Milljarðar í rafmyntum læstir inni eftir að stofnandi kauphallar lést Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2019 23:30 Bitcoin er reyndar ekki til í þessari mynd en gæti litið svona út í efnislegri mynd. Getty/Tom Deckett Forsvarsmenn kauphallar sem sérhæfir sig í viðskiptum með rafmyntir hefur ekki lengur aðgang að 137 milljónum dollara virði rafmynta, tæplega 17 milljarða króna, í eigu viðskiptavina kauphallarinnar eftir að stofnandi hennar lést óvænt. Hann var sá eini sem vissi lykilorðið að rafrænni geymslu kauphallarinnar. Þetta kemur fram í eiðsvarinni yfirlýsingu Jennifer Robertson, eiginkonu Gerry Cotten, sem lést í Indlandi í desember á síðasta ári. Cotten stofnaði kauphöllina QuadrigaCX sem hefur glímt við ýmis vandræði að undanförnu. Megnið af þeim fjármunum sem kauphöllin geymdi fyrir um 100 þúsund viðskiptavini sína voru geymdir í rafrænni geymslu sem ekki var tengd netinu svo óprúttnir aðilar gætu ekki hakkað sér leið að verðmætunum. Geymslan var í fartölvu sem Cotten hafði umsjón með. „Fartölvan sem Gerry notaði til að hafa umsjón með fyrirtækinu er dulkóðuð og ég þekki ekki lykilorðið né veit ég hvernig hægt er að aflétta dulkóðuninni,“ skrifaði Robertson í yfirlýsingunni. „Þrátt fyrir mikla leit hef ég ekki fundið þessar upplýsingar.“ Hefur hún ráðið sérfræðinga til þess að komast inn í tölvuna. Hafa þeir þegar brotið sér leið inn í einkareikninga Cotten en hafa enn ekki haft erindi sem erfiði við það að komast inn í fartölvuna dulkóðuðu. Nánar má lesa um vandræði QuadrigaCX hér og hér. Rafmyntir Tengdar fréttir Bitcoin „algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku. 6. janúar 2019 11:30 Borgar bændum fyrir að fá að grafa eftir rafmyntum á bæjum þeirra Krista Hannesdóttir, stærðfræðikennari við Keili, og rafmyntanámuvinnsla hennar í Sandgerði og nágrenni og bóndabæjum hefur vakið athygli en fjallað er um starfsemi Kristu á bresku fréttasíðunni Wired 23. október 2018 10:54 Bitcoin notuð í Hvíta-Rússlandi Viðskiptafólk og spákaupmenn í Hvíta-Rússlandi geta nú keypt hlutabréf, gull og erlendar myntir með bitcoin og öðrum stórum rafmyntum. Fjárfestingarfyrirtækin VP Capital og Larnabel Ventures tilkynntu þetta í gær. 16. janúar 2019 06:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Forsvarsmenn kauphallar sem sérhæfir sig í viðskiptum með rafmyntir hefur ekki lengur aðgang að 137 milljónum dollara virði rafmynta, tæplega 17 milljarða króna, í eigu viðskiptavina kauphallarinnar eftir að stofnandi hennar lést óvænt. Hann var sá eini sem vissi lykilorðið að rafrænni geymslu kauphallarinnar. Þetta kemur fram í eiðsvarinni yfirlýsingu Jennifer Robertson, eiginkonu Gerry Cotten, sem lést í Indlandi í desember á síðasta ári. Cotten stofnaði kauphöllina QuadrigaCX sem hefur glímt við ýmis vandræði að undanförnu. Megnið af þeim fjármunum sem kauphöllin geymdi fyrir um 100 þúsund viðskiptavini sína voru geymdir í rafrænni geymslu sem ekki var tengd netinu svo óprúttnir aðilar gætu ekki hakkað sér leið að verðmætunum. Geymslan var í fartölvu sem Cotten hafði umsjón með. „Fartölvan sem Gerry notaði til að hafa umsjón með fyrirtækinu er dulkóðuð og ég þekki ekki lykilorðið né veit ég hvernig hægt er að aflétta dulkóðuninni,“ skrifaði Robertson í yfirlýsingunni. „Þrátt fyrir mikla leit hef ég ekki fundið þessar upplýsingar.“ Hefur hún ráðið sérfræðinga til þess að komast inn í tölvuna. Hafa þeir þegar brotið sér leið inn í einkareikninga Cotten en hafa enn ekki haft erindi sem erfiði við það að komast inn í fartölvuna dulkóðuðu. Nánar má lesa um vandræði QuadrigaCX hér og hér.
Rafmyntir Tengdar fréttir Bitcoin „algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku. 6. janúar 2019 11:30 Borgar bændum fyrir að fá að grafa eftir rafmyntum á bæjum þeirra Krista Hannesdóttir, stærðfræðikennari við Keili, og rafmyntanámuvinnsla hennar í Sandgerði og nágrenni og bóndabæjum hefur vakið athygli en fjallað er um starfsemi Kristu á bresku fréttasíðunni Wired 23. október 2018 10:54 Bitcoin notuð í Hvíta-Rússlandi Viðskiptafólk og spákaupmenn í Hvíta-Rússlandi geta nú keypt hlutabréf, gull og erlendar myntir með bitcoin og öðrum stórum rafmyntum. Fjárfestingarfyrirtækin VP Capital og Larnabel Ventures tilkynntu þetta í gær. 16. janúar 2019 06:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bitcoin „algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku. 6. janúar 2019 11:30
Borgar bændum fyrir að fá að grafa eftir rafmyntum á bæjum þeirra Krista Hannesdóttir, stærðfræðikennari við Keili, og rafmyntanámuvinnsla hennar í Sandgerði og nágrenni og bóndabæjum hefur vakið athygli en fjallað er um starfsemi Kristu á bresku fréttasíðunni Wired 23. október 2018 10:54
Bitcoin notuð í Hvíta-Rússlandi Viðskiptafólk og spákaupmenn í Hvíta-Rússlandi geta nú keypt hlutabréf, gull og erlendar myntir með bitcoin og öðrum stórum rafmyntum. Fjárfestingarfyrirtækin VP Capital og Larnabel Ventures tilkynntu þetta í gær. 16. janúar 2019 06:45