Öll púslin skipta máli Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 9. janúar 2019 07:00 Tilnefningarnefndir og góðir stjórnarhættir hafa verið í sviðsljósinu undanfarin misseri. Hvers vegna ætli það sé? Skýringarnar eru vafalaust margar en meðal þeirra gæti verið frétt frá síðasta vori, þar sem sagt var frá bréfaskriftum bandaríska eignastýringafyrirtækisins Eaton Vance til stjórna þeirra skráðu félaga þar sem sjóðurinn var hluthafi. Í ljósi þessa mikla áhuga blása útgefendur leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja til morgunverðarfundar um tilnefningarnefndir á Grand Hótel í fyrramálið. En hvað gera þessar tilnefningarnefndir? Þær eru ekki hluti af árlegri veitingu Óskarsverðlaunanna eins og álykta mætti af nafninu í fyrstu heldur gagnlegt verkfæri hluthafa til að stuðla að góðum stjórnarháttum. Hlutverk tilnefningarnefnda er í sem stystu máli að meta heildstætt og tilnefna einstaklinga sem mynda heildstæðan og fjölhæfan hóp til stjórnarsetu í aðdraganda aðal- eða hluthafafundar. Í áðurnefndri frétt segir meðal annars: „Fram kemur í bréfinu […] að góðir stjórnarhættir leiði til aukins virðis fyrir hluthafa til lengri tíma litið. Eitt mikilvægasta atriðið til að tryggja góða stjórnarhætti sé að skipa tilnefningarnefnd. Vakin er athygli á því að 95% af skráðum fyrirtækjum í Svíþjóð hafi yfir að ráða slíkum nefndum.“ Í störfum sínum skal tilnefningarnefnd vinna að hagsmunum allra hluthafa og gæta þess að einstaklingar sem tilnefndir eru búi sem heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu til þess að rækja hlutverk sitt, eins og segir í nýjustu útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja, sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq Iceland og Samtök atvinnulífsins gefa út. Í inngangi leiðbeininganna er þeim sérstaklega beint að „einingum tengdum almannahagsmunum, en það eru fyrirtæki með verðbréf sín skráð á skipulegum verðbréfamarkaði, lífeyrissjóðir, lánastofnanir og vátryggingafélög.“ Tilnefningarnefndir komu fyrst fram í leiðbeiningum um góða stjórnarhætti árið 2009. Þrátt fyrir það voru lengst af einungis tvær tilnefningarnefndir starfandi í skráðum félögum. Sýn, áður Fjarskipti, setti á fót tilnefningarnefnd haustið 2014 og Skeljungur árið 2016.Og stjórnarsætið hlýtur?… Undanfarin misseri hafa tveir fagfjárfestar öðrum fremur kallað eftir tilnefningarnefndum í skráðum félögum: Eaton Vance og Lífeyrissjóðurinn Gildi. Töluvert hefur dregið til tíðinda fyrir áhugafólk um stjórnarhætti fyrirtækja í þessum efnum því í hóp Sýnar og Skeljungs hafa bæst Arion banki, Eik, Festi, Hagar, Origo, Reginn, Reitir, Síminn, Sjóvá, TM og VÍS. Í sumar samþykkti svo hluthafafundur HB Granda að fela stjórn að undirbúa að koma á fót tilnefningarnefnd innan félagsins. Af átján félögum á aðallista Kauphallarinnar eru því fjórtán ýmist með tilnefningarnefnd starfandi, í burðarliðnum eða með í skoðun að koma upp slíkri nefnd. Þessari miklu aukningu á þessum skamma tíma ber að fagna.Bæði verkfæri og markmið Sú staðreynd að bæði innlendir lífeyrissjóðir og erlendur eignastýringasjóður leggja kapp á að íslensk fyrirtæki komi á fót tilnefningarnefndum segir ákveðna sögu. Í áðurnefndri frétt teflir Eaton Vance þannig fram því einfalda sjónarmiði að góðir stjórnarhættir og tilvist tilnefningarnefnda innan fyrirtækja leiði til aukins virðis fyrirtækja til lengri tíma. Sjónarmiðið er því ekki eingöngu að góðir stjórnarhættir séu eftirsóknarverðir sem sjálfstætt markmið heldur leiði góðir stjórnarhættir til aukins virðis fyrir hluthafa, og að einn hornsteina góðra stjórnarhátta sé einmitt tilnefningarnefndir. Þetta ætti að vera hluthöfum hvatning til að í það minnsta skoða gaumgæfilega að koma á fót tilnefningarnefndum í sínum félögum til að tryggja fjölbreytni og fjölhæfni í stjórnum. Því þótt allir sem hafa lagst yfir púsluspil byrji á að finna hornpúslin væri útkoman heldur hrörleg, eða myndin sem birtist mjög smá, ef öll púslin væru hornpúsl. Sömu sögu má segja af stjórnum fyrirtækja. Séu stjórnarmenn of einsleitir, jafnvel þótt hver og einn þeirra sé mjög hæfur, kann það að draga úr styrk stjórna því styrkur stjórna felst öðru fremur í þeirri heild sem stjórnarmennirnir mynda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnar Dofri Ólafsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Tilnefningarnefndir og góðir stjórnarhættir hafa verið í sviðsljósinu undanfarin misseri. Hvers vegna ætli það sé? Skýringarnar eru vafalaust margar en meðal þeirra gæti verið frétt frá síðasta vori, þar sem sagt var frá bréfaskriftum bandaríska eignastýringafyrirtækisins Eaton Vance til stjórna þeirra skráðu félaga þar sem sjóðurinn var hluthafi. Í ljósi þessa mikla áhuga blása útgefendur leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja til morgunverðarfundar um tilnefningarnefndir á Grand Hótel í fyrramálið. En hvað gera þessar tilnefningarnefndir? Þær eru ekki hluti af árlegri veitingu Óskarsverðlaunanna eins og álykta mætti af nafninu í fyrstu heldur gagnlegt verkfæri hluthafa til að stuðla að góðum stjórnarháttum. Hlutverk tilnefningarnefnda er í sem stystu máli að meta heildstætt og tilnefna einstaklinga sem mynda heildstæðan og fjölhæfan hóp til stjórnarsetu í aðdraganda aðal- eða hluthafafundar. Í áðurnefndri frétt segir meðal annars: „Fram kemur í bréfinu […] að góðir stjórnarhættir leiði til aukins virðis fyrir hluthafa til lengri tíma litið. Eitt mikilvægasta atriðið til að tryggja góða stjórnarhætti sé að skipa tilnefningarnefnd. Vakin er athygli á því að 95% af skráðum fyrirtækjum í Svíþjóð hafi yfir að ráða slíkum nefndum.“ Í störfum sínum skal tilnefningarnefnd vinna að hagsmunum allra hluthafa og gæta þess að einstaklingar sem tilnefndir eru búi sem heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu til þess að rækja hlutverk sitt, eins og segir í nýjustu útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja, sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq Iceland og Samtök atvinnulífsins gefa út. Í inngangi leiðbeininganna er þeim sérstaklega beint að „einingum tengdum almannahagsmunum, en það eru fyrirtæki með verðbréf sín skráð á skipulegum verðbréfamarkaði, lífeyrissjóðir, lánastofnanir og vátryggingafélög.“ Tilnefningarnefndir komu fyrst fram í leiðbeiningum um góða stjórnarhætti árið 2009. Þrátt fyrir það voru lengst af einungis tvær tilnefningarnefndir starfandi í skráðum félögum. Sýn, áður Fjarskipti, setti á fót tilnefningarnefnd haustið 2014 og Skeljungur árið 2016.Og stjórnarsætið hlýtur?… Undanfarin misseri hafa tveir fagfjárfestar öðrum fremur kallað eftir tilnefningarnefndum í skráðum félögum: Eaton Vance og Lífeyrissjóðurinn Gildi. Töluvert hefur dregið til tíðinda fyrir áhugafólk um stjórnarhætti fyrirtækja í þessum efnum því í hóp Sýnar og Skeljungs hafa bæst Arion banki, Eik, Festi, Hagar, Origo, Reginn, Reitir, Síminn, Sjóvá, TM og VÍS. Í sumar samþykkti svo hluthafafundur HB Granda að fela stjórn að undirbúa að koma á fót tilnefningarnefnd innan félagsins. Af átján félögum á aðallista Kauphallarinnar eru því fjórtán ýmist með tilnefningarnefnd starfandi, í burðarliðnum eða með í skoðun að koma upp slíkri nefnd. Þessari miklu aukningu á þessum skamma tíma ber að fagna.Bæði verkfæri og markmið Sú staðreynd að bæði innlendir lífeyrissjóðir og erlendur eignastýringasjóður leggja kapp á að íslensk fyrirtæki komi á fót tilnefningarnefndum segir ákveðna sögu. Í áðurnefndri frétt teflir Eaton Vance þannig fram því einfalda sjónarmiði að góðir stjórnarhættir og tilvist tilnefningarnefnda innan fyrirtækja leiði til aukins virðis fyrirtækja til lengri tíma. Sjónarmiðið er því ekki eingöngu að góðir stjórnarhættir séu eftirsóknarverðir sem sjálfstætt markmið heldur leiði góðir stjórnarhættir til aukins virðis fyrir hluthafa, og að einn hornsteina góðra stjórnarhátta sé einmitt tilnefningarnefndir. Þetta ætti að vera hluthöfum hvatning til að í það minnsta skoða gaumgæfilega að koma á fót tilnefningarnefndum í sínum félögum til að tryggja fjölbreytni og fjölhæfni í stjórnum. Því þótt allir sem hafa lagst yfir púsluspil byrji á að finna hornpúslin væri útkoman heldur hrörleg, eða myndin sem birtist mjög smá, ef öll púslin væru hornpúsl. Sömu sögu má segja af stjórnum fyrirtækja. Séu stjórnarmenn of einsleitir, jafnvel þótt hver og einn þeirra sé mjög hæfur, kann það að draga úr styrk stjórna því styrkur stjórna felst öðru fremur í þeirri heild sem stjórnarmennirnir mynda.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar