Lögbrot í skjóli hins opinbera Árni Finnsson skrifar 20. desember 2018 07:00 Meira en hálft ár er nú liðið frá því laxeldisfyrirtækið Arnarlax hóf meðvitað að brjóta gegn skilyrðum starfsleyfis fyrir sjókvíaeldi sem það starfrækir í Arnarfirði. Þær stofnanir sem eiga að hafa eftirlit með starfseminni vita af brotinu en aðhafast þó ekki af ástæðum sem ekki hafa verið skýrðar. Samkvæmt þeim skilyrðum sem sett voru í starfsleyfi fyrir Arnarlax ber að hvíla eldissvæði við Hringdal í Arnarfirði í að lágmarki sex til átta mánuði áður en ný kynslóð af eldislaxi er sett út í sjókvíar á svæðinu. Með hvíldinni fengi umhverfið tíma til að ná jafnvægi áður en næsti skammtur af botnfalli og annarri mengun frá hundruðum þúsunda fiska bætist við það sem fyrir er. Arnarlax hafði þessi skilyrði að engu og setti út fisk í kvíar á svæðinu í byrjun júní, aðeins þremur mánuðum eftir að slátrað hafði verið fiski upp úr kvíum þar. Rétt er að taka fram að starfsleyfi fyrirtækisins er gefið út meðal annars á forsendum umhverfismats sem það lét sjálft gera, en þar kemur fram að hvíla þurfi eldissvæði í umræddan tíma. Umhverfisstofnun staðfesti þann 19. júní sl. að um frávik væri að ræða og krafði Arnarlax um úrbætur. Fyrirtækið hafði þá kröfu hins vegar að engu. Þann 16. júlí boðaði Umhverfisstofnun því að það yrði áminnt. Viðbrögð Arnalax voru þá að óska eftir undanþágu til umhverfisráðuneytisins. Síðan hefur ekkert gerst nema hvað Umhverfisstofnun sendi umsögn til ráðuneytisins í september þar sem lagst er gegn því að Arnarlax fái undanþágu. Afar sérstakt er að Umhverfisstofnun aðhafist ekki á meðan undanþágubeiðnin er til meðhöndlunar því ekkert í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir að ráðuneytinu sé heimilt að veita hana. Vinnubrögð ráðuneytisins eru að sama skapi illskiljanleg en undanþágubeiðnin hefur nú legið þar óafgreidd í fimm mánuði. Á meðan geldur umhverfið fyrir. Furðu vekur að þessi starfsemi virði ekki þau skilyrði sem henni eru sett í starfsleyfi. Enn furðulegra er að Umhverfisstofnun og ráðuneyti málaflokksins skuli ekki tryggja að þau skilyrði séu virt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Meira en hálft ár er nú liðið frá því laxeldisfyrirtækið Arnarlax hóf meðvitað að brjóta gegn skilyrðum starfsleyfis fyrir sjókvíaeldi sem það starfrækir í Arnarfirði. Þær stofnanir sem eiga að hafa eftirlit með starfseminni vita af brotinu en aðhafast þó ekki af ástæðum sem ekki hafa verið skýrðar. Samkvæmt þeim skilyrðum sem sett voru í starfsleyfi fyrir Arnarlax ber að hvíla eldissvæði við Hringdal í Arnarfirði í að lágmarki sex til átta mánuði áður en ný kynslóð af eldislaxi er sett út í sjókvíar á svæðinu. Með hvíldinni fengi umhverfið tíma til að ná jafnvægi áður en næsti skammtur af botnfalli og annarri mengun frá hundruðum þúsunda fiska bætist við það sem fyrir er. Arnarlax hafði þessi skilyrði að engu og setti út fisk í kvíar á svæðinu í byrjun júní, aðeins þremur mánuðum eftir að slátrað hafði verið fiski upp úr kvíum þar. Rétt er að taka fram að starfsleyfi fyrirtækisins er gefið út meðal annars á forsendum umhverfismats sem það lét sjálft gera, en þar kemur fram að hvíla þurfi eldissvæði í umræddan tíma. Umhverfisstofnun staðfesti þann 19. júní sl. að um frávik væri að ræða og krafði Arnarlax um úrbætur. Fyrirtækið hafði þá kröfu hins vegar að engu. Þann 16. júlí boðaði Umhverfisstofnun því að það yrði áminnt. Viðbrögð Arnalax voru þá að óska eftir undanþágu til umhverfisráðuneytisins. Síðan hefur ekkert gerst nema hvað Umhverfisstofnun sendi umsögn til ráðuneytisins í september þar sem lagst er gegn því að Arnarlax fái undanþágu. Afar sérstakt er að Umhverfisstofnun aðhafist ekki á meðan undanþágubeiðnin er til meðhöndlunar því ekkert í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir að ráðuneytinu sé heimilt að veita hana. Vinnubrögð ráðuneytisins eru að sama skapi illskiljanleg en undanþágubeiðnin hefur nú legið þar óafgreidd í fimm mánuði. Á meðan geldur umhverfið fyrir. Furðu vekur að þessi starfsemi virði ekki þau skilyrði sem henni eru sett í starfsleyfi. Enn furðulegra er að Umhverfisstofnun og ráðuneyti málaflokksins skuli ekki tryggja að þau skilyrði séu virt.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun