66 þúsund tonn af kolum Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 16. janúar 2019 07:00 Eitt af stóru málum okkar hjá Landvernd er baráttan gegn stóriðjuframkvæmdum sem auka mjög á losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Þetta á meðal annars við um kísilver PCC á Bakka. Samkvæmt starfsleyfi hefur kílsilverið heimild til að brenna árlega 66 þúsund tonnum af kolum og þannig auka losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum um 8 prósent á ári. Fyrir jól féll úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem Landvernd kærði starfsleyfi kísilversins. Landvernd telur að starfsleyfið stangist meðal annars á við skuldbindingar Íslands um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því miður féllst Úrskurðarnefndin ekki á að ástæða væri til þess að afturkalla starfsleyfi verksmiðjunnar. Landvernd kallar eftir því að stofnanir ríkisins og fyrirtæki í eigu þess leggist á eitt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í raun og hætti að nota loftslagsmál sem tylliástæðu fyrir uppfyllingu virkjana- og verksmiðjudrauma sinna.Réttlæta eyðilegginguna Sumum er tamt að halda því fram að framlag okkar Íslendinga til loftslagsmála sé virkjun vatnsfalla og jarðhita til framleiðslu á hráefnum sem fara á heimsmarkað. Með því réttlæta sumir fyrir sjálfum sér þá eyðileggingu sem við höfum stundað á gríðarfögrum náttúruminjum Íslands sem eru oft einstakar í heiminum. Þá er því haldið fram að með því dragi úr framleiðslu hráefnanna með jarðefnaeldsneyti en ekki hefur verið sýnt fram á neitt slíkt samhengi; eingöngu er ljóst að framboð af hráefninu er aukið. Landvernd er í þessu tilviki ekki sumir. Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að benda á þau mörgu tækifæri sem við höfum til þess að draga úr okkar eigin losun gróðurhúsalofttegunda jafnframt því sem við verndum þann mikla auð sem býr í náttúrunni okkar og vera þannig góð fyrirmynd fyrir heiminn sem þjóð sem er kolefnisneikvæð. Með því yrðum við þjóð sem bindur meira af gróðurhúsalofttegundum en hún losar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af stóru málum okkar hjá Landvernd er baráttan gegn stóriðjuframkvæmdum sem auka mjög á losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Þetta á meðal annars við um kísilver PCC á Bakka. Samkvæmt starfsleyfi hefur kílsilverið heimild til að brenna árlega 66 þúsund tonnum af kolum og þannig auka losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum um 8 prósent á ári. Fyrir jól féll úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem Landvernd kærði starfsleyfi kísilversins. Landvernd telur að starfsleyfið stangist meðal annars á við skuldbindingar Íslands um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því miður féllst Úrskurðarnefndin ekki á að ástæða væri til þess að afturkalla starfsleyfi verksmiðjunnar. Landvernd kallar eftir því að stofnanir ríkisins og fyrirtæki í eigu þess leggist á eitt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í raun og hætti að nota loftslagsmál sem tylliástæðu fyrir uppfyllingu virkjana- og verksmiðjudrauma sinna.Réttlæta eyðilegginguna Sumum er tamt að halda því fram að framlag okkar Íslendinga til loftslagsmála sé virkjun vatnsfalla og jarðhita til framleiðslu á hráefnum sem fara á heimsmarkað. Með því réttlæta sumir fyrir sjálfum sér þá eyðileggingu sem við höfum stundað á gríðarfögrum náttúruminjum Íslands sem eru oft einstakar í heiminum. Þá er því haldið fram að með því dragi úr framleiðslu hráefnanna með jarðefnaeldsneyti en ekki hefur verið sýnt fram á neitt slíkt samhengi; eingöngu er ljóst að framboð af hráefninu er aukið. Landvernd er í þessu tilviki ekki sumir. Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að benda á þau mörgu tækifæri sem við höfum til þess að draga úr okkar eigin losun gróðurhúsalofttegunda jafnframt því sem við verndum þann mikla auð sem býr í náttúrunni okkar og vera þannig góð fyrirmynd fyrir heiminn sem þjóð sem er kolefnisneikvæð. Með því yrðum við þjóð sem bindur meira af gróðurhúsalofttegundum en hún losar.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun