Fyrstu bresku farþegar vetrarins lentir á Akureyri Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. desember 2018 16:26 Norðlendingar eru kampakátir með þessa ferðamannainnspýtingu. Isavia/Auðunn Fyrstu farþegarnir, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break, lentu á Akureyrarflugvelli í dag. Um er að ræða fyrstu ferð skrifstofunnar af 29 í vetur og verða sæti fyrir 200 manns í hverri ferð. Til verksins var notuð ein af stærri vélum flugfélagsins Titan Airways, sem nú sér um flugið fyrir Super Break. Um var að ræða Airbus A321 og segir í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands að lendingin hafi gengið vel. Áætlunarferðirnar séu kærkomin viðbót fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi. „Við erum hæstánægð með að vera komin aftur til Norðurlands fyrir fyrsta flug vetrarins. Í dag var flogið frá Exeter, einum af þeim 18 flugvöllum sem flogið verður frá í þessum 29 ferðum. Þeirra á meðal eru líka flugvellirnir í Inverness, Isle of Man, Jersey, Derry, Newquay og London Southend en frá þessum völlum förum við í fyrsta sinn,“ er haft eftir Chris Hagan, hjá Super Break, í fyrrnefndri tilkynningu. „Við höfum unnið náið með Markaðsstofu Norðurlands, samstarfsfyrirtækjum okkar á Norðurlandi, Isavia og Titan Airways til að tryggja að við séum sem best undirbúin fyrir komu 4500 ferðamanna á okkar vegum frá desember og fram í mars. Ég er viss um að þeir hlakki líka til að koma hingað og njóta hlýlegra móttaka heimafólks, eins og við höfum fengið að kynnast síðustu 18 mánuði. Við erum líka ánægð með að geta boðið Norðlendingum flugsæti til Bretlands, sem skapar í fyrsta sinni tækifæri á beinum tengingum við hin ýmsu héruð Bretlands sem ekki hafa áður verið í boði. Verðin eru frá aðeins 99 pundum og við munum auglýsa nánari upplýsingar í Dagskránni í hverri viku,“ bætir Hagan við.Að sögn aðstandenda gekk lending Airbus A321-þotunnar vel.Isavia/auðunn Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Fyrstu farþegarnir, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break, lentu á Akureyrarflugvelli í dag. Um er að ræða fyrstu ferð skrifstofunnar af 29 í vetur og verða sæti fyrir 200 manns í hverri ferð. Til verksins var notuð ein af stærri vélum flugfélagsins Titan Airways, sem nú sér um flugið fyrir Super Break. Um var að ræða Airbus A321 og segir í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands að lendingin hafi gengið vel. Áætlunarferðirnar séu kærkomin viðbót fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi. „Við erum hæstánægð með að vera komin aftur til Norðurlands fyrir fyrsta flug vetrarins. Í dag var flogið frá Exeter, einum af þeim 18 flugvöllum sem flogið verður frá í þessum 29 ferðum. Þeirra á meðal eru líka flugvellirnir í Inverness, Isle of Man, Jersey, Derry, Newquay og London Southend en frá þessum völlum förum við í fyrsta sinn,“ er haft eftir Chris Hagan, hjá Super Break, í fyrrnefndri tilkynningu. „Við höfum unnið náið með Markaðsstofu Norðurlands, samstarfsfyrirtækjum okkar á Norðurlandi, Isavia og Titan Airways til að tryggja að við séum sem best undirbúin fyrir komu 4500 ferðamanna á okkar vegum frá desember og fram í mars. Ég er viss um að þeir hlakki líka til að koma hingað og njóta hlýlegra móttaka heimafólks, eins og við höfum fengið að kynnast síðustu 18 mánuði. Við erum líka ánægð með að geta boðið Norðlendingum flugsæti til Bretlands, sem skapar í fyrsta sinni tækifæri á beinum tengingum við hin ýmsu héruð Bretlands sem ekki hafa áður verið í boði. Verðin eru frá aðeins 99 pundum og við munum auglýsa nánari upplýsingar í Dagskránni í hverri viku,“ bætir Hagan við.Að sögn aðstandenda gekk lending Airbus A321-þotunnar vel.Isavia/auðunn
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira