Kínversku mýsnar og verðbólgan Björn Berg Gunnarsson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Zhao Zhiyong, íbúa Shanghai, hefur væntanlega brugðið nokkuð þegar hann kom heim úr vinnunni um árið og sá ástandið á ævisparnaðinum. Zhao hafði komið reiðufénu fyrir á öruggum stað, að því er hann hélt að minnsta kosti. Djúpt í frakkavasa inni í dimmum skáp var sparnaðurinn kannski ekki á glámbekk en það dugði ekki til að plata mýsnar sem runnu á peningalyktina og átu hvað þær gátu. Þar fóru skólagjöld barnsins og lífeyrir foreldranna. Kínverjar eru almennt óvenju duglegir að spara. Heimilin leggja fyrir 25-35% af tekjum sínum og yfir helmingur leggur reglulega fyrir til skólagöngu barna sinna og í varasjóð. Þetta er hluti af menningu þeirra sem við mættum taka okkur til fyrirmyndar. Það er þó ekki síður mikilvægt að vanda valið á sparnaðarforminu. Ég veit ekki til þess að íslenska húsamúsin leggi sér peningaseðla til munns en því miður líður varla sú vika að ég hitti ekki einhvern sem hefur horft upp á dýrmætan varasparnað rýrna vegna misskilnings er tengist Tryggingastofnun. Einhverra hluta vegna er hún æði lífseig sú mýta að stofnunin skerði greiðslur vegna eigna fólks og að skerðingar ellilífeyris hennar séu króna á móti krónu. Þetta veldur því að sumir telja sig koma betur út fjárhagslega með að fela sparifé sitt fyrir ríkinu í bankahólfum, koddaverum eða frakkavösum. Þar er ávöxtunin auðvitað engin en seðlarnir eru þess í stað étnir upp af íslenskri hliðstæðu kínversku músanna, verðbólgunni. Sá sem stakk milljón undir dýnuna í upphafi árs 2009 á nú rúmar sjö hundruð þúsund krónur að raunvirði. Á reikningi eða í ríkisskuldabréfum hefðu skatturinn og Tryggingastofnun vissulega tekið sinn skerf af ávöxtuninni en stór hluti hennar hefði þó orðið eftir. Það hlýtur að vera betra að fá eitthvað en ekkert.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Zhao Zhiyong, íbúa Shanghai, hefur væntanlega brugðið nokkuð þegar hann kom heim úr vinnunni um árið og sá ástandið á ævisparnaðinum. Zhao hafði komið reiðufénu fyrir á öruggum stað, að því er hann hélt að minnsta kosti. Djúpt í frakkavasa inni í dimmum skáp var sparnaðurinn kannski ekki á glámbekk en það dugði ekki til að plata mýsnar sem runnu á peningalyktina og átu hvað þær gátu. Þar fóru skólagjöld barnsins og lífeyrir foreldranna. Kínverjar eru almennt óvenju duglegir að spara. Heimilin leggja fyrir 25-35% af tekjum sínum og yfir helmingur leggur reglulega fyrir til skólagöngu barna sinna og í varasjóð. Þetta er hluti af menningu þeirra sem við mættum taka okkur til fyrirmyndar. Það er þó ekki síður mikilvægt að vanda valið á sparnaðarforminu. Ég veit ekki til þess að íslenska húsamúsin leggi sér peningaseðla til munns en því miður líður varla sú vika að ég hitti ekki einhvern sem hefur horft upp á dýrmætan varasparnað rýrna vegna misskilnings er tengist Tryggingastofnun. Einhverra hluta vegna er hún æði lífseig sú mýta að stofnunin skerði greiðslur vegna eigna fólks og að skerðingar ellilífeyris hennar séu króna á móti krónu. Þetta veldur því að sumir telja sig koma betur út fjárhagslega með að fela sparifé sitt fyrir ríkinu í bankahólfum, koddaverum eða frakkavösum. Þar er ávöxtunin auðvitað engin en seðlarnir eru þess í stað étnir upp af íslenskri hliðstæðu kínversku músanna, verðbólgunni. Sá sem stakk milljón undir dýnuna í upphafi árs 2009 á nú rúmar sjö hundruð þúsund krónur að raunvirði. Á reikningi eða í ríkisskuldabréfum hefðu skatturinn og Tryggingastofnun vissulega tekið sinn skerf af ávöxtuninni en stór hluti hennar hefði þó orðið eftir. Það hlýtur að vera betra að fá eitthvað en ekkert.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun