Forherðing Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. janúar 2019 07:30 Steingrímur J. Sigfússon, hefur aldrei verið óumdeildur stjórnmálamaður og skamma má hann fyrir ýmislegt. Hann á þó ekki skilið þá skammardembu sem hann fær nú yfir sig frá þingmönnum Miðflokksins og tveimur þingmönnum sem áður tilheyrðu Flokki fólksins, en standa nú utan flokka. Tilefnið er kosning á sérstökum varaforsetum sem eiga að fara með Klaustursmálið. Þingmennirnir sem nú skammast í Steingrími eru einmitt þeir sömu og sátu að sumbli á Klausturbarnum og dunduðu sér við að klæmast. Í sjálfu sér kemur ekki á óvart að þessir þingmenn vilji að sem minnst sé um framkomu þeirra á barnum talað, hvað þá að hún fái sérstaka umfjöllun þingsins. Samt mætti ætla að þeir sæju einlæglega eftir því að hafa orðið sjálfum sér til minnkunar með framkomu sinni á barnum. Iðrunar verður þó ekki vart, þeim virðist fyrirmunað að sýna hana, forherðing þeirra er næstum algjör. Í stað þess að vera skömmustulegir á þingi rífa þeir þar kjaft og telja sig hafa fundið illgjarnan og hefnigjarnan óvin í forseta þingsins. Furðulegt var að fylgjast með framgöngu þessara þingmanna á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Veruleikafirring þeirra var algjör. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson brást við eins og hann gerir ætíð þegar hann mætir mótlæti, lýsti sér sem saklausu fórnarlambi pólitískra andstæðinga sem finni sérstaka lífsfyllingu í því að ofsækja hann. Þeir þingmenn Fólks flokksins sem sátu á Klausturbarnum, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, eru nokkuð umkomulausir á þingi eftir að hafa verið reknir úr flokknum. Þeir hafa bent á að þeir hafi haft sig lítið í frammi á Klausturbarnum. Það er rétt hjá þeim, þeir voru ekki að klæmast þar. Í tali á barnum var þó sitthvað sem gaf til kynna að þeir vildu heldur vera í Miðflokknum en í Flokki fólksins. Sú þrá endurspeglaðist í tali þeirra á þingi síðastliðinn þriðjudag en þar var engu líkara en þeir væru gengnir í björg með Sigmundi Davíð. Hvernig er á annan hátt hægt að skilja yfirlýsingu Ólafs Ísleifssonar þegar hann sagði í pontu þingsins um þá ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar að láta kjósa varaforseta til að fara með Klausturmálið: „Forseti Alþingis er að kalla yfir Alþingi þvílíka smán og niðurlægingu og yfir sjálfan sig blett á sinni forsetatíð.“ Nú skal spurt: Hvaða þingmenn hafa ekki kallað smán og niðurlægingu yfir sjálfan sig og sett blett á starfsferil sinn með orðum sínum og gjörðum, ef ekki einmitt þingmennirnir sem sátu á Klausturbar? Nokkrir þingmenn sem sátu á Klausturbarnum töluðu í umræðum um valdníðslu forseta þingsins. Karl Gauti Hjaltason lýsti síðan yfir vanþóknun sinni á því að þurfa að „standa í þessu máli og þurfa að taka þátt í argaþrasi um akkúrat ekki neitt nema ónýtt mál“. Eftir málflutning Miðflokksmanna og hinna óháðu þingmanna, sem í huganum eru greinilega gengnir í Miðflokkinn, er ljóst að þessir einstaklingar koma ekki auga á alvarleika Klaustursmálsins. Iðrun er ekki til í þeirra orðabók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, hefur aldrei verið óumdeildur stjórnmálamaður og skamma má hann fyrir ýmislegt. Hann á þó ekki skilið þá skammardembu sem hann fær nú yfir sig frá þingmönnum Miðflokksins og tveimur þingmönnum sem áður tilheyrðu Flokki fólksins, en standa nú utan flokka. Tilefnið er kosning á sérstökum varaforsetum sem eiga að fara með Klaustursmálið. Þingmennirnir sem nú skammast í Steingrími eru einmitt þeir sömu og sátu að sumbli á Klausturbarnum og dunduðu sér við að klæmast. Í sjálfu sér kemur ekki á óvart að þessir þingmenn vilji að sem minnst sé um framkomu þeirra á barnum talað, hvað þá að hún fái sérstaka umfjöllun þingsins. Samt mætti ætla að þeir sæju einlæglega eftir því að hafa orðið sjálfum sér til minnkunar með framkomu sinni á barnum. Iðrunar verður þó ekki vart, þeim virðist fyrirmunað að sýna hana, forherðing þeirra er næstum algjör. Í stað þess að vera skömmustulegir á þingi rífa þeir þar kjaft og telja sig hafa fundið illgjarnan og hefnigjarnan óvin í forseta þingsins. Furðulegt var að fylgjast með framgöngu þessara þingmanna á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Veruleikafirring þeirra var algjör. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson brást við eins og hann gerir ætíð þegar hann mætir mótlæti, lýsti sér sem saklausu fórnarlambi pólitískra andstæðinga sem finni sérstaka lífsfyllingu í því að ofsækja hann. Þeir þingmenn Fólks flokksins sem sátu á Klausturbarnum, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, eru nokkuð umkomulausir á þingi eftir að hafa verið reknir úr flokknum. Þeir hafa bent á að þeir hafi haft sig lítið í frammi á Klausturbarnum. Það er rétt hjá þeim, þeir voru ekki að klæmast þar. Í tali á barnum var þó sitthvað sem gaf til kynna að þeir vildu heldur vera í Miðflokknum en í Flokki fólksins. Sú þrá endurspeglaðist í tali þeirra á þingi síðastliðinn þriðjudag en þar var engu líkara en þeir væru gengnir í björg með Sigmundi Davíð. Hvernig er á annan hátt hægt að skilja yfirlýsingu Ólafs Ísleifssonar þegar hann sagði í pontu þingsins um þá ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar að láta kjósa varaforseta til að fara með Klausturmálið: „Forseti Alþingis er að kalla yfir Alþingi þvílíka smán og niðurlægingu og yfir sjálfan sig blett á sinni forsetatíð.“ Nú skal spurt: Hvaða þingmenn hafa ekki kallað smán og niðurlægingu yfir sjálfan sig og sett blett á starfsferil sinn með orðum sínum og gjörðum, ef ekki einmitt þingmennirnir sem sátu á Klausturbar? Nokkrir þingmenn sem sátu á Klausturbarnum töluðu í umræðum um valdníðslu forseta þingsins. Karl Gauti Hjaltason lýsti síðan yfir vanþóknun sinni á því að þurfa að „standa í þessu máli og þurfa að taka þátt í argaþrasi um akkúrat ekki neitt nema ónýtt mál“. Eftir málflutning Miðflokksmanna og hinna óháðu þingmanna, sem í huganum eru greinilega gengnir í Miðflokkinn, er ljóst að þessir einstaklingar koma ekki auga á alvarleika Klaustursmálsins. Iðrun er ekki til í þeirra orðabók.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun