Hefja rannsókn á máli Macchiarini að nýju Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2018 13:22 Paolo Macchiarini starfaði við Karolinska í Stokkhólmi. Vísir/EPA Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að taka að nýju upp mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. Leikur grunur á að hann hafi með aðgerðum sínum gerst brotlegur og orðið í tvígang valdur að líkamlegu tjóni.Sænskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun og segja að saksóknarar hafi rannsakað mál þriggja sjúklinga sem fengu plastbarka grædda í sig af Macchiarini sem starfaði við Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Svíþjóð. Ákveðið hafi verið að taka upp rannsókn á máli tveggja sjúklinga að nýju – máli konu frá Tyrklandi og máli Erítreumannsins Andemariam Beyene sem sendur var til Stokkhólms frá Íslandi til að gangast undir aðgerð hjá Macchiarini. Komandi rannsókn kann síðar meir að leiða til að ákæra verði gefin út á hendur Macchiarini.Höfðu áður fellt málið niður Saksóknarar í Svíþjóð höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál gegn skurðlækninum þar sem ekki taldist vera hægt að sanna það með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna. Andemariam hafði búið á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka þegar hann var sendur utan 2011. Hann lést þremur árum síðar. Tómas Guðbjartsson var læknir Andemariam og í hópi meðhöfunda greina eftir Macchiarini þar sem fjallað var um rannsóknir á sjúklingnum.Vísindalegt misferli Opinber siðanefnd í Svíþjóð komst á síðasta ári að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Rannsóknarnefnd, sem forsvarsmenn Háskóla Íslands og Landspítala skipuðu, rannsakaði þátt íslensku læknanna sem tengjast málinu og skilaði sinni skýrslu í lok síðasta árs. Þar kom meðal annars fram að Macchiarini hafi blekkt Tómas til að breyta tilvísun sem hafi vart verið í samræmi við læknalög. Þá hafi Tómas ekki sýnt næga aðgæslu í samskiptum sínum við ítalska skurðlækninn. Heilbrigðismál Norðurlönd Plastbarkamálið Svíþjóð Tengdar fréttir Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22 Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32 Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21 Lancet dregur til baka tvær greinar Macchiarini Læknatímaritið dregur greinarnar til baka eftir að beiðni barst frá Ole Petter Ottersen, rektor Karolinska institutet í Stokkhólmi. 6. júlí 2018 13:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Sjá meira
Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að taka að nýju upp mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. Leikur grunur á að hann hafi með aðgerðum sínum gerst brotlegur og orðið í tvígang valdur að líkamlegu tjóni.Sænskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun og segja að saksóknarar hafi rannsakað mál þriggja sjúklinga sem fengu plastbarka grædda í sig af Macchiarini sem starfaði við Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Svíþjóð. Ákveðið hafi verið að taka upp rannsókn á máli tveggja sjúklinga að nýju – máli konu frá Tyrklandi og máli Erítreumannsins Andemariam Beyene sem sendur var til Stokkhólms frá Íslandi til að gangast undir aðgerð hjá Macchiarini. Komandi rannsókn kann síðar meir að leiða til að ákæra verði gefin út á hendur Macchiarini.Höfðu áður fellt málið niður Saksóknarar í Svíþjóð höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál gegn skurðlækninum þar sem ekki taldist vera hægt að sanna það með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna. Andemariam hafði búið á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka þegar hann var sendur utan 2011. Hann lést þremur árum síðar. Tómas Guðbjartsson var læknir Andemariam og í hópi meðhöfunda greina eftir Macchiarini þar sem fjallað var um rannsóknir á sjúklingnum.Vísindalegt misferli Opinber siðanefnd í Svíþjóð komst á síðasta ári að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Rannsóknarnefnd, sem forsvarsmenn Háskóla Íslands og Landspítala skipuðu, rannsakaði þátt íslensku læknanna sem tengjast málinu og skilaði sinni skýrslu í lok síðasta árs. Þar kom meðal annars fram að Macchiarini hafi blekkt Tómas til að breyta tilvísun sem hafi vart verið í samræmi við læknalög. Þá hafi Tómas ekki sýnt næga aðgæslu í samskiptum sínum við ítalska skurðlækninn.
Heilbrigðismál Norðurlönd Plastbarkamálið Svíþjóð Tengdar fréttir Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22 Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32 Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21 Lancet dregur til baka tvær greinar Macchiarini Læknatímaritið dregur greinarnar til baka eftir að beiðni barst frá Ole Petter Ottersen, rektor Karolinska institutet í Stokkhólmi. 6. júlí 2018 13:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Sjá meira
Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22
Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32
Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21
Lancet dregur til baka tvær greinar Macchiarini Læknatímaritið dregur greinarnar til baka eftir að beiðni barst frá Ole Petter Ottersen, rektor Karolinska institutet í Stokkhólmi. 6. júlí 2018 13:30