Lýst eftir leiðtoga Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. janúar 2019 07:45 Vandræðagangur bresku ríkisstjórnarinnar í Brexit-málinu virðist engan enda ætla að taka. Þingið felldi í vikunni Brexit-samkomulag May forsætisráðherra, en um var að ræða stærsta ósigur sitjandi ríkisstjórnar frá árinu 1924. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, boðaði í kjölfarið vantrauststillögu sem einnig var felld. Staðan er því í meira lagi óljós. Þrátt fyrir þungan skell May í Brexit-kosningunni nýtur hún stuðnings meirihluta þingsins. Hvert skal haldið þá? Einungis örfáar vikur eru þar til frestur Breta til útgöngu rennur út nú í lok mars. Sennilegast hlýtur þó að vera að Evrópusambandið framlengi frestinn og gefi þannig Bretum færi á að ná bærilegri lendingu. Að minnsta kosti virðist ríflegur meirihluti fyrir því í breska þinginu, og meðal ráðamanna í Evrópu, að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Vandi Breta krystallast í þeirri staðreynd að þrátt fyrir útreið samningsins í þinginu varði þingheimur May vantrausti. Er nema von að slík óvissa ríki þegar sjálft þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Enginn leiðtogi sem leitt gæti þjóðina út úr þessum ógöngum virðist í sjónmáli í Bretlandi. Þeir sem fóru fremstir í baráttunni fyrir útgöngu eru rúnir trausti, og ekki að sjá að neinn sé þar augljóslega fremstur meðal jafningja. Michael Gove virðist orðinn dyggur stuðningsmaður May, og Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra, auk þess að hafa komið sér í margvíslegt klandur með orðum sínum og gjörðum. Jacob Rees-Mogg líkist frekar karakter úr bók eftir Charles Dickens en leiðtoga stjórnmálaflokks á 21. öldinni. Þá komum við að Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem er sósíalistaforingi af gamla skólanum. Honum hefur ekki tekist að nýta sér vandræðagang May sem skyldi og heyktist vikum saman við að bera fram vantrauststillögu. Loksins þegar hún kom fram var hún felld örugglega. Nú gera kunnugir því skóna að síðasta hálmstrá Corbyns til að snúa stöðunni sér í hag sé að breyta um kúrs og leggja beinlínis til að ný þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgöngu Breta. Líklegt er að Corbyn þyrfti að halda fyrir vit sér ef svo færi enda er hann enginn stuðningsmaður Evrópusambandsins. Ljóst er þó að eitthvað þarf til að höggva á hnútinn. Kannanir sýna að andstaða eykst í Bretlandi við útgöngu, en þær benda nú til að 16% fleiri vilji vera áfram í Evrópusambandinu. Því skal líka haldið til haga að nú, rúmum tveimur árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram, liggur betur fyrir hvað felst í útgöngu. Kjósendur fengju því tækifæri til að gera upp hug sinn á grundvelli staðreynda, en ekki stóryrða eins og sumarið 2016. Lýst er eftir leiðtoga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Vandræðagangur bresku ríkisstjórnarinnar í Brexit-málinu virðist engan enda ætla að taka. Þingið felldi í vikunni Brexit-samkomulag May forsætisráðherra, en um var að ræða stærsta ósigur sitjandi ríkisstjórnar frá árinu 1924. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, boðaði í kjölfarið vantrauststillögu sem einnig var felld. Staðan er því í meira lagi óljós. Þrátt fyrir þungan skell May í Brexit-kosningunni nýtur hún stuðnings meirihluta þingsins. Hvert skal haldið þá? Einungis örfáar vikur eru þar til frestur Breta til útgöngu rennur út nú í lok mars. Sennilegast hlýtur þó að vera að Evrópusambandið framlengi frestinn og gefi þannig Bretum færi á að ná bærilegri lendingu. Að minnsta kosti virðist ríflegur meirihluti fyrir því í breska þinginu, og meðal ráðamanna í Evrópu, að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Vandi Breta krystallast í þeirri staðreynd að þrátt fyrir útreið samningsins í þinginu varði þingheimur May vantrausti. Er nema von að slík óvissa ríki þegar sjálft þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Enginn leiðtogi sem leitt gæti þjóðina út úr þessum ógöngum virðist í sjónmáli í Bretlandi. Þeir sem fóru fremstir í baráttunni fyrir útgöngu eru rúnir trausti, og ekki að sjá að neinn sé þar augljóslega fremstur meðal jafningja. Michael Gove virðist orðinn dyggur stuðningsmaður May, og Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra, auk þess að hafa komið sér í margvíslegt klandur með orðum sínum og gjörðum. Jacob Rees-Mogg líkist frekar karakter úr bók eftir Charles Dickens en leiðtoga stjórnmálaflokks á 21. öldinni. Þá komum við að Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem er sósíalistaforingi af gamla skólanum. Honum hefur ekki tekist að nýta sér vandræðagang May sem skyldi og heyktist vikum saman við að bera fram vantrauststillögu. Loksins þegar hún kom fram var hún felld örugglega. Nú gera kunnugir því skóna að síðasta hálmstrá Corbyns til að snúa stöðunni sér í hag sé að breyta um kúrs og leggja beinlínis til að ný þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgöngu Breta. Líklegt er að Corbyn þyrfti að halda fyrir vit sér ef svo færi enda er hann enginn stuðningsmaður Evrópusambandsins. Ljóst er þó að eitthvað þarf til að höggva á hnútinn. Kannanir sýna að andstaða eykst í Bretlandi við útgöngu, en þær benda nú til að 16% fleiri vilji vera áfram í Evrópusambandinu. Því skal líka haldið til haga að nú, rúmum tveimur árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram, liggur betur fyrir hvað felst í útgöngu. Kjósendur fengju því tækifæri til að gera upp hug sinn á grundvelli staðreynda, en ekki stóryrða eins og sumarið 2016. Lýst er eftir leiðtoga.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun