Emiliano Sala og flugmaðurinn David Ibbotson voru þeir einu sem voru um borð í flugvélinni þegar hún hvarf. Sala var á leiðinni til Cardiff frá Nantes en hann hafði gengið til liðs við velska félagið nokkrum dögum fyrr.
Vélin hvarf þann 21. janúar og þremur dögum síðar var opinberri leit að Sala og Ibbotson hætt. Fjölskylda Sala setti af stað söfnun á netinu til þess að fjármagna einkaleit og bar hún árangur í gær þegar flugvélin fannst á sjávarbotni.
Í dag var rannsókn á flaki flugvélarinnar haldið áfram og hefur eitt lík fundist í flakinu. Ekki hefur verið greint frá því að svo stöddu af hverjum líkið sé.
Air Accidents Investigation Branch says underwater video footage shows one occupant visible in wreckage of plane carrying Emiliano Sala. #SSN
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 4, 2019