Bjóðum út bílastæðin Hildur Björnsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Reykjavík rekur sjö bílastæðahús í miðborginni. Reksturinn er ekki skyldubundið hlutverk sveitarfélagsins og færi mun betur í höndum einkaaðila – sem hafa almennt tilhneigingu til að tryggja aukna hagkvæmni og betri þjónustu en hið opinbera. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki hérlendis. Ísland hefur nú eitt hæsta hlutfall heims af bílum miðað við höfðatölu. Í dag er stærri hluta borgarlands ráðstafað undir umferðarmannvirki – en smærri hluta undir fólk og húsnæði. Þetta er óheppileg þróun – enda pláss takmörkuð gæði í sífellt þéttara borgarumhverfi. Það er hlutverk sveitarfélags að tryggja greiðar samgöngur með hagkvæma nýtingu borgarlands að leiðarljósi. Veita þarf borgarbúum frelsi og val um fjölbreytta ferðamáta. Styrkja þarf stöðu almenningssamgangna, gangandi og hjólandi. Betra jafnvægi má ná í borgarskipulagi og samgöngustraumum – fjölga þarf atvinnutækifærum austarlega og gera hverfi borgarinnar sjálfbær um verslun og þjónustu. Deilihagkerfið og tæknilausnir framtíðar geta einnig haft einhver áhrif. Bílastæði verða sífellt veigameira viðfangsefni þeirra sem fást við borgarskipulag. Í samanburði við erlendar borgir finnst fordæmalaus fjöldi bílastæða í miðborg Reykjavíkur. Hlutfallslega eru fleiri stæði á hvert starf, auk þess sem gjaldið er talsvert lægra en erlendis. Miðborgarland er eitt það verðmætasta hérlendis. Þessum verðmætu gæðum borgarinnar er víða ráðstafað ótímabundið og gjaldfrjálst undir bifreiðar. Það er óæskileg meðferð verðmæta. Umfangsmikil opinber umsvif, opinber afskipti og útdeiling gjaldfrjálsra gæða er vinstri pólitík. Lítil opinber umsvif, frelsi einstaklings til verðmætasköpunar án óhóflegra opinberra afskipta og sanngjörn gjaldtaka af þjónustuþegum er hægri pólitík. Ég aðhyllist þá síðarnefndu. Á næsta borgarstjórnarfundi mun Sjálfstæðisflokkur leggja til rekstrarútboð á bílastæðahúsum borgarinnar. Við viljum draga úr opinberum umsvifum, treysta skyldubundna þjónustu en færa önnur verkefni í hendur einkaaðila. Þannig bætum við þjónustu og lífsgæði í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Reykjavík rekur sjö bílastæðahús í miðborginni. Reksturinn er ekki skyldubundið hlutverk sveitarfélagsins og færi mun betur í höndum einkaaðila – sem hafa almennt tilhneigingu til að tryggja aukna hagkvæmni og betri þjónustu en hið opinbera. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki hérlendis. Ísland hefur nú eitt hæsta hlutfall heims af bílum miðað við höfðatölu. Í dag er stærri hluta borgarlands ráðstafað undir umferðarmannvirki – en smærri hluta undir fólk og húsnæði. Þetta er óheppileg þróun – enda pláss takmörkuð gæði í sífellt þéttara borgarumhverfi. Það er hlutverk sveitarfélags að tryggja greiðar samgöngur með hagkvæma nýtingu borgarlands að leiðarljósi. Veita þarf borgarbúum frelsi og val um fjölbreytta ferðamáta. Styrkja þarf stöðu almenningssamgangna, gangandi og hjólandi. Betra jafnvægi má ná í borgarskipulagi og samgöngustraumum – fjölga þarf atvinnutækifærum austarlega og gera hverfi borgarinnar sjálfbær um verslun og þjónustu. Deilihagkerfið og tæknilausnir framtíðar geta einnig haft einhver áhrif. Bílastæði verða sífellt veigameira viðfangsefni þeirra sem fást við borgarskipulag. Í samanburði við erlendar borgir finnst fordæmalaus fjöldi bílastæða í miðborg Reykjavíkur. Hlutfallslega eru fleiri stæði á hvert starf, auk þess sem gjaldið er talsvert lægra en erlendis. Miðborgarland er eitt það verðmætasta hérlendis. Þessum verðmætu gæðum borgarinnar er víða ráðstafað ótímabundið og gjaldfrjálst undir bifreiðar. Það er óæskileg meðferð verðmæta. Umfangsmikil opinber umsvif, opinber afskipti og útdeiling gjaldfrjálsra gæða er vinstri pólitík. Lítil opinber umsvif, frelsi einstaklings til verðmætasköpunar án óhóflegra opinberra afskipta og sanngjörn gjaldtaka af þjónustuþegum er hægri pólitík. Ég aðhyllist þá síðarnefndu. Á næsta borgarstjórnarfundi mun Sjálfstæðisflokkur leggja til rekstrarútboð á bílastæðahúsum borgarinnar. Við viljum draga úr opinberum umsvifum, treysta skyldubundna þjónustu en færa önnur verkefni í hendur einkaaðila. Þannig bætum við þjónustu og lífsgæði í Reykjavík.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun