Hvers vegna er mikilvægt að greina ADHD? Sólveig Ásgrímsdóttir skrifar 23. janúar 2019 12:21 ADHD er meðfædd röskun, ekki sjúkdómur og henni geta fylgt mjög alvarlegir fylgikvillar. Þessir fylgikvillar gera mjög fljótt vart við sig. Barn með ADHD getur verið komið með alvarlegan samskiptavanda og skerta sjálfsmynd við 7 eða 8 ára aldur. Þau líða oft undan kvíða sem þau geta ekki talað um. Komið hefur í ljós í rannsóknum og í starfi með ADHD börnum að mjög oft líklega oftast er undirrót mótþróa og reiðikasta kvíði, sem barnið getur ekki tjáð og sem er oft brugðist við með neikvæðni eða refsingum. Lyf forða fíkn Einstaklingur með ADHD sem fær greiningu snemma og fær meðferð strax hefur miklu betri möguleika á að standa sig í lífinu. Það hefur t.d. verið sýnt fram á það með rannsóknum, að börn með ADHD sem fá rétta meðferð með lyfjum eru í minni hættu á að ánetjast vímuefnum en þau sem ganga með ógreint og ómeðhöndlað ADHD. Með ADHD greiningunni opnast leiðir fyrir barn eða fullorðin til að fá svör við spurningunni, „af hverju er ég svona“? Er ég svo heimsk að ég get ekki lært eins vel og hinir. Er það vegna þess að ég er latur og vitlaus að yfirmaðurinn er alltaf með leiðindi við mig. Er ég ómöguleg móðir eða ómögulegur faðir, vegna þess að barnið mitt hagar sér illa og truflar í skólanum og lærir ekki neitt. Með greiningu fær nemandinn eða starfsmaðurinn að vita að það er ekki út af leti eða heimsku sem námið eða vinnan gengur illa. Foreldar fá að vita að vandi barns er ekki þeim að kenna.Úrræði, léttir og svör Það gengur illa vegna þess að hann eða hún eiga á miklu erfiðara með að halda athygli og skipuleggja sig en sá sem ekki er með ADHD, eins og fjöldi rannsókna sýna. Þær sýna líka að börn með ADHD eru meira krefjandi en börn sem ekki eru með ADHD. Einstaklingurinn og aðstandendur hans fá líka að vita með greiningu að það er ýmislegt hægt að gera til að bæta úr vandanum. Greiningunni fylgir því yfirleitt mikill léttir, oft dregur úr kvíða fyrir framtíðini því með því að fá skýringu á vandanum fær fólk von um að hægt sé að ráða við hann. Það fær von og kjark til að takast á það sem það taldi ómögulegt fyrir greiningu. Það hefur sýnt sig að fyrst eftir greiningu dregur úr kvíða og vonleysi en ef nauðsynleg meðferð fylgir ekki á eftir fer aftur í sama farið.Fordómar og afneitun Þrátt fyrir að ADHD sé viðurkennd röskun eru enn fordómar sem eru annað hvort vegna afneitunar eða þekkingarleysis þar má nefna fullyrðingar eins og: „ADHD er tískufyrirbrigði. Við komumst vel af áður og það hafa alltaf verið til óþægir krakkar sem urðu að duglegu fólki, sem stóð sig vel.“ Komust við vel af áður eða fréttum við bara af þeim sem komust af? Við fréttum líklega ekki af þeim sem enduðu á geðdeildum, fóru í neyslu eða voru inn og út úr fangelsum. Margir þeirra hafa mjög líklega verðið með ADHD. Einnig heyrist: „Foreldrar, sem nenna ekki að ala upp börnin sín og vilja lyf til að róa þau.“ Mjög algengt er að foreldar barna með ADHD segi, að þeir vilji síður að barnið fari á lyf. Yfirleitt er þetta mál, sem foreldar hugsa mikið um og afla sér sem bestra upplýsinga um kosti og ekki síst galla lyfjanna. Sumir, bæði foreldar fyrir hönd barna sinni og fullorðnir sem fá greiningar, hafna lyfjum eftir greiningu, vilja bara prófa aðrar aðferðir. Sumir sjá sig um hönd síðar, en aðrir fara aldrei á lyf. Fólk með ADHD er eins mismunandi og allir aðrir. Rannsóknir sýna að best gengur, þegar lyfjameðferð er notuð ástamt öðrum leiðum. Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Ásgrímsdóttir Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Sjá meira
ADHD er meðfædd röskun, ekki sjúkdómur og henni geta fylgt mjög alvarlegir fylgikvillar. Þessir fylgikvillar gera mjög fljótt vart við sig. Barn með ADHD getur verið komið með alvarlegan samskiptavanda og skerta sjálfsmynd við 7 eða 8 ára aldur. Þau líða oft undan kvíða sem þau geta ekki talað um. Komið hefur í ljós í rannsóknum og í starfi með ADHD börnum að mjög oft líklega oftast er undirrót mótþróa og reiðikasta kvíði, sem barnið getur ekki tjáð og sem er oft brugðist við með neikvæðni eða refsingum. Lyf forða fíkn Einstaklingur með ADHD sem fær greiningu snemma og fær meðferð strax hefur miklu betri möguleika á að standa sig í lífinu. Það hefur t.d. verið sýnt fram á það með rannsóknum, að börn með ADHD sem fá rétta meðferð með lyfjum eru í minni hættu á að ánetjast vímuefnum en þau sem ganga með ógreint og ómeðhöndlað ADHD. Með ADHD greiningunni opnast leiðir fyrir barn eða fullorðin til að fá svör við spurningunni, „af hverju er ég svona“? Er ég svo heimsk að ég get ekki lært eins vel og hinir. Er það vegna þess að ég er latur og vitlaus að yfirmaðurinn er alltaf með leiðindi við mig. Er ég ómöguleg móðir eða ómögulegur faðir, vegna þess að barnið mitt hagar sér illa og truflar í skólanum og lærir ekki neitt. Með greiningu fær nemandinn eða starfsmaðurinn að vita að það er ekki út af leti eða heimsku sem námið eða vinnan gengur illa. Foreldar fá að vita að vandi barns er ekki þeim að kenna.Úrræði, léttir og svör Það gengur illa vegna þess að hann eða hún eiga á miklu erfiðara með að halda athygli og skipuleggja sig en sá sem ekki er með ADHD, eins og fjöldi rannsókna sýna. Þær sýna líka að börn með ADHD eru meira krefjandi en börn sem ekki eru með ADHD. Einstaklingurinn og aðstandendur hans fá líka að vita með greiningu að það er ýmislegt hægt að gera til að bæta úr vandanum. Greiningunni fylgir því yfirleitt mikill léttir, oft dregur úr kvíða fyrir framtíðini því með því að fá skýringu á vandanum fær fólk von um að hægt sé að ráða við hann. Það fær von og kjark til að takast á það sem það taldi ómögulegt fyrir greiningu. Það hefur sýnt sig að fyrst eftir greiningu dregur úr kvíða og vonleysi en ef nauðsynleg meðferð fylgir ekki á eftir fer aftur í sama farið.Fordómar og afneitun Þrátt fyrir að ADHD sé viðurkennd röskun eru enn fordómar sem eru annað hvort vegna afneitunar eða þekkingarleysis þar má nefna fullyrðingar eins og: „ADHD er tískufyrirbrigði. Við komumst vel af áður og það hafa alltaf verið til óþægir krakkar sem urðu að duglegu fólki, sem stóð sig vel.“ Komust við vel af áður eða fréttum við bara af þeim sem komust af? Við fréttum líklega ekki af þeim sem enduðu á geðdeildum, fóru í neyslu eða voru inn og út úr fangelsum. Margir þeirra hafa mjög líklega verðið með ADHD. Einnig heyrist: „Foreldrar, sem nenna ekki að ala upp börnin sín og vilja lyf til að róa þau.“ Mjög algengt er að foreldar barna með ADHD segi, að þeir vilji síður að barnið fari á lyf. Yfirleitt er þetta mál, sem foreldar hugsa mikið um og afla sér sem bestra upplýsinga um kosti og ekki síst galla lyfjanna. Sumir, bæði foreldar fyrir hönd barna sinni og fullorðnir sem fá greiningar, hafna lyfjum eftir greiningu, vilja bara prófa aðrar aðferðir. Sumir sjá sig um hönd síðar, en aðrir fara aldrei á lyf. Fólk með ADHD er eins mismunandi og allir aðrir. Rannsóknir sýna að best gengur, þegar lyfjameðferð er notuð ástamt öðrum leiðum. Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar