Hvað trompar lýðheilsu? Guðmundur Steingrímsson skrifar 14. janúar 2019 07:00 Það er ekki augljóst hver munurinn er á því að tala um lýðheilsu og einfaldlega bara heilsu, en ég geri ráð fyrir að með því að tala um lýðheilsu og markmið um betri lýðheilsu sé átt við eitthvað sem skapar almennt betri heilsu. Það er verið að ræða um eitthvað sem gerir lífið betra fyrir ótrúlega marga í einu. Sumir myndu segja að þetta ætti að vera markmiðið í stjórnmálum. Að gera lífið betra fyrir mjög marga í einu. Helst alla. Þetta mistekst oft. Sumir segja að í stjórnmálum takist mönnum yfirleitt á einhvern ótrúlegan hátt, hvað eftir annað, að gera lífið verra fyrir mjög marga í einu. Málið er það, að oft blasir ekki fyllilega við hvað er fólki fyrir bestu, hvað bætir lífið. Það er hægt að taka arfaslakar ákvarðanir í þeim efnum. Sérstaklega finnst mér misheppnað þegar forystufólk ætlar sér að taka heilsufarsákvarðanir fyrir alla aðra. Ég held að það sé ekki hægt að bæta heiminn með forræðishyggju nema að mjög takmörkuðu leyti. Hvatning og fræðsla, í frjálsu og upplýstu samfélagi þar sem fólk ber ábyrgð á sjálfu sér, er betri blanda. Lög um skokk væru til dæmis fásinna. Að því sögðu blasir þó hitt líka við: Sumt þarf að ákveða. Það er ekkert annað í boði. Við getum ekki bæði haft vinstri og hægri umferð. Það verður að vera annað hvort. Sama gildir um klukkuna. Hún þarf að vera stillt einhvern veginn.Nýjar rannsóknir Árið 1968 var ákveðið á Íslandi að hafa klukkuna stillta þannig að birta í síðdeginu yrði meiri yfir árið heldur en birta á morgnana. Jafnframt fannst fólki í viðskiptalífinu fínt að vera nálægt Evrópu í tíma, ef senda ætti telefax. Sumartími var festur í sessi. Fólk sem stundar til dæmis golf síðdegis á haustin og snemma á vorin nýtur góðs af þessu. Fólk sem vill grilla síðdegis í dagsbirtu getur gert það oftar yfir árið. Ég ætla ekki að gera lítið úr þessum dásemdum. Á síðari árum hefur hins vegar komið í ljós, og það er stutt rannsóknum sem nýverið fengu Nóbelsverðlaunin, að það sem skiptir mestu, þegar kemur að klukkunni, er að klukkan á úlnliðnum sé í samræmi við sólargang og líkamsklukkuna. Þegar sólin er hæst á lofti yfir daginn, þá á klukkan að vera sem næst því að slá tólf, en ekki hálf tvö eins og nú er. Ef opinbera klukkan er vanstillt, hefur það margvísleg slæm líkamleg og andleg áhrif.Þreytt þjóð Nefnd sérfræðinga, sem nú hefur skilað skýrslu um þetta mál, og mælt sterklega með klukkubreytingu, er miklu betri í að rekja vísindin á bak þetta en nokkurn tímann ég. Veruleikinn segir hins vegar sína sögu. Út af rangri klukku eru Íslendingar látnir vakna á hverjum virkum degi um miðja nótt. Sú tilhögun felur í sér sérstaklega ömurlega aðför að ungu fólki. Að vekja ungling á Íslandi að morgni skóladags yfir vetrarmánuðina er fyrir mörgum svipuð reynsla og að reyna að svæla púkann út úr stelpunni í Exorcist. Íslendingar hafa verið rændir eðlilegum svefni síðan 1968. Vill Vigdís Hauks ekki skjóta því til héraðssaksóknara? Djók. En í alvöru talað: Getur verið að ævarandi lítil framleiðni á vinnumarkaði, metnotkun geðlyfja og brottfall ungmenna úr skólum, sé eitthvað tengt því að fólk fær ekki að sofa almennilega?Myrkraöflin Hvað mælir þá gegn því að breyta klukkunni, og hafa klukkuna stillta í samræmi við náttúruna, líkamsstarfsemi og stöðu landsins á jarðkringlunni? Einhvern veginn þarf hún að vera, og hvers vegna þá ekki þannig? Hér virðist hafa skapast dauðafæri til að bæta líf ótrúlega margra í einu, með einni ákvörðun. Hvað hindrar? Ég lagði nokkrum sinnum fram tillögu um klukkubreytingu á þingi. Það er skemmst frá því að segja, að ég hef aldrei fengið jafn úrill og nöturleg viðbrögð við nokkru því sem ég hef lagt fram og talað fyrir á lífsleiðinni. Frá örfáum aðilum. Eiginlega voru viðbrögð þeirra þess eðlis að þau vöktu grunsemdir í sjálfu sér um slæman svefn fólks. Ég var vændur um að hafa ekkert fram að færa annað en bara eitthvert klukkuhjal. Klukkumálið var talið bera málefnafátækt minni, og stjórnmálahreyfingarinnar, vitni. Viðbrögðin voru eins og handabendingar og hrakyrði vansvefta fólks sem vakið er um miðja nótt. Þetta eru myrkraöflin, gæti ég svarað álíka vansvefta. Það er réttnefni. Þau vilja jú að fólk byrji daga sína sem oftast örþreytt í svartamyrkri. Eða hvað? Spurningar blasa við. Þær eru mjög athyglisverðar. Er lýðheilsa léttvæg? Er hægt að réttlæta þannig pólitík til lengri tíma? Hvað trompar lýðheilsu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ekki augljóst hver munurinn er á því að tala um lýðheilsu og einfaldlega bara heilsu, en ég geri ráð fyrir að með því að tala um lýðheilsu og markmið um betri lýðheilsu sé átt við eitthvað sem skapar almennt betri heilsu. Það er verið að ræða um eitthvað sem gerir lífið betra fyrir ótrúlega marga í einu. Sumir myndu segja að þetta ætti að vera markmiðið í stjórnmálum. Að gera lífið betra fyrir mjög marga í einu. Helst alla. Þetta mistekst oft. Sumir segja að í stjórnmálum takist mönnum yfirleitt á einhvern ótrúlegan hátt, hvað eftir annað, að gera lífið verra fyrir mjög marga í einu. Málið er það, að oft blasir ekki fyllilega við hvað er fólki fyrir bestu, hvað bætir lífið. Það er hægt að taka arfaslakar ákvarðanir í þeim efnum. Sérstaklega finnst mér misheppnað þegar forystufólk ætlar sér að taka heilsufarsákvarðanir fyrir alla aðra. Ég held að það sé ekki hægt að bæta heiminn með forræðishyggju nema að mjög takmörkuðu leyti. Hvatning og fræðsla, í frjálsu og upplýstu samfélagi þar sem fólk ber ábyrgð á sjálfu sér, er betri blanda. Lög um skokk væru til dæmis fásinna. Að því sögðu blasir þó hitt líka við: Sumt þarf að ákveða. Það er ekkert annað í boði. Við getum ekki bæði haft vinstri og hægri umferð. Það verður að vera annað hvort. Sama gildir um klukkuna. Hún þarf að vera stillt einhvern veginn.Nýjar rannsóknir Árið 1968 var ákveðið á Íslandi að hafa klukkuna stillta þannig að birta í síðdeginu yrði meiri yfir árið heldur en birta á morgnana. Jafnframt fannst fólki í viðskiptalífinu fínt að vera nálægt Evrópu í tíma, ef senda ætti telefax. Sumartími var festur í sessi. Fólk sem stundar til dæmis golf síðdegis á haustin og snemma á vorin nýtur góðs af þessu. Fólk sem vill grilla síðdegis í dagsbirtu getur gert það oftar yfir árið. Ég ætla ekki að gera lítið úr þessum dásemdum. Á síðari árum hefur hins vegar komið í ljós, og það er stutt rannsóknum sem nýverið fengu Nóbelsverðlaunin, að það sem skiptir mestu, þegar kemur að klukkunni, er að klukkan á úlnliðnum sé í samræmi við sólargang og líkamsklukkuna. Þegar sólin er hæst á lofti yfir daginn, þá á klukkan að vera sem næst því að slá tólf, en ekki hálf tvö eins og nú er. Ef opinbera klukkan er vanstillt, hefur það margvísleg slæm líkamleg og andleg áhrif.Þreytt þjóð Nefnd sérfræðinga, sem nú hefur skilað skýrslu um þetta mál, og mælt sterklega með klukkubreytingu, er miklu betri í að rekja vísindin á bak þetta en nokkurn tímann ég. Veruleikinn segir hins vegar sína sögu. Út af rangri klukku eru Íslendingar látnir vakna á hverjum virkum degi um miðja nótt. Sú tilhögun felur í sér sérstaklega ömurlega aðför að ungu fólki. Að vekja ungling á Íslandi að morgni skóladags yfir vetrarmánuðina er fyrir mörgum svipuð reynsla og að reyna að svæla púkann út úr stelpunni í Exorcist. Íslendingar hafa verið rændir eðlilegum svefni síðan 1968. Vill Vigdís Hauks ekki skjóta því til héraðssaksóknara? Djók. En í alvöru talað: Getur verið að ævarandi lítil framleiðni á vinnumarkaði, metnotkun geðlyfja og brottfall ungmenna úr skólum, sé eitthvað tengt því að fólk fær ekki að sofa almennilega?Myrkraöflin Hvað mælir þá gegn því að breyta klukkunni, og hafa klukkuna stillta í samræmi við náttúruna, líkamsstarfsemi og stöðu landsins á jarðkringlunni? Einhvern veginn þarf hún að vera, og hvers vegna þá ekki þannig? Hér virðist hafa skapast dauðafæri til að bæta líf ótrúlega margra í einu, með einni ákvörðun. Hvað hindrar? Ég lagði nokkrum sinnum fram tillögu um klukkubreytingu á þingi. Það er skemmst frá því að segja, að ég hef aldrei fengið jafn úrill og nöturleg viðbrögð við nokkru því sem ég hef lagt fram og talað fyrir á lífsleiðinni. Frá örfáum aðilum. Eiginlega voru viðbrögð þeirra þess eðlis að þau vöktu grunsemdir í sjálfu sér um slæman svefn fólks. Ég var vændur um að hafa ekkert fram að færa annað en bara eitthvert klukkuhjal. Klukkumálið var talið bera málefnafátækt minni, og stjórnmálahreyfingarinnar, vitni. Viðbrögðin voru eins og handabendingar og hrakyrði vansvefta fólks sem vakið er um miðja nótt. Þetta eru myrkraöflin, gæti ég svarað álíka vansvefta. Það er réttnefni. Þau vilja jú að fólk byrji daga sína sem oftast örþreytt í svartamyrkri. Eða hvað? Spurningar blasa við. Þær eru mjög athyglisverðar. Er lýðheilsa léttvæg? Er hægt að réttlæta þannig pólitík til lengri tíma? Hvað trompar lýðheilsu?
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar