Kynnisferðir auglýsa rými í BSÍ til leigu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 1. febrúar 2019 06:00 400 fermetrar í BSÍ eru til leigu. Kynnisferðir, rekstraraðili BSÍ, munu auglýsa veitinga- og verslunarrými hússins til leigu á næstu dögum. Í sumar á jafnframt að sinna viðhaldi á húsinu að utan. Húsið er í eigu Reykjavíkurborgar. „Við höfum smám saman verið að breyta innviðum BSÍ og gera þetta að skemmtilegri upplifun fyrir okkar farþega og aðra gesti BSÍ,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, í samtali við Fréttablaðið. „Veitingastaðnum Mýrinni mathúsi var lokað fyrir skemmstu. Við ákváðum að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og taka það alfarið í gegn.“ Björn vonast eftir að fá fjölbreytta þjónustu í húsið sem henti viðskiptavinum Kynnisferða og gæði það lífi. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Æskilegt væri ef hægt væri að afgreiða mat til gesta nokkuð hratt en það væri sömuleiðis skemmtilegt að fá inn mathöll með ólíkum rekstraraðilum. „Það góða við BSÍ er að þar er tiltölulega þægileg aðkoma á bílum og yfirleitt frekar auðvelt að fá bílastæði,“ segir hann. Því geti Íslendingar hæglega sótt þjónustu í húsið. Um er að ræða 400 fermetra sem skiptast í nokkur rými sem má leigja í einu lagi eða að hluta. Á aðra milljón gesta fara um húsið á hverju ári. „Stór hluti erlendra ferðamanna sem koma til Íslands á leið um BSÍ á ferðalagi sínu. Fjölmargir Íslendingar leggja einnig leið sína í BSÍ með flugvallarrútunni auk þess sem ýmsir landsbyggðarvagnar Strætó aka frá BSÍ og margar af innanbæjarleiðunum stoppa einnig við BSÍ.“ Að hans sögn er fasteignin yfir 50 ára gömul og kominn tími á viðhald sem verði sinnt í sumar. Um sé að ræða almennt viðhald, þak og glugga. „Það hefur verið óvissa um framtíðaruppbyggingu reitsins,“ segir Björn og vísar til hugmynda um nýja samgöngumiðstöð. „Húsinu hefur verið klappað létt á hverju ári en aldrei farið í alvöru endurbætur. Nú eru meiri líkur en minni á að BSÍ muni standa um ókomna tíð,“ segir Björn. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Kynnisferðir, rekstraraðili BSÍ, munu auglýsa veitinga- og verslunarrými hússins til leigu á næstu dögum. Í sumar á jafnframt að sinna viðhaldi á húsinu að utan. Húsið er í eigu Reykjavíkurborgar. „Við höfum smám saman verið að breyta innviðum BSÍ og gera þetta að skemmtilegri upplifun fyrir okkar farþega og aðra gesti BSÍ,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, í samtali við Fréttablaðið. „Veitingastaðnum Mýrinni mathúsi var lokað fyrir skemmstu. Við ákváðum að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og taka það alfarið í gegn.“ Björn vonast eftir að fá fjölbreytta þjónustu í húsið sem henti viðskiptavinum Kynnisferða og gæði það lífi. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Æskilegt væri ef hægt væri að afgreiða mat til gesta nokkuð hratt en það væri sömuleiðis skemmtilegt að fá inn mathöll með ólíkum rekstraraðilum. „Það góða við BSÍ er að þar er tiltölulega þægileg aðkoma á bílum og yfirleitt frekar auðvelt að fá bílastæði,“ segir hann. Því geti Íslendingar hæglega sótt þjónustu í húsið. Um er að ræða 400 fermetra sem skiptast í nokkur rými sem má leigja í einu lagi eða að hluta. Á aðra milljón gesta fara um húsið á hverju ári. „Stór hluti erlendra ferðamanna sem koma til Íslands á leið um BSÍ á ferðalagi sínu. Fjölmargir Íslendingar leggja einnig leið sína í BSÍ með flugvallarrútunni auk þess sem ýmsir landsbyggðarvagnar Strætó aka frá BSÍ og margar af innanbæjarleiðunum stoppa einnig við BSÍ.“ Að hans sögn er fasteignin yfir 50 ára gömul og kominn tími á viðhald sem verði sinnt í sumar. Um sé að ræða almennt viðhald, þak og glugga. „Það hefur verið óvissa um framtíðaruppbyggingu reitsins,“ segir Björn og vísar til hugmynda um nýja samgöngumiðstöð. „Húsinu hefur verið klappað létt á hverju ári en aldrei farið í alvöru endurbætur. Nú eru meiri líkur en minni á að BSÍ muni standa um ókomna tíð,“ segir Björn.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira