Lestrarhestar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. desember 2018 08:00 Það er gott að setja sér markmið en jafnvel háleitustu markmið skipta litlu máli ef ekki er staðið við þau. Þetta vita þeir fjölmörgu sem hafa í ofurbjartsýni sett sér markmið sem síðan reyndust með öllu óraunhæf. Sumir einstaklingar eru hins vegar svo einbeittir að þeir eiga ekki ekki í nokkrum vandræðum með að setja sér hin háleitustu markmið og standa auðveldlega við þau. Hin tíu ára Elísabet Ingvarsdóttir á Húsavík er ein þeirra og ætti að vera okkur öllum fyrirmynd. Markmið hennar fyrir árið 2018 var að lesa 100 bækur. Nú þegar stutt er í að árinu ljúki hefur hún staðið við það markmið og gott betur því hún hefur lesið mun meira en hún hét sjálfri sér og heldur ótrauð áfram. Sjónvarpsfréttin sem birtist á dögunum um lestrarhestinn Elísabetu var skemmtileg tilbreyting frá þeim fréttum sem dembast yfir okkur og fjalla helst um skandala, vesen og leiðindi. Þegar þær fréttir eru settar í samhengi við fréttirnar af lestrarafrekum Elísabetar er ekki annað hægt en að íhuga hversu miklu betur margir væru staddir ef þeir hefðu vit á því að vera heima hjá sér að lesa í stað þess að hella sig fulla á börum landsins eða eyða tíma í að ausa úr skálum reiði sinnar á athugasemdakerfum netsins. „Allir ættu að lesa, það er róandi og hjálpar manni í mörgu,“ sagði Elísabet þegar fjölmiðlar náðu tali af henni. Þetta er hárrétt athugað. Lestri fylgir ró og friður. Lesandi sem er niðursokkinn í bók leyfir ekki utanaðkomandi áreiti að komast að sér. Hann er í leiðangri í öðrum heimi þar sem hann getur ekki verið fullkomlega viss um hvað gerist næst. Hann les hverja blaðsíðuna á fætur annarri, fullur forvitni, sæll í sínum einkaheimi og nýtur þess að vera í friði. Það er alls ekki nægilegur friður í heimi nútímamannsins. Hann er orðinn viljalaus þræll tækninnar, er fastur við síma og tæki stóran hluta sólarhringsins vegna þess að hann vill alls ekki missa af neinu. Alltof sjaldan er ró í kringum hann. Afleiðingin er sú að hann er kvíðinn, óöruggur og þunglyndur og álag er að sliga hann. Vansæll sækir hann í róandi lyf og leitar aðstoðar hjá sérfræðingum. Lífið er honum erfitt. Hollast væri honum að slaka á og til þess eru vissulega margar leiðir. Ein af þeim betri er að sökkva sér í bóklestur. Nú vill svo vel til að þetta er einmitt árstíminn til þess. Jólabækurnar eru komnar á markað, úrvalið er einstaklega gott þetta árið og allir eiga auðveldlega að finna góðar bækur við sitt hæfi. Hin tíu ára gamla Elísabet sagði fréttamanni að hún ætti von á því að fá margar bækur í jólagjöf. Yfir þeim mun hún liggja yfir jólin, sæl og ánægð og víst mun hún margt af þeim læra. Hinir fullorðnu, sérstaklega þeir sem kvíða og áhyggjum eru haldnir, ættu að fara að dæmi Elísabetar og lesa um jólin. Í góðum bókum munu þeir finna ró og um leið mun slakna á spennu og þreytan líða úr þeim. Þeir munu komast að því eins og lestrarhesturinn Elísabet að bóklestur hjálpar manni í ansi mörgu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er gott að setja sér markmið en jafnvel háleitustu markmið skipta litlu máli ef ekki er staðið við þau. Þetta vita þeir fjölmörgu sem hafa í ofurbjartsýni sett sér markmið sem síðan reyndust með öllu óraunhæf. Sumir einstaklingar eru hins vegar svo einbeittir að þeir eiga ekki ekki í nokkrum vandræðum með að setja sér hin háleitustu markmið og standa auðveldlega við þau. Hin tíu ára Elísabet Ingvarsdóttir á Húsavík er ein þeirra og ætti að vera okkur öllum fyrirmynd. Markmið hennar fyrir árið 2018 var að lesa 100 bækur. Nú þegar stutt er í að árinu ljúki hefur hún staðið við það markmið og gott betur því hún hefur lesið mun meira en hún hét sjálfri sér og heldur ótrauð áfram. Sjónvarpsfréttin sem birtist á dögunum um lestrarhestinn Elísabetu var skemmtileg tilbreyting frá þeim fréttum sem dembast yfir okkur og fjalla helst um skandala, vesen og leiðindi. Þegar þær fréttir eru settar í samhengi við fréttirnar af lestrarafrekum Elísabetar er ekki annað hægt en að íhuga hversu miklu betur margir væru staddir ef þeir hefðu vit á því að vera heima hjá sér að lesa í stað þess að hella sig fulla á börum landsins eða eyða tíma í að ausa úr skálum reiði sinnar á athugasemdakerfum netsins. „Allir ættu að lesa, það er róandi og hjálpar manni í mörgu,“ sagði Elísabet þegar fjölmiðlar náðu tali af henni. Þetta er hárrétt athugað. Lestri fylgir ró og friður. Lesandi sem er niðursokkinn í bók leyfir ekki utanaðkomandi áreiti að komast að sér. Hann er í leiðangri í öðrum heimi þar sem hann getur ekki verið fullkomlega viss um hvað gerist næst. Hann les hverja blaðsíðuna á fætur annarri, fullur forvitni, sæll í sínum einkaheimi og nýtur þess að vera í friði. Það er alls ekki nægilegur friður í heimi nútímamannsins. Hann er orðinn viljalaus þræll tækninnar, er fastur við síma og tæki stóran hluta sólarhringsins vegna þess að hann vill alls ekki missa af neinu. Alltof sjaldan er ró í kringum hann. Afleiðingin er sú að hann er kvíðinn, óöruggur og þunglyndur og álag er að sliga hann. Vansæll sækir hann í róandi lyf og leitar aðstoðar hjá sérfræðingum. Lífið er honum erfitt. Hollast væri honum að slaka á og til þess eru vissulega margar leiðir. Ein af þeim betri er að sökkva sér í bóklestur. Nú vill svo vel til að þetta er einmitt árstíminn til þess. Jólabækurnar eru komnar á markað, úrvalið er einstaklega gott þetta árið og allir eiga auðveldlega að finna góðar bækur við sitt hæfi. Hin tíu ára gamla Elísabet sagði fréttamanni að hún ætti von á því að fá margar bækur í jólagjöf. Yfir þeim mun hún liggja yfir jólin, sæl og ánægð og víst mun hún margt af þeim læra. Hinir fullorðnu, sérstaklega þeir sem kvíða og áhyggjum eru haldnir, ættu að fara að dæmi Elísabetar og lesa um jólin. Í góðum bókum munu þeir finna ró og um leið mun slakna á spennu og þreytan líða úr þeim. Þeir munu komast að því eins og lestrarhesturinn Elísabet að bóklestur hjálpar manni í ansi mörgu.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun