Corbyn ekki til í vantraust strax Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. desember 2018 07:00 Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi. Getty/Leon Neal Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins og bresku stjórnarandstöðunnar, sagðist í gær ekki ætla að leggja fram tillögu um vantraust á Theresu May forsætisráðherra. Það er, ekki fyrr en hann hefði fullvissu um að hann næði meirihluta á bak við slíka tillögu. Ef til þess kæmi þyrfti að boða til nýrra kosninga. Þeirra þriðju á fimm árum. Hins vegar sagði Corbyn að May hefði smánað embætti sitt með því að aflýsa atkvæðagreiðslu um Brexit-samninginn, sem hún hefur náð við ESB, er fram átti að fara í gær. „Þessi ríkisstjórn er ekki starfhæf lengur og forsætisráðherrann þarf að játa að samningurinn er dauður. Þessar misheppnuðu samningaviðræður hafa endað í tómri vitleysu. Hún hefur ekki lengur umboð til að semja af Bretlands hálfu fyrst hún hefur ekki umboð innan eigin flokks,“ sagði Corbyn. Miðað við orð Iains Duncans Smith, þingmanns Íhaldsflokksins, er einmitt ekki ljóst hvort May njóti stuðnings flokksmanna. Vissulega hefur stórt brot þingflokksins lengi verið óánægt með gang mála en nú virðist óánægðum fjölga. „Á undanförnum sólarhring hef ég tekið eftir því að æ fleiri eru að átta sig á því að þetta mun ekki ganga upp. Fólk sem hefði annars ekki sent bréf um vantraust er nú að gera það opinberlega. Stemningin í flokknum er að breytast,“ sagði Smith í gær. Sjálf var May á meginlandinu í gær til að ræða við leiðtoga aðildarríkja og sambandsins sjálfs um samninginn. Óánægjan sem hefur ríkt um samninginn stafar einna helst af varúðarráðstöfun um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ráðstöfunin felur í sér að komist aðilar ekki að samkomulagi um hvernig hátta skuli tollamálum svo hægt sé að fyrirbyggja sýnileg landamæri skuli Norður-Írland áfram lúta reglum tollabandalagsins. Það þykir mörgum óásættanlegt. Corbyn sagði að þessi reisa May væri tilgangslaus sóun á tíma og almannafé. Samkvæmt Andreu Leadsom, þingflokksformanni Íhaldsflokksins, leitaðist May við að fá það samþykkt að breska þingið þyrfti að samþykkja virkjun varúðarráðstöfunarinnar og svo árlega atkvæðagreiðslu um hana. May fundaði til dæmis með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Bæði sögðu þau algjörlega út úr myndinni að breyta samningnum. Þau vildu þó hjálpa henni að koma samningnum í gegnum þingið. Forsætisráðherrann breski heldur svo til Írlands í dag þar sem hún fundar með Leo Varadkar forsætisráðherra. Sá sagði í dag að hann ætlaði að koma því á framfæri að samningnum, varúðarráðstöfuninni þar með talinni, yrði ekki breytt. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins og bresku stjórnarandstöðunnar, sagðist í gær ekki ætla að leggja fram tillögu um vantraust á Theresu May forsætisráðherra. Það er, ekki fyrr en hann hefði fullvissu um að hann næði meirihluta á bak við slíka tillögu. Ef til þess kæmi þyrfti að boða til nýrra kosninga. Þeirra þriðju á fimm árum. Hins vegar sagði Corbyn að May hefði smánað embætti sitt með því að aflýsa atkvæðagreiðslu um Brexit-samninginn, sem hún hefur náð við ESB, er fram átti að fara í gær. „Þessi ríkisstjórn er ekki starfhæf lengur og forsætisráðherrann þarf að játa að samningurinn er dauður. Þessar misheppnuðu samningaviðræður hafa endað í tómri vitleysu. Hún hefur ekki lengur umboð til að semja af Bretlands hálfu fyrst hún hefur ekki umboð innan eigin flokks,“ sagði Corbyn. Miðað við orð Iains Duncans Smith, þingmanns Íhaldsflokksins, er einmitt ekki ljóst hvort May njóti stuðnings flokksmanna. Vissulega hefur stórt brot þingflokksins lengi verið óánægt með gang mála en nú virðist óánægðum fjölga. „Á undanförnum sólarhring hef ég tekið eftir því að æ fleiri eru að átta sig á því að þetta mun ekki ganga upp. Fólk sem hefði annars ekki sent bréf um vantraust er nú að gera það opinberlega. Stemningin í flokknum er að breytast,“ sagði Smith í gær. Sjálf var May á meginlandinu í gær til að ræða við leiðtoga aðildarríkja og sambandsins sjálfs um samninginn. Óánægjan sem hefur ríkt um samninginn stafar einna helst af varúðarráðstöfun um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ráðstöfunin felur í sér að komist aðilar ekki að samkomulagi um hvernig hátta skuli tollamálum svo hægt sé að fyrirbyggja sýnileg landamæri skuli Norður-Írland áfram lúta reglum tollabandalagsins. Það þykir mörgum óásættanlegt. Corbyn sagði að þessi reisa May væri tilgangslaus sóun á tíma og almannafé. Samkvæmt Andreu Leadsom, þingflokksformanni Íhaldsflokksins, leitaðist May við að fá það samþykkt að breska þingið þyrfti að samþykkja virkjun varúðarráðstöfunarinnar og svo árlega atkvæðagreiðslu um hana. May fundaði til dæmis með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Bæði sögðu þau algjörlega út úr myndinni að breyta samningnum. Þau vildu þó hjálpa henni að koma samningnum í gegnum þingið. Forsætisráðherrann breski heldur svo til Írlands í dag þar sem hún fundar með Leo Varadkar forsætisráðherra. Sá sagði í dag að hann ætlaði að koma því á framfæri að samningnum, varúðarráðstöfuninni þar með talinni, yrði ekki breytt.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08
Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30
Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52