfið og tætt undan húfunni, jafnvel þótt maður hafi steingert það með þverhandarþykku lagi af öflugu hárgeli. Þetta eru þó smámunir miðað við þá niðurlægingu að þurfa að smeygja sér í síðar nærbuxur. Þær hafa þó ótvírætt sér til ágætis að þær halda manni heitum og eru ekki sýnilegar á almannafæri. En þar sem karlmaður sem gengur í síðum er vitaskuld aumingi þá rýrnar sjálfstraustið við það eitt að finna fyrir ullinni undir gallabuxunum. Manni finnst einhvern veginn eins og allir viti af þessu og séu að glápa á mann eins og maður væri með unglingabólu á nefinu. Allra verst er að nærbrækur sem ná niður á ökkla eru gersneyddar öllum kynþokka og ástalífið er því jafn botnfrosið og sálartetrið þannig að fari þessum andskota ekki að linna neyðist ég til þess að rifja upp gamla takta frá sokkabandsárunum þegar ég var orðinn býsna flinkur að kippa föðurlandinu niður með gallabuxunum svo lítið bæri á.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar