Julen og framtíð heimsins Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 29. janúar 2019 07:00 Til eru fréttir sem setja sálarlífið á annan endann. Þessu fengu Spánverjar að finna fyrir í þrettán daga þegar örlögin undu fram eina þá mestu harmsögu sem hægt er að hugsa sér. Tveggja ára drengur, Julen að nafni, dettur í borholu og liggur á sjötíu metra dýpi þar sem ekki er hægt að ná til hans. Brunnurinn er á toppi fjalls nokkurs við bæinn Totalán og var nú hafist handa við að grafa eina þrjátíu metra niður í fjallið og þaðan var síðan boruð hola samhliða þeirri sem barnið lá í. Því næst voru gerð göng úr þeirri nýju yfir í þessa ólukkans holu sem boruð hafði verið í leyfisleysi og op hennar, einhverra hluta vegna, óvarið fyrir harmleikjum sem þessum. Að þessu loknu var loks hægt að komast að líki drengsins. En allir harmleikir bjóða líka upp á nýja von og hana er ekki erfitt að finna í þessu tilviki. Með samtakamætti allra þeirra sem að þessu komu, og lágu þar íbúar þorpsins ekki á liði sínu, var mögulegt að vinna verk á nokkrum dögum sem undir venjulegum kringumstæðum hefði tekið nokkra mánuði. Það er að segja, einn ganginn enn sannast að þegar mikið liggur við er hægt að áorka því sem áður var talið ofar mannlegum mætti. Þetta er afar holl hugvekja nú þegar heimurinn er á heljarþröm sökum græðgi okkar. Hins vegar, hvað þessa veröld varðar þá er nokkuð síðan að þörfin á þessum samtakamætti gerði vart við sig en við erum ennþá að funda um málið og að standa í stappi við þverhausa eins og Trump sem halda að til einhvers sé að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið ofan í hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Spánn Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Til eru fréttir sem setja sálarlífið á annan endann. Þessu fengu Spánverjar að finna fyrir í þrettán daga þegar örlögin undu fram eina þá mestu harmsögu sem hægt er að hugsa sér. Tveggja ára drengur, Julen að nafni, dettur í borholu og liggur á sjötíu metra dýpi þar sem ekki er hægt að ná til hans. Brunnurinn er á toppi fjalls nokkurs við bæinn Totalán og var nú hafist handa við að grafa eina þrjátíu metra niður í fjallið og þaðan var síðan boruð hola samhliða þeirri sem barnið lá í. Því næst voru gerð göng úr þeirri nýju yfir í þessa ólukkans holu sem boruð hafði verið í leyfisleysi og op hennar, einhverra hluta vegna, óvarið fyrir harmleikjum sem þessum. Að þessu loknu var loks hægt að komast að líki drengsins. En allir harmleikir bjóða líka upp á nýja von og hana er ekki erfitt að finna í þessu tilviki. Með samtakamætti allra þeirra sem að þessu komu, og lágu þar íbúar þorpsins ekki á liði sínu, var mögulegt að vinna verk á nokkrum dögum sem undir venjulegum kringumstæðum hefði tekið nokkra mánuði. Það er að segja, einn ganginn enn sannast að þegar mikið liggur við er hægt að áorka því sem áður var talið ofar mannlegum mætti. Þetta er afar holl hugvekja nú þegar heimurinn er á heljarþröm sökum græðgi okkar. Hins vegar, hvað þessa veröld varðar þá er nokkuð síðan að þörfin á þessum samtakamætti gerði vart við sig en við erum ennþá að funda um málið og að standa í stappi við þverhausa eins og Trump sem halda að til einhvers sé að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið ofan í hann.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar