Einlægni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. desember 2018 07:00 Einlægni og hreinskilni eru mikilvægir eiginleikar en því miður ber ekki nægilega mikið á þeim í fari íslenskra stjórnmálamanna. Þjóðin myndi kunna svo miklu betur við stjórnmálamenn sína ef þeir leyfðu sér að sýna einlægni í stað þess að tala vélrænt, nánast eins og þeir hafi verið prógrammeraðir á flokksskrifstofunni. Íslenskir stjórnmálamenn eiga ekki einungis í erfiðleikum með að tala af einlægni, þeir eiga einnig í erfiðleikum með að iðrast einlæglega – eins og þjóðin hefur orðið vitni að síðustu daga og vikur. Þeir muldra einhver afsökunarorð, mest til að friða kjósendur, en það sést langar leiðir að þeir eru svekktastir yfir því að upp um þá hafi komist. Þeim virðist ómögulegt að viðurkenna að athæfi þeirra hefur leitt til þess að trúnaðarbrestur hefur orðið á milli þeirra og þjóðarinnar. Eftir skandalinn hafa flestir þeirra vit á að láta lítið fyrir sér fara en öllum er ljóst að þeir sjá enga ástæðu til að hverfa úr íslenskri pólitík. Þeir leyfa sér að treysta á skammtímaminni þjóðarinnar. Síðustu árin hefur þjóðin ekki haft stjórnmálamenn sína í sérstökum hávegum. Hún býst ekki við neinu frá þeim, nema þá helst skandölum, smáum og stórum. Þar hafa stjórnmálamenn staðið sig og verið ansi iðnir við að gjaldfella sig. Þeir hafa brugðist sjálfum sér, vinnustað sínum og þjóðinni. Það var því nánast eins og opinberun þegar menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mætti í Kastljósþátt á dögunum og talaði sig inn í hjörtu þjóðarinnar með einlægni, heiðarleika og innri styrk að vopni. Jafnvel þeir sem hafa algjörlega gefist upp á íslenskri pólitík hljóta að hafa öðlast vott af von. Þingmennirnir sem sátu á Klausturbar og ræddu um fyrrverandi samstarfskonu sína, Lilju Alfreðsdóttur, viðhöfðu þar ljótustu og viðbjóðslegustu orð sem hægt er að segja um nokkra konu. Þeir sem halda því fram, og það eru aðallega karlmenn, að stjórnmál séu harður heimur og þar verði fólk að sætta sig við alls kyns ummæli eru á algjörum villigötum í þeirri röksemdafærslu. Orðin sem Miðflokksmenn létu falla á barnum eru lýsandi fyrir ofbeldishugsun í garð kvenna. Engin kona á að þurfa að þola slík ummæli. Það var ákveðin frelsun fólgin í því að Lilja skyldi mæta í sjónvarpssal og svara ofbeldistali þessara manna. Til þess þurfti andlegan styrk, kjark og þrek og Lilja er greinilega rík af þeim eiginleikum. Þarna mætti sterk kona sem svaraði fyrir sig af festu og afgreiddi málið í lykilsetningu: „Ofbeldismenn hafa ekki dagskrárvald í íslensku samfélagi.“ Íslenskir stjórnmálamenn geta ansi margt lært af framgöngu Lilju. Hún talaði við þjóðina án þess að setja sig í stellingar, var hún sjálf og full af einlægni. Fólk kunni vel við hana um leið og það dáðist að henni. Það er nóg komið af baktjaldamakki og sora í íslenskri pólitík, þar skortir tilfinnanlega heiðarleika og einlægni. Þessir góðu eiginleikar finnast þó samt, eins og Lilja Alfreðsdóttir sýndi þjóðinni svo eftirminnilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Einlægni og hreinskilni eru mikilvægir eiginleikar en því miður ber ekki nægilega mikið á þeim í fari íslenskra stjórnmálamanna. Þjóðin myndi kunna svo miklu betur við stjórnmálamenn sína ef þeir leyfðu sér að sýna einlægni í stað þess að tala vélrænt, nánast eins og þeir hafi verið prógrammeraðir á flokksskrifstofunni. Íslenskir stjórnmálamenn eiga ekki einungis í erfiðleikum með að tala af einlægni, þeir eiga einnig í erfiðleikum með að iðrast einlæglega – eins og þjóðin hefur orðið vitni að síðustu daga og vikur. Þeir muldra einhver afsökunarorð, mest til að friða kjósendur, en það sést langar leiðir að þeir eru svekktastir yfir því að upp um þá hafi komist. Þeim virðist ómögulegt að viðurkenna að athæfi þeirra hefur leitt til þess að trúnaðarbrestur hefur orðið á milli þeirra og þjóðarinnar. Eftir skandalinn hafa flestir þeirra vit á að láta lítið fyrir sér fara en öllum er ljóst að þeir sjá enga ástæðu til að hverfa úr íslenskri pólitík. Þeir leyfa sér að treysta á skammtímaminni þjóðarinnar. Síðustu árin hefur þjóðin ekki haft stjórnmálamenn sína í sérstökum hávegum. Hún býst ekki við neinu frá þeim, nema þá helst skandölum, smáum og stórum. Þar hafa stjórnmálamenn staðið sig og verið ansi iðnir við að gjaldfella sig. Þeir hafa brugðist sjálfum sér, vinnustað sínum og þjóðinni. Það var því nánast eins og opinberun þegar menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mætti í Kastljósþátt á dögunum og talaði sig inn í hjörtu þjóðarinnar með einlægni, heiðarleika og innri styrk að vopni. Jafnvel þeir sem hafa algjörlega gefist upp á íslenskri pólitík hljóta að hafa öðlast vott af von. Þingmennirnir sem sátu á Klausturbar og ræddu um fyrrverandi samstarfskonu sína, Lilju Alfreðsdóttur, viðhöfðu þar ljótustu og viðbjóðslegustu orð sem hægt er að segja um nokkra konu. Þeir sem halda því fram, og það eru aðallega karlmenn, að stjórnmál séu harður heimur og þar verði fólk að sætta sig við alls kyns ummæli eru á algjörum villigötum í þeirri röksemdafærslu. Orðin sem Miðflokksmenn létu falla á barnum eru lýsandi fyrir ofbeldishugsun í garð kvenna. Engin kona á að þurfa að þola slík ummæli. Það var ákveðin frelsun fólgin í því að Lilja skyldi mæta í sjónvarpssal og svara ofbeldistali þessara manna. Til þess þurfti andlegan styrk, kjark og þrek og Lilja er greinilega rík af þeim eiginleikum. Þarna mætti sterk kona sem svaraði fyrir sig af festu og afgreiddi málið í lykilsetningu: „Ofbeldismenn hafa ekki dagskrárvald í íslensku samfélagi.“ Íslenskir stjórnmálamenn geta ansi margt lært af framgöngu Lilju. Hún talaði við þjóðina án þess að setja sig í stellingar, var hún sjálf og full af einlægni. Fólk kunni vel við hana um leið og það dáðist að henni. Það er nóg komið af baktjaldamakki og sora í íslenskri pólitík, þar skortir tilfinnanlega heiðarleika og einlægni. Þessir góðu eiginleikar finnast þó samt, eins og Lilja Alfreðsdóttir sýndi þjóðinni svo eftirminnilega.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun