Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. nóvember 2017 19:30 Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. Erítreumaðurinn Andemariam Beyene fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hinn 9. júní 2011 eftir að hafa verið í meðferð á Landspítalanum vegna krabbameins í hálsi. Ítalski læknirinni Papolo Macchiarini stýrði aðgerðinni. Tómas Guðbjartsson sá um að skrifa tilvísun fyrir Beyene vegna áframhaldandi meðferðar í Svíþjóð og tók síðan þátt í aðgerðinni sjálfri úti í Stokkhólmi. Beyene lést í febrúar 2014 en meðferðin skilaði aldrei árangri. Síðan plastbarkaígræðslan og fleiri slíkar aðgerðir voru framkvæmdar hefur komið í ljós að Macchiarini beitti blekkingum um árangur plastbarkaígræðslunnar, braut sænsk lög með því að afla ekki leyfa fyrir notkun ákveðinna lyfja og kom sér hjá því að afla tilskilinna leyfa í Svíþjóð til að framkvæma aðgerðirnar. Páll Hreinsson formaður rannsóknarnefndar Landspítalans og Háskóla Íslands um plastbarkamálið kynnir niðurstöður nefndarinnar í Norræna húsinu í dag.Vísir/ErnirFram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Landspítalans og Háskóla Íslands um plastbarkamálið sem kom út í dag að Macchiarini fékk Tómas Guðbjartsson til gera á breytingar á lýsingu og sjúkrasögu Andemariam Beyene undir því yfirskini að breytingarnar væru ætlaðar siðanefnd. Hinn 11. og 12. maí 2011 hafi Tómas breytt þessum skjölum að beiðni Macchiarinis. Í stað texta sem Tómas hafði samið kom mjög gildishlaðinn texti, saminn af Macchiarini. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Hinn breytti texti fól í sér að ekki var lengur gert ráð fyrir laser-skurði á krabbameininu sem mögulegri meðferð, heldur aðeins hefðbundinni skurðaðgerð með eða án ígræðslu. Það er mat nefndarinnar að þessi breyting hafi tæplega verið í samræmi við 11. gr. læknalaga nr. 53/1988, sem þá voru í gildi, en þar sagði að lækni bæri að sýna varkárni og nákvæmni við útgáfu vottorða og annarra læknayfirlýsinga.“ Í andmælabréfi Tómasar til nefndarinnar dregur hann í efa að framangreindar breytingar á tilvísun Andemariams hafi gengið í bága við 11. gr. læknalaga enda hafi textinn ekki verið vottorð í þeim skilningi og augljóslega hafi Macchiarini verið að plata sig. Í skýrslu nefndarinnar segir að skylda lækna samkvæmt 11. gr. læknalaga hafi ekki aðeins náð til vottorða heldur einnig annarra læknayfirlýsinga. „Sú aðgæsluskylda sem lögð var á lækna með ákvæðinu var vafalítið ætlað að draga úr líkum á að yfirlýsingar lækna væru oftúlkaðar eða misnotaðar á annan hátt,“ segir í skýrslunni.Uppskrúfað orðalag býður upp á misnotkun Páll Hreinsson formaður rannsóknarnefndar um Plastbarkamálið sagði þegar skýrsla nefndarinnar var kynnt í dag að það hefði verið mjög aðfinnsluvert hjá Tómasi að gera þessar breytingar á lýsingu og mati á sjúkrasögu Andemeriams. „Samkvæmt þágildandi læknalögum áttu menn að orða umsagnir sínar, vottorð og annað sem kemur frá læknum á hógværan og skynsamlegan hátt. Þegar menn eru farnir að skrúfa upp orðalagið þá býður það upp á mistúlkun og misnotkun. Þetta orðfæri var á tæpasta vaði að samrýmast starfsskyldum hans. Það er samt erfitt að halda því fram af því það voru engir meðferðarkostir á Íslandi í boði. En þð er ekki þar með sagt að einhverjir aðrir meðferðarkostir á öðrum sjúkrahúsum hefðu ekki verið í boði eins og sérstaklega laserskurður,“ sagði Páll. Rannsóknarnefndin telur að Tómas Guðbjartsson hafi verið blekktur af Macchiarini til að breyta textanum. Tómasi hafi samt mátt vera ljóst að Macchiarini og samstarfsmenn hans væru að velta fyrir sér barkaígræðslu sem meðferðarrúrræði áður en Beyene var innritaður á Karolinska háskólasjúkrahúsið. Hann hafi hins vegar ekki getað vitað að öll tilskilin leyfi hafi skort fyrir aðgerðinni. Í skýrslunni segir: „Það er á hinn bóginn jafnframt niðurstaða nefndarinnar að ekkert í gögnum málsins bendi til þess að Tómasi hafi mátt vera ljóst að hin mögulega gervibarkaaðgerð á Andemariam skorti öll nauðsynleg opinber leyfi og yrði því í andstöðu við sænsk lög og viðteknar siðareglur á þessu sviði.“Öfluðu ekki tilskilinna leyfa fyrir vísindarannsóknum Eftir plastbarkaígræðsluna í Stokkhólmi kom Andemariam Beyene í blóðsýnatökur, CT myndatökur, berkjuspeglanir og spírometríu á Landspítalanum á tímabilinu frá ágúst til október 2011. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að þessar rannsóknir hafi verið gerðar vegnar ritunar vísindagreinar um plastbarkaaðgerðina í Lancet. Um hafi verið að ræða eiginlegar vísindarannsóknir og til þeirra hefði þurft að afla sérstakra leyfa lögum samkvæmt. Það hafi hins vegar aldrei verið gert. Þannig telur rannsóknarnefndin að Tómas Guðbjartsson og Landspítalinn hafi ekki fylgt lagareglum um vísindarannsóknir þegar Andemariam Beyene kom í þessar rannsóknir. Afla bar samþykkis sjúklingsins og varð efni samþykkisyfirlýsingar að uppfylla ákvæði laga um réttindi sjúklinga. Afla bar leyfis vísindasiðanefndar og þá bar að afla leyfis persónuverndar. Ekkert af þessu var gert. Í skýrslunni segir:„(T)elur nefndin að Tómasi Guðbjartssyni hafi átt að vera ljóst að tilefni hafi verið til að kanna hvort um leyfisskylda rannsókn var að ræða þar sem verið var að gera rannsóknir á Andemariam á Landspítala í tilefni af ritun og birtingu umræddrar vísindagreinar.“ Nefndin telur hins vegar að Tómas og aðrir starfsmenn Landspítalans sem hafi komið að umræddum rannsóknum hafi ekki gert sér grein fyrir því að rannsóknirnar væru eiginlegar vísindarannsóknir sem háðar væru leyfi. Tekur nefndin fram að hún hafi enga ástæðu til að ætla að Tómas hafi farið framhjá reglunum vísvitandi en í skýrslunni segir: „Nefndarmenn telja sig ekki hafa forsendur til að ætla að framangreindar reglur hafi verið sniðgengnar af ásetningi af Tómasi.“Máttu ekki vita um annmarka á aðgerð þegar málþing var haldið Nefndin fjallaði einnig um málþing sem var haldið í Háskóla Íslands í tilefni af ársafmæli fyrstu gervibarkaígræðslunnar sumarið 2012. Það er mat nefndarinnar að fyrirsvarsmönnum HÍ hafi ekki mátt vera ljóst að lagalegir og siðferðilegir annmarkar hefðu verið á aðgerðinni í Svíþjóð. Hins vegar tekur nefndin ekki afstöðu til þess hvort Tómas Guðbjartsson eða Paolo Macchiarini hafi í erindum sínum dregið fram ranga eða villandi mynd af árangrinum af plastbarkaígræðslunni þar sem engar upptökur eru til af erindum þeirra á málþinginu. Plastbarkamálið Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. Erítreumaðurinn Andemariam Beyene fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hinn 9. júní 2011 eftir að hafa verið í meðferð á Landspítalanum vegna krabbameins í hálsi. Ítalski læknirinni Papolo Macchiarini stýrði aðgerðinni. Tómas Guðbjartsson sá um að skrifa tilvísun fyrir Beyene vegna áframhaldandi meðferðar í Svíþjóð og tók síðan þátt í aðgerðinni sjálfri úti í Stokkhólmi. Beyene lést í febrúar 2014 en meðferðin skilaði aldrei árangri. Síðan plastbarkaígræðslan og fleiri slíkar aðgerðir voru framkvæmdar hefur komið í ljós að Macchiarini beitti blekkingum um árangur plastbarkaígræðslunnar, braut sænsk lög með því að afla ekki leyfa fyrir notkun ákveðinna lyfja og kom sér hjá því að afla tilskilinna leyfa í Svíþjóð til að framkvæma aðgerðirnar. Páll Hreinsson formaður rannsóknarnefndar Landspítalans og Háskóla Íslands um plastbarkamálið kynnir niðurstöður nefndarinnar í Norræna húsinu í dag.Vísir/ErnirFram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Landspítalans og Háskóla Íslands um plastbarkamálið sem kom út í dag að Macchiarini fékk Tómas Guðbjartsson til gera á breytingar á lýsingu og sjúkrasögu Andemariam Beyene undir því yfirskini að breytingarnar væru ætlaðar siðanefnd. Hinn 11. og 12. maí 2011 hafi Tómas breytt þessum skjölum að beiðni Macchiarinis. Í stað texta sem Tómas hafði samið kom mjög gildishlaðinn texti, saminn af Macchiarini. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Hinn breytti texti fól í sér að ekki var lengur gert ráð fyrir laser-skurði á krabbameininu sem mögulegri meðferð, heldur aðeins hefðbundinni skurðaðgerð með eða án ígræðslu. Það er mat nefndarinnar að þessi breyting hafi tæplega verið í samræmi við 11. gr. læknalaga nr. 53/1988, sem þá voru í gildi, en þar sagði að lækni bæri að sýna varkárni og nákvæmni við útgáfu vottorða og annarra læknayfirlýsinga.“ Í andmælabréfi Tómasar til nefndarinnar dregur hann í efa að framangreindar breytingar á tilvísun Andemariams hafi gengið í bága við 11. gr. læknalaga enda hafi textinn ekki verið vottorð í þeim skilningi og augljóslega hafi Macchiarini verið að plata sig. Í skýrslu nefndarinnar segir að skylda lækna samkvæmt 11. gr. læknalaga hafi ekki aðeins náð til vottorða heldur einnig annarra læknayfirlýsinga. „Sú aðgæsluskylda sem lögð var á lækna með ákvæðinu var vafalítið ætlað að draga úr líkum á að yfirlýsingar lækna væru oftúlkaðar eða misnotaðar á annan hátt,“ segir í skýrslunni.Uppskrúfað orðalag býður upp á misnotkun Páll Hreinsson formaður rannsóknarnefndar um Plastbarkamálið sagði þegar skýrsla nefndarinnar var kynnt í dag að það hefði verið mjög aðfinnsluvert hjá Tómasi að gera þessar breytingar á lýsingu og mati á sjúkrasögu Andemeriams. „Samkvæmt þágildandi læknalögum áttu menn að orða umsagnir sínar, vottorð og annað sem kemur frá læknum á hógværan og skynsamlegan hátt. Þegar menn eru farnir að skrúfa upp orðalagið þá býður það upp á mistúlkun og misnotkun. Þetta orðfæri var á tæpasta vaði að samrýmast starfsskyldum hans. Það er samt erfitt að halda því fram af því það voru engir meðferðarkostir á Íslandi í boði. En þð er ekki þar með sagt að einhverjir aðrir meðferðarkostir á öðrum sjúkrahúsum hefðu ekki verið í boði eins og sérstaklega laserskurður,“ sagði Páll. Rannsóknarnefndin telur að Tómas Guðbjartsson hafi verið blekktur af Macchiarini til að breyta textanum. Tómasi hafi samt mátt vera ljóst að Macchiarini og samstarfsmenn hans væru að velta fyrir sér barkaígræðslu sem meðferðarrúrræði áður en Beyene var innritaður á Karolinska háskólasjúkrahúsið. Hann hafi hins vegar ekki getað vitað að öll tilskilin leyfi hafi skort fyrir aðgerðinni. Í skýrslunni segir: „Það er á hinn bóginn jafnframt niðurstaða nefndarinnar að ekkert í gögnum málsins bendi til þess að Tómasi hafi mátt vera ljóst að hin mögulega gervibarkaaðgerð á Andemariam skorti öll nauðsynleg opinber leyfi og yrði því í andstöðu við sænsk lög og viðteknar siðareglur á þessu sviði.“Öfluðu ekki tilskilinna leyfa fyrir vísindarannsóknum Eftir plastbarkaígræðsluna í Stokkhólmi kom Andemariam Beyene í blóðsýnatökur, CT myndatökur, berkjuspeglanir og spírometríu á Landspítalanum á tímabilinu frá ágúst til október 2011. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að þessar rannsóknir hafi verið gerðar vegnar ritunar vísindagreinar um plastbarkaaðgerðina í Lancet. Um hafi verið að ræða eiginlegar vísindarannsóknir og til þeirra hefði þurft að afla sérstakra leyfa lögum samkvæmt. Það hafi hins vegar aldrei verið gert. Þannig telur rannsóknarnefndin að Tómas Guðbjartsson og Landspítalinn hafi ekki fylgt lagareglum um vísindarannsóknir þegar Andemariam Beyene kom í þessar rannsóknir. Afla bar samþykkis sjúklingsins og varð efni samþykkisyfirlýsingar að uppfylla ákvæði laga um réttindi sjúklinga. Afla bar leyfis vísindasiðanefndar og þá bar að afla leyfis persónuverndar. Ekkert af þessu var gert. Í skýrslunni segir:„(T)elur nefndin að Tómasi Guðbjartssyni hafi átt að vera ljóst að tilefni hafi verið til að kanna hvort um leyfisskylda rannsókn var að ræða þar sem verið var að gera rannsóknir á Andemariam á Landspítala í tilefni af ritun og birtingu umræddrar vísindagreinar.“ Nefndin telur hins vegar að Tómas og aðrir starfsmenn Landspítalans sem hafi komið að umræddum rannsóknum hafi ekki gert sér grein fyrir því að rannsóknirnar væru eiginlegar vísindarannsóknir sem háðar væru leyfi. Tekur nefndin fram að hún hafi enga ástæðu til að ætla að Tómas hafi farið framhjá reglunum vísvitandi en í skýrslunni segir: „Nefndarmenn telja sig ekki hafa forsendur til að ætla að framangreindar reglur hafi verið sniðgengnar af ásetningi af Tómasi.“Máttu ekki vita um annmarka á aðgerð þegar málþing var haldið Nefndin fjallaði einnig um málþing sem var haldið í Háskóla Íslands í tilefni af ársafmæli fyrstu gervibarkaígræðslunnar sumarið 2012. Það er mat nefndarinnar að fyrirsvarsmönnum HÍ hafi ekki mátt vera ljóst að lagalegir og siðferðilegir annmarkar hefðu verið á aðgerðinni í Svíþjóð. Hins vegar tekur nefndin ekki afstöðu til þess hvort Tómas Guðbjartsson eða Paolo Macchiarini hafi í erindum sínum dregið fram ranga eða villandi mynd af árangrinum af plastbarkaígræðslunni þar sem engar upptökur eru til af erindum þeirra á málþinginu.
Plastbarkamálið Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira