Dalur dauðans, miðbæjarflot og ljósaganga á Vetrarhátíð 2019 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2019 13:50 Frá Vetrarhátíð árið 2012. Fréttablaðið/Anton Brink Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Megintilgangur Vetrarhátíðar er að skemmta fólki á höfuðborgarsvæðinu og gefa því tækifæri til að njóta menningar, lista, íþrótta og útiveru í eigin sveitarfélagi og/eða heimsækja nágranna sína, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Setning Setning Vetrarhátíðar 2019 fer að þessu sinni fram við Hallgrímskirkju þann 7. febrúar nk. klukkan 19.45. Opnunaratriðið er ljósainnsetningin Passage eftir listamannahópinn Nocturnal frá Nýja Sjálandi sem er unnin í samvinnu við List í ljósi. Verkinu verður varpað á Hallgrímskirkjuturn. Unnið er með íslenska arfleið og mun verkið vekja turninn til lífsins með mynd og hljóði. Verkið verður til sýnis öll kvöld á hátíðinni frá kl. 19.00 - 23.00 Að setningu lokinni munu víkingar ganga fylktu liði að Listasafni Reykjavíkur þar sem þeir bjóða upp á sýningu um arfleifð víkinga. Nýjung á dagskrá Vetrarhátíðar er Ljósagangan, en það er gönguleið um ljóslistaverkin á Vetrarhátíð í miðborg Reykjavíkur. Alls eru ljóslistaverkin í ár sex talsins að meðtöldu verkinu á Hallgrímskirkju. Verkin eru á Hörputorgi, í Hörpu, á gafli Listasafns Reykjavíkur Geirsgötumegin, Ráðhúsi Reykjavíkur og í Listasafni Íslands. Tilvalið er að fara í Ljósagönguna með fjölskyldu eða vinum, sjón er sögu ríkari. Hugrakkir krakkar á Safnanótt Safnanótt verður síðan haldin föstudagskvöldið 8. febrúar 2019 en þá opna 53 söfn á höfuðborgarsvæðinu dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 18:00 til klukkan 23.00. Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Mikið verður um að vera fyrir hugrakka krakka í Grófarhúsi. Borgarbókasafnið heldur Háskaleika fyrir hugrakka krakka. Í Borgarskjalasafni verður boðið upp á ferðir um Dal dauðans. Boðið verður upp á tónlist, getraunir, föndur og fleira fyrir gesti og gangandi. Á Árbæjarsafni verður Draugaganga og í Sjóminjasafninu verður Litli sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Myntsafn Seðlabanka Íslands sýnir hin umdeildu málverk eftir Gunnlaug Blöndal í listaverkasafni bankans sem komust í fréttirnar á dögunum ásamt því að gestir geta skoðað og lyft gullstöng sem er nú sýnd í fyrsta sinn. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta notið Safnanætur fram eftir kvöldi sér að kostnaðarlausu. Frítt verður í sérstakan Safnanæturstrætó á milli allra safnanna. Sundlauganótt – Tónleikar, kayak og miðbæjarflot Sundlauganótt verður haldin laugardagskvöldið 9. febrúar 2018 en þá verður frítt í sund frá klukkan 17:00 til 22.00 í tólf sundlaugum höfuðborgarsvæðisins. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði í laugunum og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri. Tónlist, dans, kayak og leikhús verða allsráðandi, þar sem gestir eru hvattir til að taka þátt með því að dansa, syngja eða slaka á og njóta stundarinnar. Í Sundhöll Reykjavíkur verður boðið upp á miðbæjarflot í umsjón Ellýjar Ármannsdóttur flotþerapista sem ætlar að stýra kyrrlátu og heilandi samfloti í innilauginni. Flothettur verða á staðnum. Kósýheit og kyndlar á útisvæði. Skoðið fjölbreytta dagskrá Vetrarhátíðar á heimasíðu vetrarhatid.is. Borgarstjórn Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Vetrarhátíð Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Megintilgangur Vetrarhátíðar er að skemmta fólki á höfuðborgarsvæðinu og gefa því tækifæri til að njóta menningar, lista, íþrótta og útiveru í eigin sveitarfélagi og/eða heimsækja nágranna sína, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Setning Setning Vetrarhátíðar 2019 fer að þessu sinni fram við Hallgrímskirkju þann 7. febrúar nk. klukkan 19.45. Opnunaratriðið er ljósainnsetningin Passage eftir listamannahópinn Nocturnal frá Nýja Sjálandi sem er unnin í samvinnu við List í ljósi. Verkinu verður varpað á Hallgrímskirkjuturn. Unnið er með íslenska arfleið og mun verkið vekja turninn til lífsins með mynd og hljóði. Verkið verður til sýnis öll kvöld á hátíðinni frá kl. 19.00 - 23.00 Að setningu lokinni munu víkingar ganga fylktu liði að Listasafni Reykjavíkur þar sem þeir bjóða upp á sýningu um arfleifð víkinga. Nýjung á dagskrá Vetrarhátíðar er Ljósagangan, en það er gönguleið um ljóslistaverkin á Vetrarhátíð í miðborg Reykjavíkur. Alls eru ljóslistaverkin í ár sex talsins að meðtöldu verkinu á Hallgrímskirkju. Verkin eru á Hörputorgi, í Hörpu, á gafli Listasafns Reykjavíkur Geirsgötumegin, Ráðhúsi Reykjavíkur og í Listasafni Íslands. Tilvalið er að fara í Ljósagönguna með fjölskyldu eða vinum, sjón er sögu ríkari. Hugrakkir krakkar á Safnanótt Safnanótt verður síðan haldin föstudagskvöldið 8. febrúar 2019 en þá opna 53 söfn á höfuðborgarsvæðinu dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 18:00 til klukkan 23.00. Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Mikið verður um að vera fyrir hugrakka krakka í Grófarhúsi. Borgarbókasafnið heldur Háskaleika fyrir hugrakka krakka. Í Borgarskjalasafni verður boðið upp á ferðir um Dal dauðans. Boðið verður upp á tónlist, getraunir, föndur og fleira fyrir gesti og gangandi. Á Árbæjarsafni verður Draugaganga og í Sjóminjasafninu verður Litli sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Myntsafn Seðlabanka Íslands sýnir hin umdeildu málverk eftir Gunnlaug Blöndal í listaverkasafni bankans sem komust í fréttirnar á dögunum ásamt því að gestir geta skoðað og lyft gullstöng sem er nú sýnd í fyrsta sinn. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta notið Safnanætur fram eftir kvöldi sér að kostnaðarlausu. Frítt verður í sérstakan Safnanæturstrætó á milli allra safnanna. Sundlauganótt – Tónleikar, kayak og miðbæjarflot Sundlauganótt verður haldin laugardagskvöldið 9. febrúar 2018 en þá verður frítt í sund frá klukkan 17:00 til 22.00 í tólf sundlaugum höfuðborgarsvæðisins. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði í laugunum og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri. Tónlist, dans, kayak og leikhús verða allsráðandi, þar sem gestir eru hvattir til að taka þátt með því að dansa, syngja eða slaka á og njóta stundarinnar. Í Sundhöll Reykjavíkur verður boðið upp á miðbæjarflot í umsjón Ellýjar Ármannsdóttur flotþerapista sem ætlar að stýra kyrrlátu og heilandi samfloti í innilauginni. Flothettur verða á staðnum. Kósýheit og kyndlar á útisvæði. Skoðið fjölbreytta dagskrá Vetrarhátíðar á heimasíðu vetrarhatid.is.
Borgarstjórn Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Vetrarhátíð Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira